Fréttir

Að rækta garðinn sinn - Áskorendapenninn Þyrey Hlífarsdóttir

Þegar ég fékk áskorun frá samstarfskonu minni og vinkonu Sigrúnu Ben, fór ég að velta því fyrir mér hvað það er sem skiptir mig mestu máli. Þá komu fjölskylda og vinir fyrst upp í hugann. Fyrir mér er ómetanlegt að eiga í góðum samskiptum við fjölskylduna mína og vini og vita að ég get leitað til þeirra með hvað sem er, hvenær sem er.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Bústaðir í Lýtingsstaðahreppi

Bústaðir hafa að líkindum heitið Bútsstaðir, því að þannig er nafnið ritað í Sigurðarregistri árið 1525 (Dipl, Isl. lX,, bls. 302). Merkilegt er, að þá eru ýmsar jarðir í eyði, sem nú eru taldar með kostajörðum, t.d. Húsey, Bútsstaðír, Skatastaðir o.fl. Nú er bærinn ætíð nefndur Bústaðir og jarðabækurnar hafa það eins (Johnsens Jarðatal, bls. 261. Sjá Safn lV. b., bls. 439).
Meira

Hlutverk kerta í jólahaldi - Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Flestir kannast við kvæðið Það á að gefa börnum brauð/ að bíta í á jólunum,/ kertaljós og klæðin rauð/ svo komist þau úr bólunum. Brauð til að fóðra svanga maga, klæði til að sleppa frá jólakettinum, en hvers vegna kerti? Í dag er á hvers manns færi að eignast kerti, en fyrr á öldum var það ekki endilega svo. Áður en olíulampar og síðar rafmagnið hóf innreið sína á Íslandi notaðist fólk mest við lýsislampa og kolur til að lýsa upp húsin. Lýsi var misjafnt að gæðum, mikinn reyk og sót gat lagt um baðstofur og loftgæðin voru eftir því. Kerti voru helst notuð þegar mikið lá við, s.s. þegar virta gesti bar að garði og á jólunum.
Meira

Að alast upp í sveit - Áskorandapistill Ólöf Rún Ólafsdóttir brottfluttur Skagfirðingur

Ég er alin upp á Melstað í Skagafirði, og var mikið hjá ömmu minni Dísu og afa Lofti. Frelsið að fá að vafra um sveitina og leika sér, baka með ömmu, vinna í fjósinu og leika við dýr. Ég man ekki eftir mörgum reglum, en ég man eftir tveimur. Númer eitt var að klifra ekki í trjám, þá skemmirðu þau eða dettur og meiðir þig. Oft heyrði maður köllin frá ömmu: „Niður úr trénu!“.
Meira

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar öllum gleðilegra jóla nær og fjær.
Meira

Gæludýr á jólum

Nú er jólahátíðin rétt að ganga í garð og vill Matvælastofnun minna á að þessi tími gleði og samveru getur verið erfiður fyrir gæludýrin okkar. Hátíðunum fylgir oft breytt mataræði sem getur skapað meiri vandamál en gleði fyrir ferfætlingana. Þá bendir Matvælastofnun á að hættur fyrir ferfætlinga og fjaðraða heimilismeðlimi geta líka leynst víða, t.d. jólaseríur, skreytingar með kertum og blómum, jólamatur og sælgæti.
Meira

Gul viðvörun í gangi

Gul viðvörun hefur verið gefin út á vegum Veðurstofu Íslands fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland. Suðvestan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll og mælst er til að ferðalangar sýni aðgát.
Meira

Úr fórum Theodórs - Kristinn Hugason skrifar

Theodór Arnbjörnsson frá Ósi var fyrsti ráðunauturinn sem sinnti starfi hrossaræktarráðunautar Búnaðarfélags Íslands sem aðalviðfangsefni. En fyrstu afskipti Búnaðarfélags Íslands af hrossarækt og hrossakynbótum má rekja til ársins 1902, er félagið réði til sín fyrsta ráðunautinn í búfjárrækt.
Meira

Vaxkertin ekki góð til átu

Það er bjart yfir þrettánda jólasveininum í dag enda með fangið fullt af kertum. Kertasníkir heitir sá sveinn og er síðastur Grýludrengja til mannabyggða. Hann segist glaður yfir því að fleiri og fleiri eru farnir að nota tólgarkerti því ekki er bara heillandi að horfa í rauðann logann heldur er einnig yndislegt að naga tólgina og fá ómetanlegar hitaeiningar í svartasta skammdeginu.
Meira

Marensrúlla með lakkrístoppatvisti

Þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd gáfu lesendum uppskriftir að gómsætum partýréttum í 47. tölublaði Feykis sem kom út um miðjan desember. Ekki reyndist pláss fyrir allt efnið frá þeim í blaðinu og því birtist síðasta uppskriftin hér en hún er að marensrúllu með lakkrístoppatvisti.
Meira