Fréttir

Kiwanisklúbburinn Drangey styrkir ljósakaup Sauðárkrókskirkju

Á jólafundi Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki, sem haldinn var 12. desember sl., var Sauðárkrókskirkju formlega afhent styrkur frá klúbbnum upp á 550 þúsund krónur. Fénu var ætlað að verja í endurnýjun á ljósum kringum kirkjuna og framan við safnaðarheimilið.
Meira

Ertu að reima skóna þína rétt? Áskorandinn - Guðný Hrund Karlsdóttir Hvammstanga

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig hægt er að festast í viðjum vanans án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Eitthvað sem lærðist einu sinni verður að vana, eins og heilagur sannleikur sem aldrei er efast um, jafnvel þó því fylgi stundum vandamál.
Meira

Kvíðir Þorláksmessudeginum

Það hefur borið á því undanfarin ár að fólk fyllist jólakvíða er nær dregur aðfangadegi og er ýmislegt sem því veldur. Þetta ástand á reyndar ekki við mannfólkið eingöngu því Kjötkrókur á einnig við þennan kvilla að stríða. Ástæðan er helst af tvennum toga. Í fyrsta lagi eru ekki hafðir strompar á húsum lengur svo neinu nemur og því ekki er hægt að koma krókstjaka þar niður. Og ef það er strompur þá er ekkert kjöt hangandi þar fyrir neðan til að krækja í. Í öðru lagi eru flestir að sjóða illa þefjandi flatfisk þennan dag sem ekki getur talist matur á heimili jólasveinanna. Þetta ætti að banna með öllu, sagði Kjötkrókur með tárin í augunum við tíðindamann Feykis um óttuleytið í nótt.
Meira

Jólakalkúnn Eddu frænku, hvítkál og jólaísinn

„Við ætlum að deila með ykkur uppskriftinni af jólamatnum okkar. Við erum alltaf með fylltan kalkún á aðfangadag og finnst okkur þessi uppskrift vera mjög góð. Það er misjafnt hvað við höfum í forrétt, en það er alltaf eitthvert sjávarfang. Í eftirrétt höfum við heimatilbúinn jólaís sem er uppskrift sem Helga Möller deildi í vikunni fyrir áratug eða svo, við höfum aðeins aðlagað uppskriftina að okkur," sögðu matgæðingar vikunnar í 46. tölublaði ársins 2016, þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd.
Meira

Kakó og smákökur í Listakoti Dóru

Í dag, laugardaginn 22. desember, verður opið hús í vinnustofu Dóru Sigurðardóttur í Vatnsdálshólum í Vatnsdal. Dóra og eiginmaður hennar, Aðalsteinn Tryggvason, bjóða gestum að koma við og þiggja kakó og smákökur og skoða aðstöðuna sem þau hjón eru að koma sér upp þar.
Meira

Finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn? er spurt á Vísindavefnum en lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Maður gæti allt eins spurt: af hverju er Gáttaþefur með svona gott lyktarskyn. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróast við aðlögun að umhverfinu og félagslegum aðstæðum. Þeir hundar sem hafa haft gott lyktarskyn hafa sennilega bæði staðið sig betur við veiðar og átt auðveldara með samskipti. Þetta gæti eins vel átt við jólasveininn sem kom í nótt, Gáttaþef og ég skora á þig að setja „jólasveinar“ í stað „hunda“ í svarinu hér fyrir ofan.
Meira

Á morgun tekur dag að lengja á ný

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður eða vetrarsólhvörf, nánar tiltekið klukkan 22:23 í kvöld. Það þýðir að í dag er halli norðurhvels jarðarinnar frá sólu mestur og því er sól lægst á lofti frá okkur séð og birtustundir fæstar. Á morgun tekur því daginn aftur að lengja.
Meira

Stólarnir á toppnum yfir hátíðirnar - Viðtal við Helga Frey

Tindastóll gerði góða ferð til Keflavíkur í gær þegar fyrri leikir síðustu umferðar Domino´s deildar voru spilaðir. Keflavík, sem situr í 3. sæti, hefði með sigri komist á toppinn með Njarðvík sem nú deilir toppnum með Stólunum með 20 stig en okkar menn eru með betra stigahlutfall og tróna því aðeins hærra á stigatöflunni yfir hátíðirnar.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra 2018 - Kosning hafin

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust níu tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og lýkur henni kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar 2019.
Meira

Jólablak hjá blakdeild Kormáks

Á blakæfingu hjá blakdeild Kormáks sl. þriðjudagskvöld fór fram svokallað jólablak. Þá var þeim krökkum sem aðstoðuðu við framkvæmd Íslandsmótsins í haust og blakkrökkunum sem nú æfa hjá Kormáki boðið í jólablakleiki með meistraflokknum. Að æfingu lokinni var svo slegið upp pizzuveislu í íþróttahúsinu.
Meira