Fréttir

Val á manni ársins 2018 í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið býður lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu og hvetur lesendur sína til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil.
Meira

Bilun í hitaveitu norðan Laugarbakka

Á vef Húnaþings vestra er vakin athygli á því að vegna bilunar í stofnæð hitaveitu norðan við Laugarbakka verður vatnið tekið af í dag, 11. janúar, frá kl. 9 og fram eftir degi.
Meira

Rúður brotnuðu í óveðri næturinnar

Það var ansi hvasst á norðanverðu landinu síðasta sólarhring er suðvestanstormur og rok gekk yfir landið. Svo hvasst var í Fljótum að húsráðendur á Reykjarhóli yfirgáfu heimili sitt og á Reykjaströnd brotnuðu rúður og hlutir fuku.
Meira

Sögukvöld og súpa á Sólgörðum

Sögukvöld verður haldið á Sólgörðum í Fljótum annað kvöld, föstudaginn 11. janúar, klukkkan 20:00. Verður það haldið í kaffihúsi Guðrúnar frá Lundi og geta gestir gætt sér á heimalagaðri súpu og brauði meðan Kristín S. Einarsdóttir, svæðisleiðsögumaður og rekstaraðili Söguskjóðunnar segir frá 19. aldar Fljótamanninum Myllu-Kobba. Segir Kristín að hugmyndin sé að slík kvöld verði haldin af og til í vetur og jafnvel fram á sumarið ef viðbrögð gefa tilefni til þess.
Meira

Valur Valsson mun stýra ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Skagafjarðar

Valur Valsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra á veitu- og framkvæmdasviði hjá Svf. Skagafirði frá 1. janúar sl. Valur er menntaður byggingatæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað sl. ár sem verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar við FabLab á Sauðárkróki ásamt framleiðslu- og gæðastjórnun hjá Steinull hf.
Meira

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka er Maður ársins 2018 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir kjöri á manni ársins líkt og undanfarin ár og bárust blaðinu níu tilnefningar að þessu sinni. Niðurstaðan var sú að Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka í Hrútafirði hlaut nokkuð afgerðandi kosningu lesenda. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Ólöf er þvílík gullkona, hún er með Parkinson en það stoppar hana ekki í því að gefa endalaust af sér. Til dæmis saumar hún teppi (bútasaum) og selur og gefur svo allan ágóða til góðgerðamála. Mikil perla.“
Meira

Kristmundur á Sjávarborg 100 ára

Í dag, 10. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalaheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni tímamótanna gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
Meira

Umferðarslysum hefur fækkað verulega á Norðurlandi vestra

Á liðnu ári var lögð aukin áhersla á umferðaröryggismál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og var sérstök umferðardeild sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Í ljósi árangursins sem náðist á árinu er stefnan sett á að auka eftirlitið enn frekar á árinu sem nú er að hefjast. Þetta kemur fram í Facebookfærslu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Skemmtikvöld í sveitinni - leiðrétt dagsetning

Athygli lesenda Sjónhornsins er vakin á því að dagsetning misritaðist í auglýsingu frá Búminjasafninu í Lindabæ í nýjasta tölublaði Sjónhornsins sem kom út í dag. Pantanir fyrir skemmtikvöldið þurfa að berast fyrir 16. janúar en ekki febrúar eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Væri til í að fara með konuna og börnin á tónleika með Muse / RAGNAR ÞÓR

Að þessu sinni er það nokkuð síðbúin Jóla-Tón-lyst sem ber fyrir augu lesenda Feykis en það er Ragnar Þór Jónsson, þingeyskur gítarleikari með heimilisfang á Hofsósi, sem tjáir sig um tónlistina. Ragnar, sem er fæddur 1966, ólst upp í Aðaldal og bjó síðan í 30 ár á Húsavík. Fyrir nokkrum árum kynntist hann síðan Dagmar Ásdísi Þorvaldsdóttur og flutti í framhaldi af því á Hofsós.
Meira