Fréttir

Fimmtíu árunum fagnað

Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins sl. sunnudag, þann 3. mars. Fjölmargir velunnarar félagsins mættu í Félagsheimilið á Blönduósi og samfögnuðu félaginu sem starfað hefur af miklum krafti í hálfa öld.
Meira

Stólarnir lögðu Blika af öryggi

Lið Tindastóls og Breiðabliks mættust í Síkinu í gærkvöldi í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Blikar voru þegar fallnir og kaninn þeirra, Kofi, búinn að yfirgefa herbúðir þeirra. Það var því reiknað með næsta auðveldum sigri heimamanna en gestirnir komu á óvart og virtust hafa talsvert meiri áhuga á að spila leikinn en Stólarnir framan af leik. Stólarnir sperrtu stél í síðari hálfleik og stungu af án mikillar fyrirhafnar. Lokatölur 94-70.
Meira

Nýir rekstraraðilar hjá Ömmukaffi

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Ömmukaffis á Blönduósi. Það eru þau Liya Behaga og Guðjón Ebbi Guðjónsson sem tóku við af þeim Bryndísi Sigurðardóttur og Birnu Sigfúsdóttur sem rekið hafa veitingahúsið undanfarin ár.
Meira

Helmingi hjólbarða ábótavant

Meira en helmingur allra bíla er með of lítinn, mikinn eða mismikinn loftþrýsting í dekkjum samkvæmt nýrri könnun sem VÍS gerði á ástandi dekkja um 100 tjónabíla. Þetta verður að teljast áhyggjuefni því loftþrýstingur hefur áhrif á stöðugleika, hemlunarvegalengd og þar af leiðandi almennt öryggi ökutækja.
Meira

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra breytist lítið

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda í byrjun marsmánaðar eins og vant er um mánaðamót. Þar kemur fram að Íslendingum hefur fjölgað um 0,4% frá 1. desember eða um 1.588 manns og eru þeir nú 358.259. Mest er fjölgunin í Reykjavík, 0,6%, en hlutfallsleg fjölgun er mest í Skorradal, 6,9%.
Meira

Keppni í dorgi á Vatnshlíðarvatni

Keppt verður í ísdorgi á Vatnshlíðarvatni á Vatnsskarði á sunnudaginn kemur, þann 10. mars, og hefst keppnin klukkan 11. Það er fyrirtækið Vötnin Angling Service sem að keppninni stendur.
Meira

Stefanía Inga ráðin gæðastjóri hjá Fisk Seafood

Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Í gæðateymi félagsins eru sérstakir gæðaeftirlitsmenn í ólíkum rekstrareiningum, s.s. landvinnslunni á Sauðárkróki, saltfiskvinnslu í Grundarfirði, seiðaeldi á Hólum, fiskeldi í Þorlákshöfn og frystitogaranum Arnari auk ferskfiskstogara Fisk Seafood.
Meira

Rúnar Páll og Anna skyndihjálparfólk ársins

Rauði krossinn á Íslandi tilnefnir árlega skyndihjálparmann ársins úr innsendum ábendingum frá almenningi. Einn einstaklingur hlýtur nafnbótina skyndihjálparmaður ársins en auk þess eru þrír einstaklingar tilefndir til sérstakrar viðurkenningar. Tilgangurinn með tilnefningu skyndihjálparmanns ársins er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda.
Meira

Öskudagur í Nýprenti - Myndband

Þá er öskudagur allur og annar í nammidegi í dag. Eins og komið hefur fram hér á Feyki.is komu fjölmargar uppáklæddar persónur í heimsókn í afgreiðslu Nýprents og Feykis. Búningarnir fjölbreyttir og mismikið lagt í sönginn. Mikið var um léttar aríur um Gamla Nóa og alúettusöng en svo voru nokkur lög sem búið var að æfa og lögð vinna í að semja nýjan texta.
Meira

Vinnuvakan er á sunnudaginn 10. mars

Hin árlega Vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna verður haldin nk. sunnudag, 10. mars í Varmahlíðarskóla kl. 15-17. Samband skagfirskra kvenna er samstarfsvettvangur allra starfandi kvenfélaga í Skagafirði. Kvenfélögin eru tíu og um 240 konur starfa innan þeirra. Meðal samstarfsverkefna kvenfélaganna er að halda s.k. Vinnuvöku í byrjun mars.
Meira