Stórmeistarajafntefli á gervinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.03.2019
kl. 14.18
Það var nágrannaslagur um síðustu helgi í Lengjubikarnum en þá lék lið Tindastóls fjórða leik sinn í keppninni og mætti liði Fjallabyggðar sem er sameinað lið gömlu góðu KS á Sigló og Leifturs frá Ólafsfirði. Stólarnir voru 1-0 yfir í hálfleik en heldur hitnaði í kolunum þegar leið að lokum leiks sem endaði 3-3 og tveir leikmanna Tindastóls fengu að líta rauða spjaldið í uppbótartíma.
Meira
