Fréttir

Stórmeistarajafntefli á gervinu

Það var nágrannaslagur um síðustu helgi í Lengjubikarnum en þá lék lið Tindastóls fjórða leik sinn í keppninni og mætti liði Fjallabyggðar sem er sameinað lið gömlu góðu KS á Sigló og Leifturs frá Ólafsfirði. Stólarnir voru 1-0 yfir í hálfleik en heldur hitnaði í kolunum þegar leið að lokum leiks sem endaði 3-3 og tveir leikmanna Tindastóls fengu að líta rauða spjaldið í uppbótartíma.
Meira

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í átjánda sinn í Skagafirði í gær. Tólf nemendur úr öllum grunnskólum Skagafjarðar öttu kappi og stóðu sig með stakri prýði. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku fyrir gesti og vinningshafar frá síðasta ári stýrðu samkomunni af mikilli röggsemi.
Meira

Níu verkefni á Norðurlandi vestra fá styrki í sameiginlegri úthlutun Guðmundar Inga og Þórdísar Kolbrúnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í morgun um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og sex úr Verkefnaáætlun 2019-2021.
Meira

Út við himinbláu sundin - Gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar

Þann 25. apríl verða haldnir tónleikar á Sauðárkróki sem ber heitið Út við himinbláu sundin. Þar verða gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóðinni í mörg ár.
Meira

Konungur ljónanna í Bifröst

Í dag frumflytja nemendur 10. bekkjar Árskóla ævintýrið um konung ljónanna þar sem segir frá Simba og vinum hans. Eins og margir vita þráir Skari, föðurbróðir hans, völd og verður uppvís að miklum pólitískum undirróðursklækjum og kemur öllu konungsríkinu í miklar hremmingar. En spurningin er alltaf sú, tekst Simba að snúa heim úr útlegðinni og öðlast krúnuna sem hann sannarlega á tilkall til. Sýnt verður alla daga í Bifröst fram á sunnudag.
Meira

Sala ólöglegra fæðubótarefna kærð til lögreglu

Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað. Einnig varar Matvælastofnun við viðskiptum við vefinn www.roidstop.is og neyslu fæðubótarefna og lyfja sem vefurinn segist selja.
Meira

Gunnar Þór og Sara sæmd starfsmerki UMFÍ

Gunnar Þór Gestsson og Sara Gísladóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sem haldið var í síðustu viku. Gunnar Þór hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, verið formaður U.M.F.Tindastóls og um þessar mundir situr hann bæði í stjórn UMSS og UMFÍ. Sara hefur verið í stjórn og síðustu ár formaður Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára í Varmahlíð og einnig verið afar virk í félagsmálum fyrir Hestamannafélagið Skagfirðing.
Meira

Braut 112 á Tjörn á Skaga rauf 100 tonna múrinn

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum en í lok febrúar hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins segir að því megi ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um bil.
Meira

Stólarnir komnir með Þórsliðið upp að vegg

Lið Tindastóls og Þórs mættust í Þorlákshöfn í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik en það voru mestmegnis leikmenn Tindastóls sem gáfu heimamönnum hörkuleik og unnu frábæran fjórtán stiga sigur og náðu því 2-0 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur voru 73-87 og spennt Síkið bíður liðanna á fimmtudagskvöldið.
Meira

Flottur árangur í Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra vann sigur í Vesturlandsriðli Skólahreysti sl. fimmtudag. Sigur liðsins var nokkuð öruggur en það hlaut 51 stig en sá skóli sem næstur kom, Grundaskóli, var með 43,5 stig. Þetta er annað árið í röð sem skólinn vinnur sinn riðil í keppninni og verður það að teljast frábær árangur. Mun liðið keppa i lokakeppni Skólahreysti sem haldin verður þann 8. maí.
Meira