Fréttir

Fjölnet hýsir fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins

Fjársýsla ríkisins hefur samið við Fjölnet um hýsingu á fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins en samningurinn kemur í kjölfar útboðs Fjársýslunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. Fjörutíu stofnanir og ráðuneyti munu nýta sér kerfið sem ætlað er til að samræma og einfalda verklag við ársáætlanagerð.
Meira

Grunnur steyptur að gagnaveri á Blönduósi

Í morgun hóf fyrirtækið Húsherji ehf. að steypa grunn að gagnaverinu sem rís á Blönduósi.
Meira

Laxá á Ásum opnar

Laxá á Ásum opnaði í gærmorgun, stundvíslega kl. 7:00. Fyrsti laxinn var kominn á land stuttu síðar en það var Sturla Birgisson, leigutaki, sem landaði honum.
Meira

Æðarfugladauði á Hrauni á Skaga

Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir á Hrauni á Skaga og leiddi rannsókn hjá Tilraunastöð HÍ að Keldum á fuglunum að um fuglakóleru var að ræða. Fólki stafar ekki hætta af henni.
Meira

Sigurður ætlar að prófa margar nýjar greinar á Landsmótinu

„Ég er búinn að skrá mig í götuhjólreiðar, bogfimi og götuhlaup á Landsmótinu. En svo ætla ég í sjósund því ég hef ekki prófað það áður. Mig langar líka til að prófa biathlon,“ segir Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson. Sigurður er sérstaklega spenntur fyrir hjólreiðunum enda í hjólreiðaklúbbi sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir rúmum mánuði ásamt 25-30 öðrum.
Meira

Guðný Hrund endurráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra

Á fyrsta fundi nýrrar sveitastjórnar í Húnaþingi vestra, þann 14. júní síðastliðin, var Guðný Hrund endurráðin sem sveitarstjóri Húnaþings vestra. Guðný Hrund hefur verið sveitarstjóri frá árinu 2014.
Meira

Þjóðhátíðardagurinn á Sauðárkróki

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki 17. júní. Teymt var undir börnum á hestbaki, skátarnir sáu um andlitsmálun og skrúðganga fór frá Skagfirðingabúð á íþróttavöllinn. Þar tóku við hátíðarhöld fram eftir degi. Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir og flutti hún ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen.
Meira

Biathlon kynning á Sauðárkróki á morgun

„Hefur þú prófað Biathlon? Biathlon verður á Landsmótinu og okkur langar til þess að bjóða þér á kynningu,“ segir í tilkynningu frá Landsmóti UMFÍ. Kynningin verður sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki þann 19. júní frá 16:00 – 19:00 þar sem allir geta komið og prófað sem vilja.
Meira

Knattspyrnuskóli Coerver Coaching í Austur- Húnavatnssýslu

Í síðustu viku var Knattspyrnuskóli Coerver Coaching með námskeið á Blönduósi og á Skagaströnd. Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd og Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi tóku höndum saman og buðu upp á fjögurra daga námskeið.
Meira

Amanda Guðrún og Kristján Benedikt Nýprentsmeistarar

Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli í gær 17. júní í léttri norðanátt og sól. Keppendur voru 38 talsins og komu víða að af Norðurlandi. Nýprentsmeistarar að þessu sinni urðu þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD (77 högg) og Kristján Benedikt Sveinsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum.
Meira