Fréttir

Öskudagur í Nýprenti - Myndband

Þá er öskudagur allur og annar í nammidegi í dag. Eins og komið hefur fram hér á Feyki.is komu fjölmargar uppáklæddar persónur í heimsókn í afgreiðslu Nýprents og Feykis. Búningarnir fjölbreyttir og mismikið lagt í sönginn. Mikið var um léttar aríur um Gamla Nóa og alúettusöng en svo voru nokkur lög sem búið var að æfa og lögð vinna í að semja nýjan texta.
Meira

Vinnuvakan er á sunnudaginn 10. mars

Hin árlega Vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna verður haldin nk. sunnudag, 10. mars í Varmahlíðarskóla kl. 15-17. Samband skagfirskra kvenna er samstarfsvettvangur allra starfandi kvenfélaga í Skagafirði. Kvenfélögin eru tíu og um 240 konur starfa innan þeirra. Meðal samstarfsverkefna kvenfélaganna er að halda s.k. Vinnuvöku í byrjun mars.
Meira

Öskudagur í öllum regnbogans litum

Í dag var einn besti dagur ársins, öskudagurinn síkáti. Fjölmargir krakkar þustu á lappir í morgunsárið og skelltu sér í tilheyrandi öskudagsgervi, þó metnaðurinn hafi verið mismikill eins og gengur. Eftir nokkru var að slægjast því fyrirtæki, stofnanir og verslanir um víðan völl buðu börnunun eitthvað spennandi í staðinn fyrir tónlistarflutning.
Meira

Lýsa yfir vonbrigðum með lagafrumvarp

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var í Blöndustöð þann 27. febrúar sl. var lögð fram bókun þar sem lýst er yfir vonbrigðum með framkomið frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir, segir í bókuninni.
Meira

Grímutölt í SAH mótaröðinni

Hestamannaféalgið Neisti stendur fyrir töltmóti í Reiðhöllinni Arnargerði föstudagskvöldið 8. mars klukkan 19:30. Mótið er annað mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum sem munu bjóða upp á pizzur að keppni lokinni.
Meira

Umhleypingasamt verður áfram

Þriðjudaginn 5. mars komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar kl 14 og voru fundarmenn alls þrettán talsins. Fundi lauk síðan kl. 14:30. Öskudagstunglið (Góutungl) kviknar í dag í suðvestri kl. 16:04. Veturinn er hvorki búinn á dagatali né veðurfarslega, segja spámenn Dalbæjar sem telja að umhleypingasamt verði áfram, áttir breytilegar og hafa þeir sterka tilfinningu fyrir því að snjó taki ekki upp áður en snjóar aftur meira. Hitastig verður eins og oft, breytilegt.
Meira

Fíkniefnahundanámskeið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku hófst nám fyrir fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmenn þeirra sem haldið er á vegum Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og Menntaseturs lögreglunnar. Námið fer fram í fjórum lotum og líkur því með bæði skriflegum og verklegum prófum í lok maí. Sjö hundateymi taka þátt að þessu sinni en þau koma frá lögreglunni, Fangelsismálastofnun og tollgæslunni.
Meira

Komdu á safn í vetrarfríinu!

Það þarf ekki að fara langt til að hafa það skemmtilegt í vetrarfríinu. Á morgun fimmtudaginn 7. mars verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og sýndarveruleikasýningin „Menning, tunga og tímagöng til 1918“ verður í Gilsstofu.
Meira

Drangey og Málmey aflahæstu togarar febrúarmánaðar

Þetta var kannski aldrei spurning, segir á Aflafréttum.is en þar er verið að tala um skagfirsku togarana Drangey og Málmey sem settust á topp lista yfir aflahæstu skip landsins fyrir febrúarmánuð.
Meira

Yfirlýsing vegna starfsloka dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur

KS og Hólmfríður Sveinsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis hafa komist að samkomulagi um starfslok Hólmfríðar. Í nokkurn tíma hefur staðið yfir undirbúningur að samþættingu rannsókna-, nýsköpunar-, markaðs- og sölumála hjá KS samstæðunni, sem til þessa hefur farið fram á nokkrum stöðum. Það er sýn aðila að breytingarnar leiði til markvissara starfs og sé tækifæri til að efla enn frekar þessa starfsþætti til framtíðar. Breytingarnar leiða óhjákvæmilega af sér breytt skipulag þeirra mörgu starfseininga sem undir eru.
Meira