Fréttir

Grísahald í garðinum

Síðustu ár hefur færst í vöxt að bændur og aðrir einstaklingar kaupi einstaka svín til að ala sjálfir, sérstaklega yfir sumartímann. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem hafa hugsað sér að kaupa grísi þar sem dregin eru fram helstu atriði sem hafa þarf í huga.
Meira

Rabb-a-babb 163: Jón Egill

Nafn: Jón Egill Bragason. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Freyjugatan og Birkihlíðin í 550. Frumbyggir í efra hverfinu þegar allir þekktu alla þar. Bragi Haraldsson og Eygló Jónsdóttir eru foreldrarnir. Starf / nám: Viðskiptafræðingur frá HR og starfa hjá Arion banka hf. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Reiðhjólið….enda fór það svo að ég kenndi Spinning í mörg ár. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á stundum erfitt með að skipuleggja mig. Mjög pirrandi fyrir þá sem eru í Steingeitarmerkinu.
Meira

Eldur í Húnaþingi á næsta leiti

Unglist kynnir með stolti hina árlegu hátíð Eld í Húnaþingi sem nú er haldin í 16. sinn 25. – 29. júlí næstkomandi. Dagskráin er sneisafull af fjölskylduatburðum, tónlist, sviðslistum, fyrirlestrum, íþróttaviðburðum og leikjum sem allir geta tekið þátt í.
Meira

Friðbjörn Ásbjörnsson ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood ehf.

Friðbjörn Ásbjörnsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood ehf. Auk almennra verkefna fyrir félagið mun Friðbjörn í krafti reynslu sinnar á liðnum árum sinna sérstaklega starfseminni á Snæfellsnesi. Friðbjörn starfaði áður sem framkvæmdastjóri Soffaniasar Cecilssonar hf. sem m.a. rekur og gerir út skip og rekur fiskverkun í Grundarfirði. FISK Seafood festi kaup á félaginu á síðasta ári með það fyrir augum að þróa og efla starfsemi sína á Snæfellsnesi á komandi árum.
Meira

Matarsýning á Akureyri í október

Sýningin Local Food Festival verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í október en þar munu framleiðendur og matreiðslumenn sýna allt það besta sem tengist norðlenskum mat.
Meira

Listaflóð á vígaslóð

Menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð hefur síðustu 7 sumur verið haldin á Syðstu-Grund og þar í nágrenni, aðra helgina í júlí. Aðstandendur hátíðarinnar vilja koma því á framfæri að nú í ár verður viðburðum hátíðarinnar dreift yfir sumartímann og auglýstir hverju sinni. Fyrsti viðburðurinn verður haldin nú um helgina, en þá verður haldin sýning á handverki Ásbjargar frá Kúskerpi, fyrrum hótelstýru, til 30 ára við Hótel Varmahlíð.
Meira

Lamanna með fjögur mörk í sigri heimamanna

Tindastólsmenn tóku á móti Huginn, laugardaginn 7. júlí, á Sauðárkróksvelli. Stefan Antonio Lamanna skoraði fjögur mörk og Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson skoraði eitt mark.
Meira

Húnavaka á Blönduósi

Húnavaka verður haldin dagana 19.-22. júlí næstkomandi. Dagskrá Húnavöku er stútfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin er með svipuðu sniði og undanfarin ár, þó alltaf séu einhverjar breytingar. Feykir heyrði í Kristínu I. Lárusdóttur sem sér um skipulagningu hátíðarinnar.
Meira

Erlendum farþegum fjölgaði um 5,4% í júní

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um tólf þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Fjölgunin nam 5,4% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.
Meira

Stólastelpur á toppinn

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls kvenna tylltu sér á topp 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu með sigri á Gróttu á heimavelli í gær. Stólar lentu tvisvar undir en eftir mikla eftirfylgni náðu okkar stelpur að jafna og komast yfir og unnu verðskuldaðan sigur. Strax á 11. mínútu kom markahrókurinn Taciana Da Silva Souza gestunum yfir en Guðrún Jenný Ágústsdóttir jafnharðan skömmu síðar eða á þeirri 14. Taciana endurtók leik sinn 8 mínútum síðar og kom Gróttu yfir á ný en það sætti Murielle Tiernan sig ekki við og jafnaði leikinn á ný og þannig var staðan í hálfleik, 2-2.
Meira