Fréttir

Lesum í allt sumar: Söguboltinn rúllar áfram

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samstarfi við Menntamálastofnun, KSÍ, samtök Heimilis og skóla, SFA og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hafa skipulagt Söguboltaleikinn sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri.
Meira

Borgarísjaki við Skagaströnd

Róbert Daníel Jónsson, búsettur á Blönduósi, var á ferðinni í morgun og tók nokkrar myndir af borgarískjakanum sem er í Húnaflóa.
Meira

Hofsósi hafnað sem brothættri byggð

Á fundi í byggarráði Skagafjarðar þann 5. júlí sl. var lagt fram svar frá Byggðastofnun, dagsett 26.júní 2018, við bréfi frá 15.mars 2018 varðandi beiðni frá Sveitarfélaginu Skagafirði um aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi.
Meira

Slógu met á Meistarmóti Íslands í frjálsum 11-14 ára

Meistarmót Íslands, 11-14 ára, í frjálsum íþróttum var haldið á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina sl. og átti USAH þar tvo fulltrúa, þær Aðalheiði Ingvarsdóttur og Unni Borg Ólafsdóttur, sem kepptu í flokki 12 ára. Þátttakendur á mótinu voru um 150 frá 14 félögum víðsvegar að af landinu. Frá þessu er sagt á Húna.is í gær. Stúlkurnar stóðu sig báðar með prýði og bættu sín persónulegu met í flestum greinum.
Meira

Sjö umsækjendur um starf sveitarstjóra Blönduósbæjar

Sjö umsækjendur voru um starf sveitarstjóra Blönduósbæjar, sem auglýst var laust til umsóknar, og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí síðastliðinn.
Meira

Fréttatilkynning frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Í ljósi frétta síðustu daga vill körfuknattleiksdeild Tindastóls koma eftirfarandi á framfæri.
Meira

Fólksfjöldi og fjör á Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim var haldin um síðustu helgi og var þar margt til skemmtunar. Fjöldi manns tók þátt í gönguferð í Grafarós með leiðsögn Þorsteins Þorsteinssonar (Steina Pálu) og á eftir gæddu u.þ.b. 250 gestir sér á ljúffengri kjötsúpu, matreiddri af Félagi eldri borgara. Kvöldið var milt og á eftir naut fólk samverunnar við varðeldinn í fjörunni áður en haldið var á ball í Höfðaborg eða í stuðið með Geira í Sólvík.
Meira

Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2017

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra má nú finna starfsskýrslu eftirlitsins fyrir árið 2017. Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins felst annars vegar einkum í því að sinna eftirliti með starfsleyfisskyldri starfsemi og hins vegar stjórnsýsla sem felur í sér lögbundnar umsagnir, m.a. um leyfisveitingar sýslumanna og skipulagsyfirvalda.
Meira

Unglingum vinnuskólans boðið í vinnustofu á vegum Blönduósbæjar og Listasafns Alþýðu

Blönduósbær og Listasafn Alþýðu hafa tekið höndum saman og skipulagt vinnustofu fyrir unglinga í vinnuskóla bæjarins dagana 10. og 11. júlí. Einnig hafa stéttarfélagið Samstaða á Blönduósi og menningarbændurnir á Kleifum haft hönd í bagga við undirbúning námskeiðsins.
Meira

Heimsóknum fjölgar í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Blönduósi

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu tók til starfa á nýjum stað að Aðalgötu 8 þann 15. apríl síðastliðinn en miðstöðin var áður rekin yfir sumartímann í Héraðsbókasafni Austur-Húnavatnssýslu. Á sama stað er einnig til húsa handverksverslunin Hitt og þetta handverk þar sem má finna handverk eftir tæplega 40 einstaklinga úr sýslunni og Vötnin Angling Service en þar má finna veiðivörur af ýmsu tagi eða fá búnaðinn leigðan og einnig er hægt að kaupa þar veiðileyfi.
Meira