Fréttir

Hviður allt að 48 m/s í Fljótum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi. Suðvestanstormur eða -rok er nú ríkjandi með vindhviðum 35-45 m/s við fjöll, hvassast á Ströndum og í Skagafirði. Varhugavert er ökutækjum sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og eru ferðalangar beðnir um að fara varlega.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu

Menningarsjóður Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu auglýsir eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum árið 2019 á vef Húnaþings vestra. Til að geta sótt um í sjóðinn þurfa umsækjendur að vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir með lögheimili í Húnaþingi vestra.
Meira

Jón Gísli genginn til liðs við Skagamenn

Í gær gekk Knattspyrnufélag ÍA á Akranesi frá samningi við hinn bráðefnilega Króksara, Jón Gísla Eyland Gíslason, en Skagamenn leika í efstu deild á komandi sumri. Jón Gísli gengur til liðs við KFÍA frá Tindastóli en hann er fæddur 2002 og hefur þegar spilað 37 leiki með 2. deildar liði Tindastóls og skorað eitt mark. Þá hefur Jón Gísli leikið 13 leiki með U-17 ára landsliði Íslands og þrjá leiki með U-16.
Meira

Stólastúlkur fengu á baukinn í Breiðholti

Kvennalið Tindastóls sótti lið ÍR heim í Breiðholtið um liðna helgi. Stólastúlkur höfðu unnið fyrsta leik liðanna í haust en mættu að þessu sinni til leiks með hálf vængbrotið lið og sunnanstúlkur gengu á lagið. Lokatölur voru 91-52.
Meira

Veðurklúbburinn spáir umhleypingum í janúar

Í gær, þriðjudaginn 8. janúar 2019, komu tíu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík saman til fundar til að fara yfir spágildi desembermánaðar. Fundur hófst kl 14:00 og lauk kl 14:25. Jólin urðu ekki hvít, eins og gert var ráð fyrir í fyrri spá, heldur má segja að þau hafi verið frekar flekkótt. Áramótaveðrið var til beggja vona eins og gert hafði verið ráð fyrir.
Meira

Hulda Hólmkelsdóttir upplýsingafulltrúi þingflokks VG

Hulda Hólmkelsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Hulda mun meðal annars annast samskipti við fjölmiðla fyrir hönd þingflokksins ásamt aðstoð við þingmenn við þeirra störf. Hún hefur þegar hafið störf.
Meira

Ólíklegt að Hafíssetrið verði opnað aftur

Óvissa ríkir um framtíð Hafíssetursins á Blönduósi og hefur svo verið um nokkurt skeið eða síðan því var lokað í sumarlok árið 2015. Fréttavefurinn Húni.is fjallaði um málið í gær og birti meðal annars viðtal við Þór Jakobsson veðurfræðing og upphafsmann að Hafíssetrinu. Setrið var opnað sumarið 2006 í öðru af tveimur elstu húsum Blönduóss, Hillebrandtshúsinu, og gekk starfsemi þess vel fyrstu árin en þegar á leið reyndist ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi með tilliti til aðsóknar.
Meira

Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins um helgina

Sameiginlegur nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins fer fram nk. laugardag, 12. janúar, í Húnaveri. Á dagskrá er kvöldverður, kórsöngur, skemmtiatriði og dansleikur með Geirmundi Valtýssyni.
Meira

Innlausnarvirði mjólkur og sauðfjár árið 2019

Virði greiðslumarks mjólkur og sauðfjár sem innleysa má til ríkisins hefur nú verið reiknað út samkvæmt ákvæðum í reglugerðum um stuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt. Innlausnarvirði mjólkur er 100 kr./ltr. og sauðfjár 11.705 kr./ærgildi.
Meira

Aftur hægt að kaupa olíu á Ketilási

Eins og sagt var frá á Feyki.is skömmu fyrir jól hefur verið settur upp olíutankur frá ÓB við verslun KS á Ketilási í Fljótum en þar hefur ekki verið starfrækt olíuafgreiðsla frá því snemma á síðasta ári. Í lok síðustu viku var svo dælan tekin í notkun og var það Rúna Júlíusdóttir, útibússtjóri verslunarinnar, sem fékk þann heiður að vera fyrst að dæla af nýju dælunni.
Meira