Fréttir

Torskilin bæjarnöfn - Dæli í Víðidal (Avaldsdæl)

Í Víðidalstungumáldaga 1394 stendur þessi klausa: …. Kirkjubóndi á að taka lýsistolla og heytolla af þessum bæjum ef bygðir eru … hrijsum, neðrum fytium, hvoli, og er hann í audn. Valldarasi. Svolustodum. Bacahlid. Auxnatungum, gaffli. Raffnstodum. avalldsdæli, og er hun í auðn, og hlid. avalldzstodum. Kolugili. huarfuigja (DL III. 539). Máldaginn hefir svo verið endurritaður árið 146l og eru sömu bæir taldir þar upp (DI. V. 3a8). Það er tæplega vafamál að Ávaldsdæli, sem bæði brjefin telja, er Dæli í Víðidal. Í síðara brjefinu er því slept að sú jörð sje í eyði, og hefir hún þó verið bygð.
Meira

Stefnir á að komast í landsliðið - Íþróttagarpurinn Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand

Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand býr á Sauðárkróki af árgangi 2004 og hélt upp á 14 ára afmæli sitt í síðustu viku. Sandra, sem leikur með Tindastól, er mikil fótboltastelpa og fyrir skömmu var hún valin í úrtaksæfingar fyrir U15 í fótbolta sem fram fóru í Boganum á Akureyri. Sandra er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Grafið ær-fille er gott að eiga um jólin

„Um jólin er gaman að bjóða upp á eitthvað sem er alla jafna ekki á boðstólum, brjóta upp hið daglega mynstur í mat og drykk, gott dæmi er maltið og appelsínið sem við blöndum saman um jólin en færri gera það í annan tíma þó svo hvort tveggja sé auðvitað til staðar allt árið um kring. Það er t.d. alveg gráupplagt að versla sér góðan slatta af ær-fille (hryggvöðva) og grafa það. Þá er ekki átt við í kartöflugarðinum, heldur grafa það í salti, kryddum og í rauninni hverju því sem hugurinn og ímyndunaraflið býður hverjum og einum. Eftirfarandi er gott dæmi um grafið ær-fille sem þykir nokkuð gott á okkar heimili og er afar einfalt í framkvæmd,“ sögðu Vignir Kjartansson og Áslaug Helga Jóhannsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Hrútar í andlitssnyrtingu hjá Tuma

Í desember er fengitíminn hjá sauðfénu og hafa þá hrútarnir nóg að gera. Á Gauksstöðum í Skagafirði fara þeir í andlitssnyrtingu hjá hundinum Tuma sem sleikir þá vandlega og snurfusar. Meðfylgjandi myndband tók Haraldur Ingólfsson í fjárhúsunum á Gauksstöðum um mánaðamótin nóv. – des. sl.
Meira

Kærar kveðjur ,,heim“ - Áskorandinn Guðmundur St. Ragnarsson- Brottfluttur Norðvestlendingur

Ég hef ákveðið að troða mér inn í áskorendapennann sem brottfluttur Blönduósingur og Húnvetningur sem á einnig rætur til Hofsós. Með þessu bréfakorni langar mig að senda nokkurs konar sendibréf til heimahaga minna á Norðvesturhorni landsins. Það eru vissulega áskoranir sem mæta minni gömlu heimabyggð á Blönduósi og einnig byggðinni þar sem ég dvaldi oft sumarlangt sem barn, Hófsósi.
Meira

Tveir nýir togarar í flota Fisk Seafood

Fisk Seafood ehf. gekk í dag frá kaupum á tveimur skipum af Gjögri hf. á Grenivík. Um er að ræða skuttogarana Vörð EA-748 og Áskel EA-749. Einnig keypti Fisk Seafood tæplega 660 tonn af aflaheimildum Gjögurs. Aflaheimildir Fisk Seafood verða eftir kaupin tæplega 23 þúsund tonn eða um 6% af úthlutuðum aflaheimildum fiskveiðiársins 2018/2019.
Meira

Smá villa í jólakrossgátu Feykis

Krossgátusmið Feykis varð á í messunni og honum bent á meinlega villu í jólakrossgátu Feykis sem hann var ekki búinn að taka eftir. Flytja þarf 16. tölusetta reitinn um einn til vinstri svo allt sé eins og á að vera. Fyrir vikið frestast lokadagur innsendra lausna fram á mánudag 1. janúar.
Meira

Áramótatónleikar Karlakórsins Heimis

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði annað kvöld, laugardag 29. desember, klukkan 20:30 og bera tónleikarnir yfirskriftina Hátíð um áramót.
Meira

Flugeldasala björgunarsveitanna

Eins og venja er standa björgunarsveitirnar fyrir flugeldasölu fyrir áramótin sem er í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Flugeldamarkaðirnir hér um slóðir opna flestir í dag og verða þeir opnir sem hér segir:
Meira

Lagning hitaveitu um Óslandshlíð, að Neðra -Ási og Ásgarðsbæjum hefst í vor

Á fundi veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 21. desember sl. var fjallað um fyrirhugaða lagningu hitaveitu um Óslandshlíð að Neðra Ási og Ásgarðsbæjunum.
Meira