Fréttir

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd

Sveitarstjórn Skagastrandar auglýsti starf sveitarstjóra laust til umsóknar og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí sl. Átta umsóknir bárust um stöðuna.
Meira

Blönduósbær 30 ára

Húni.is greinir frá því að í dag eru 30 ár síðan Blönduós hlaut bæjarréttindi og þar með nafngiftina Blönduósbær. Upphaflega tilheyrði Blönduós Torfalækjarhreppi. Staðurinn fékk löggildingu sem verslunarstaður þann 1. janúar 1876 þegar Thomsen kaupmaður hóf verslun þar en varð, árið 1914, að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar árið 1936 stækkaði svo hreppurinn þegar hann fékk skika úr landi Engihlíðarhrepps.
Meira

Húnvetnsk teppi á leið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Í morgun voru sett upp prjónuð teppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en teppin eru afrakstur samstarfsverkefnis í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands en Textílsetur Íslands hlaut veglegan styrk til að taka þátt í verkefninu.
Meira

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð

Á morgun, fimmtudaginn 5. júlí kl. 13:00, býður Matís til fundar í Miðgarði, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða og heimaslátrun og mikilvægi áhættumats.
Meira

Gistinóttum á Norðurlandi fækkar milli ára

Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum hefur fjölgað um 1% séu bornir saman maímánuðir ársins í ár og síðastliðins árs. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en hún er byggð á gögnum frá Hagstofunni.
Meira

Bletturinn náði takmarki sínu á Karolina Fund

Við sögðum frá því hér á Feyki þann 7. júní sl., að hópfjármögnun væri hafin á Karolina Fund vegna viðhalds á Blettinum á Hvammstanga.
Meira

Bókasafnið á Blönduósi kynnir önnur söfn

Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi bryddar gjarnan upp á spennandi nýjungum. Í júlímánuði ætlar safnið að vera með kynningar á öðrum söfnum á Facebooksíðu sinni og segja frá skemmtilegum hugmyndum eða viðburðum sem í boði eru á vegum þeirra. „Kannski er þar eitthvað sem að vinir safnsins vildu sjá hér á Blönduósi?" segir á Facebooksíðunni.
Meira

Markaveisla á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú örugg stig á laugardaginn með 7-2 sigri á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis. Murielle Tiernan skoraði fjögur mörk, Krista Sól Nielsen var með tvö mörk og Vigdís Edda Friðriksdóttir skoraði eitt mark.
Meira

Farfuglaheimilin á Íslandi og Plastpokalausi dagurinn

Á Plastpokalausa deginum, þann 3. júlí, munu Farfuglaheimilin á Íslandi taka höndum saman til að vekja athygli gesta á mengun af völdum plasts. Þann dag munu gestir sem gista á Farfuglaheimilunum í landinu fá gefins fjölnota poka úr lífrænni bómull
Meira

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum.
Meira