Fréttir

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir skipuð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir hefur verið skipuð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands til fimm ára frá 1. janúar 2019. Ragnheiður er verkfræðingur að mennt og var áður framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Svinna-verkfræði sem sinnt hefur ráðgjöf á sviðum umhverfismála, nýsköpunar og rannsókna.
Meira

Laus störf hjá sveitarfélaginu Skagafirði

Auglýst hafa verið laus störf hjá sveitarfélaginu Skagafirði og flest laus frá og með 1. febrúar næstkomandi. Þar er um að ræða starf garðyrkjufræðings, skjalavarðar, starfsmann í Dagdvöl aldraðra og starfsmann á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi.
Meira

Stólarnir höltruðu til ósigurs í Þorlákshöfn

Lið Tindastóls spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á nýju ári þegar þeir skottuðust suður í Þorlákshöfn og léku við lið Þórs. Heimamenn hafa verið að ná jafnvægi í leik sinn og komnir með lúmskt sterkan hóp. Það mátti því búast við hörkuleik og sú varð raunin en þegar leið á leikinn urðu meiðsli Tindastólsmanna til þess að liðið náði ekki vopnum sínum á lokakaflanum og heimamenn lönduðu sætum sigri. Lokatölur 98-90 og klárlega ekki sú byrjun á árinu sem stuðningsmenn Stólanna óskuðu sér.
Meira

Hestamannafélagið Neisti býður upp á reiðnámskeið

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi býður í vetur upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru auglýst á heimasíðu félagsins, neisti.net, með fyrirvara um næga þátttöku og verða tímasetningar og hópaskiptingar auglýstar á síðunni að loknum síðasta skráningardegi.
Meira

Þarftu að losa þig við jólatré?

Körfuknattleiksdeild Tindastóls ætlar á morgun og mánudag að sækja jólatré til þeirra sem þess óska á Sauðárkróki og koma í endurvinnslu gegn vægu gjaldi.
Meira

Vinsæll venjulegur heimilismatur

Elísabet Kjartansdóttir og Páll Bragason á Sauðárkróki voru matgæðingar Feykis í 1. tölublaði ársins 2017 og gáfu lesendum uppskriftir að vinsælum heimilismat á þeirra heimili. „Við ætlum ekki að fara alveg hefðbunda leið í þessu en venjan er að komið sé með uppskriftir að þriggja rétta máltíð en við ætlum ekki að gera það enda erum við venjulega ekki með forrétt á borðum hjá okkur. Við ætlum bara að koma með uppskriftir af venjulegum heimilismat sem er vinsæll hér hjá okkur en á heimilinu búa fjögur börn og það getur verið svolítil þraut að bjóða upp á mat sem öllum þykir góður. Við erum því með uppskrift af dásamlega góðu pestói sem er mjög gott ofan á kex eða á nýbakað brauð sem er ennþá betra. Við erum líka með uppskrift af mjög góðum kjúklingarétti sem er afar vinsæll hér á borðum hjá okkur, krakkarnir bóksaflega drekka sósuna og við Palli elskum kartöflurnar sem við höfum alltaf með. Þetta er allt svo saðsamt að það er óþarfi að hafa einhvern eftirrétt en við komum samt með uppskrift af einum laufléttum og góðum,“ sagði Elísabet.
Meira

Græni salurinn í Bifröst - Yfir 20 manns stigu á stokk

Það var fín stemning í Bifröst þann 28. desember sl. þegar tónleikarnir Græni salurinn fór fram að viðstöddu fjölmenni. Boðið var upp á alls tíu tónlistaratriði af ýmsum toga og var gerður góður rómur að. Þó að einhverjir hafi fengið að stíga oftar á stokk en aðrir mætti telja yfir 20 manns sem létu til sín taka.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgar um 0,7% milli ára

Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 47 einstaklinga eða 0,7% á árs tímabili, frá 1. desember 2017 til 1. desember sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Íbúum landshlutans fjölgaði um þrjá til viðbótar í desember. Mesta fjölgunin í landshlutanum á síðasta ári varð í Blönduósbæ þar sem fjölgaði um 43 frá 1. des. 2017 til 1. des. 2018. Nemur það 4,8% fjölgun.
Meira

Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið valin íþróttamaður USVH árið 2018. Einnig var Perla valin íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar. Glæsilegur árangur hjá Perlu, ekki síst þar sem þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þessa sæmd hjá sömu aðilum.
Meira

Leikskólar í Skagafirði loka tvisvar á ári í stað átta sinnum

Á nýju ári verða breytingar á skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði og hefur það í för með sér að starfsmannafundir leikskólanna verða haldnir eftir lokun. Í stað þess að loka kl. 14:00 átta sinnum yfir skólaárið vegna funda, lokar leikskólinn tvo daga yfir skólaárið og verða þær lokanir miðaðar við lokun grunnskólanna. Uppfærð skóladagatöl er að finna á heimasíðum leikskólanna.
Meira