Fréttir

Skin og skúrir á Landsbankamótinu

Landsbankamótið fór fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki um liðna helgi og þar voru það stúlkur í 6. flokki sem spreyttu sig fótboltasviðinu. Um 80 lið voru skráð til leiks frá fjölmörgum félögum og er óhætt að fullyrða að hart hafi verið barist þó brosin hafi verið í fyrirrúmi.
Meira

Skagfirðingur í körfuboltalandsliðinu

Nú er ljóst að enginn Stólamaður fer með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta er það mætir Búlgaríu og Finnlandi ytra dagana 29. júní og 2. júlí í undankeppni HM(World Cup). Pétur Rúnar Birgisson var í 15 manna æfingahópi en var kroppaður burt í lokaniðurskurði ásamt Kristni Pálssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. Einn Skagfirðingur er þó í liðinu.
Meira

Nýr formaður og stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldinn í síðustu viku. Þar var m.a. kjörin ný stjórn og formaður og ákveðið var að koma kvennaliði meistaraflokks í gang fyrir næsta tímabil.
Meira

Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri SSNV

Þann 1. júlí næstkomandi mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir taka við starfi framkvæmdastjóra SSNV. Unnur Valborg hefur áralanga reynslu af rekstri og stjórnun.
Meira

Kirkjukambur úr bronsi finnst í rústum Þingeyraklausturs

Nú stendur yfir uppgröftur í rústum Þingeyraklausturs en þar hafa fræðilegar rannsóknir staðið yfir frá árinu 2016 og ganga undir heitinu Þingeyraverkefnið. Uppgröfturinn í rústum klaustursins hófst í byrjun júní og mun standa út mánuðinn. Þar hefur tíu manna hópur verið að störfum undanfarið og unnið að því að grafa sig í gegnum jarðlög frá 17. og 18. öld.
Meira

Fjórir slösuðust í árekstri

Harður árekstur varð nálægt afleggjaranum að bæjunum Hólabaki og Uppsölum, rétt vestan Vatnsdalshóla, seinni partinn í gær. Fjórir voru fluttir á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru tveir þeirra meira slasaðir en hinir.
Meira

Á fjórða tug afreksnema fær styrk til náms við Háskóla Íslands

Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám í Háskóla Íslands í haust tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í gær en sjóðurinn fagnar tíu ára afmæli í ár. Styrkþegarnir koma úr tólf framhaldsskólum víða af landinu eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Matthildur Kemp Guðnadóttir frá Sauðárkróki var ein nemanna.
Meira

Húni 2017 komin út

Út er komið 39. árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga. Á heimasíðu USVH segir að að vanda séu í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst.
Meira

Stólastúlkur með 5-0 sigur á Einherja

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls nældu sér í þrjú stig í gær með 5-0 sigri á Einherja frá Vopnafirði. Murielle Tiernan skoraði þrennu og Krista Sól Nielsen skoraði tvö. Með sigrinum tryggðu Stólarnir sér þriðja sæti deildarinnar með 9 stig meðan Fjarðab/Höttur/Leiknir gerði jafntefli og sitja því sæti neðar með 7 stig.
Meira

Verðmætum stolið í innbroti á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill vara fólk í Skagafirði og nágrenni við óprúttnum aðilum sem hugsanlega eru á ferli en nú í morgun var farið inn á heimili á Sauðárkróki og stolið miklum verðmætum. Eftir því sem kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar er byrjað að rannsaka málið en fólk er beðið um að hafa varan á sér og sjá til þess að hús og bílar séu læst.
Meira