Hviður allt að 48 m/s í Fljótum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.01.2019
kl. 10.57
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi. Suðvestanstormur eða -rok er nú ríkjandi með vindhviðum 35-45 m/s við fjöll, hvassast á Ströndum og í Skagafirði. Varhugavert er ökutækjum sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og eru ferðalangar beðnir um að fara varlega.
Meira