Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.01.2019
kl. 08.39
Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna.
Meira