Fréttir

Áhersla á áframhaldandi uppbyggingu textíllistamiðstöðvar í Kvennaskólanum

Þekkingarsetrið á Blönduósi hélt ársfund sinn í Kvennaskólanum á Blönduósi um miðjan síðasta mánuð. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf, þar á meðal kynning á starfsemi setursins árið 2017. Kynninguna má lesa í heild sinni á vef Þekkingarsetursins.
Meira

Sina Scholz fór úr því að vera varamaður Skagfirðings í 6. sæti A-úrslita LM hestamanna

Landsmóti hestamanna lauk í gær með úrslitakeppni í hinum ýmsu greinum. Verðlaunabikar í A-flokkur gæðinga verður áfram í stofunni hjá Eyrúnu Ýr Pálsdóttur frá Flugumýri í Skagafirði, sem hampaði honum eftir síðasta Landsmót, en sambýlismaður hennar, Teitur Árnason, gerði sér lítið fyrir og sigraði nokkuð örugglega á hestinum Hafsteini frá Vakurstöðum, sem keppir fyrir hönd hestamannafélagsins Fáks. Eyrún landaði 7. sætinu á Sjóði frá Kirkjubæ.
Meira

„Hvað á barnið að heita?" á Byggðasafninu á Reykjum

Næstkomandi sunnudag, þann 15. júlí klukkan 15:00, verður sýningin „Hvað á barnið að heita?" opnuð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði.
Meira

Bílaþjónusta Norðurlands - Veitir hjálparþurfi vegaaðstoð

Á Sauðárkróki rekur Baldur Sigurðsson fyrirtæki sitt Kvíaból sem heldur utan um rekstur útibús bílaleigunnar AVIS á staðnum. Fyrir stuttu bætti hann við umfangið og ákvað að bjóða upp á vegaaðstoð og fyrirtækið Bílaþjónusta Norðurlands varð til. Í síðustu viku fékk Baldur í hendurnar bílaflutningakerru. sem ætti að koma í góðar þarfir við þjónustuna og Feykir ákvað að kanna málið örlítið.
Meira

Umsókn um stöðu sveitarstjóra flokkaðist sem ruslpóstur

Átta umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Blönduósbæjar, sem auglýst var laus til umsóknar, og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí síðastliðinn.
Meira

Meistaramóti GSS 2018 lauk nú um helgina

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið dagana 4-7. júlí og var keppt í nokkrum flokkum. Þátttaka var með ágætum í flestum þeirra og veðrið ágætt alla dagana þrátt fyrir misvísandi veðurspár. Spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum í öllum flokkum nema öldungaflokki kvenna þar sem spilaðar voru 54 holur.
Meira

Gul viðvörun Veðurstofunnar í gildi

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir Faxaflóasvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra auk miðhálendisins þar sem gert er ráð fyrir sunnan og suðvestan hvassviðri. Því er ferðalöngum, og þá einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, bent að fylgjast vel með veðri.
Meira

Undirrituðu samkomulag um rannsókn á Landsmóti hestamanna

Þann 2. júlí sl. undirrituðu fulltrúar Landsmóts hestamanna, Háskólans á Hólum og Rannsóknamiðstöðvar ferðamála samkomulag um rannsókn á Landsmóti 2018 sem heildstæðum viðburði. Frá þessu er sagt á vef Háskólans á Hólum.
Meira

Skorað á sláturleyfishafa að borga ásættanlegt afurðaverð

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps þann 4. júlí síðastliðinn var samþykkt samhljóða ályktun þar sem skorað er á sláturleyfishafa að borga ásættanlegt afurðaverð til sauðfjárbænda á komandi hausti. Jafnframt er skorað er á stjórnvöld að finna leiðir til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og eru forystumenn sauðfjárbænda, sláturleyfishafar og ráðamenn þjóðarinnar hvattir til að finna framtíðarlausn á alvarlegum vanda sauðfjárræktar í landinu.
Meira

Góð aðsókn að Maríudögum

Góð þátttaka var á Maríudögum sem nú voru haldnir í níunda sinn að Hvoli í Vesturhópi dagana 30. júní og 1. júlí sl. Maríudagar eru haldnir til minningar um Maríu Hjaltadóttur fyrrum húsmóður á Hvoli.
Meira