Ámundakinn kaupir fasteign Húnabókhalds
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
13.03.2019
kl. 09.16
Nýlega var undirritaður kaupsamningur milli Húnabókhalds ehf. og Ámundakinnar ehf. um kaup þess síðarnefnda á húsnæði Húnabókhalds á Húnabraut 13, Blönduósi. Um er að ræða 167 fermetra skrifstofurými með tilheyrandi starfsmannaaðstöðu, sem var afhent nýjum eiganda þann 1. mars síðastliðinn. Þá tók jafnframt gildi leigusamningur, þar sem KPMG ehf. leigir þetta húsnæði til langs tíma af Ámundakinn.
Meira
