Fréttir

Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna.
Meira

Sagan af Bjarna vellygna - Þjóðsögur Jóns Árnasonar

Maður er nefndur Bjarni; hann bjó á Bjargi í Miðfirði; hann var kvongaður og átti Snælaugu dóttir Björns hins auðga austan af Meðallandi. Þeirra synir voru þeir Jón er síðar var kallaður tíkargola, og Ari. Koma þeir lítt við þessa sögu því ungir voru þeir er þetta gjörðist. Bjarni átti oft þröngt í búi; var hann þó búsýslumaður hinn mesti; fór hann árlega til sjóar og var formaður suður í Garði, en sem hér var komið var vetur í harðara lagi; byrjaði hann því verferð sína í seinna lagi og voru vermenn allir farnir af stað.
Meira

Fiskréttur rétt eftir jólin

„Okkur þykir gott að bera fram fiskrétt svona rétt eftir jólin en okkur finnst fiskur mjög góður og er hann oft á borðum hjá fjölskyldunni. Í eftirrétt bjóðum við upp á uppáhalds eplaköku til að slá á eftirköst eftir hátíðarnar,“ sögðu Svala Guðmundsdóttir og Guðmundur Ólafsson á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði Feykis árið 2017.
Meira

Lífið er list - Áskorandapistill Ingibjörg Jónsdóttir Syðsta-Ósi

Sem barn skoðaði ég oft myndaalbúm foreldra mína sem innihéldu m.a. myndir af föður mínum að taka þátt í leiklistarstarfsemi hjá ungmennafélaginu Gretti á Laugarbakka. Sú starfsemi var ekki í gangi á þeim tíma og það var ekki fyrr en áratug seinna sem að hún var endurvakin eftir 22 ára hlé.
Meira

Lausnamið, nýtt bókhaldsfyrirtæki á Skagaströnd

Nýtt sprotafyrirtæki á sviði bókhaldsþjónustu og rekstrarráðgjafar, Lausnamið, tók til starfa í síðustu viku á Skagaströnd. Í gær var opið hús og var gestum og gangandi boðið að þiggja veitingar og fræðast um reksturinn. Lausnamið er staðsett á Einbúastíg 2 og vinna þar tvær konur, eigandi fyrirtækisins Erla Jónsdóttir rekstrarfræðingur, og Sigríður Gestsdóttir, viðurkenndur bókari.
Meira

Unnar Helgi klikkar ekki í stóra klukkumálinu

Unnar Helgi Rafnsson hafði nýverið samband við skrifstofu Dreifarans og sagðist búa yfir merkilegri hugmynd. „Ég er sko búinn að leysa þennan klukkuvanda í eitt skipti fyrir öll,“ sagði hann hróðugur og bætti við: „Og ég héddna sko, þetta er svo einfalt maður að ég skil bara ekki hvað annað fólk getur verið vitlaust að hafa ekki fattað upp á þessu á undan mér.“
Meira

Húnaklúbburinn leitar að æskulýðsleiðtoga

Húnaklúbburinn í Húnaþingi vestra leitar að æskulýðsleiðtoga til að leiða starf klúbbsins frá janúar – desember 2019. Um hlutastarf er að ræða og reiknað er með að samið verði til eins árs með möguleika á framlengingu.
Meira

Þrjú heppin dregin út í Jólakrossgátu Feykis

Þrátt fyrir meinlega villu í Jólakrossgátu Feykis komu margar réttar lausnir inn á borð sökudólgsins. 16. tölusetti reiturinn var ekki á réttum stað og þurfti því að flytja hann um einn til vinstri til að allt gengi upp.
Meira

Stólarnir stigu krappan dans við Valsmenn

Lið Tindastóls og Vals mættust í 13. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Stólarnir mættu laskaðir til leiks því í liðið vantaði þá Pétur Birgis og Urald King sem báðir glíma við meiðsli en á móti kom að Valsmenn voru búnir að skipta út Könum. Leikurinn reyndist æsispennandi en það voru Valsarar sem höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og voru í raun dæmalausir klaufar að ná ekki sigri. Danero jafnaði leikinn með ruglþristi þremur sekúndum fyrir leikslok og í framlengingunni reyndust Stólarnnir reynslumeiri og nældu í dýrmætan sigur. Lokatölur 97-94.
Meira

Vill nýtt embætti umboðsmanns fatlaðra og langveikra

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur lagt til við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stofnað verði nýtt embætti Umboðsmanns fatlaðs og langveiks fólks. Þuríður Harpa afhenti Katrínu skriflega og rökstudda tillögu um þetta á fundi í gærmorgun.
Meira