Fréttir

Fergusonfélagið mætir á opnun Búminjasafnsins

Búminjasafnið Lindabæ í Sæmundarhlíð í Skagafirði opnar 2. júní nk. með pompi og prakt. Til sýnis eru gamlar uppgerðar dráttarvélar og ýmsir búhlutir sem vert er að kíkja á. Opið verður í sumar milli klukkan 13 og 17 fram að miðjum ágúst.
Meira

„Hræðslan við fólkið sameinar meirihlutann“

„Það er ekki annað hægt að vera hrærður yfir glæsilegum kosningasigri Vg og óháðra, 24,4% og fullur þakklætis fyrir stuðninginn og traust íbúa á okkur til að þjónusta og vinna fyrir Skagfirðinga næsta kjörtímabil,“ segir Bjarni Jónsson oddviti V listans.
Meira

Byggðalistinn stakk upp á samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum

Nú eru kosningar að baki og meirihlutasamstarf Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks staðreynd í Svf. Skagafirði án aðkomu Byggðalistans en honum var boðin þátttaka í samstarfinu sem var afþakkuð. Ólafur Bjarni Haraldsson er oddviti listans sem fékk 460 atkvæði eða rúman fimmtung atkvæða. Ólafur er sáttur við niðurstöðu kosninganna.
Meira

Íbúafundur á Hofsósi um verndarsvæði í byggð

Sveitarfélagið Skagafjörður boðar til opins íbúafundar á Hofsósi nk. miðvikudag, 30. maí, klukkan 17:00 þar sem kynna á verkefni um verndarsvæði í byggð á Hofsósi. Þar verður verklag og aðferðafræði verkefnisins kynnt og leitað samráðs við íbúa.
Meira

Oftast strikað yfir Bjarna Jónsson

Þrátt fyrir stórsókn Bjarna Jónssonar, oddvita Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði, var oftast strikað yfir nafn hans eða 52 sinnum en yfirkjörstjórn hefur yfirfarið kjörseðla þar sem strikað hefur verið yfir nöfn frambjóðenda í Svf. Skagafirði. Yfirstrikanir í heild voru 188 og höfðu ekki áhrif á úrslit kosninga eða röðun á lista.
Meira

Styttri afgreiðslutími Landsbankans á Hvammstanga og á Skagaströnd

Í júní tekur nýr afgreiðslutími gildi í hluta af útibúum Landsbankans, þar með talin á Hvammstanga og á Skagaströnd. Segir í tilkynningu frá bankanum að með þeirri aðgerð sé þjónustan í útibúunum aðlöguð að breyttum aðstæðum í bankaþjónustu en viðskiptavinir kjósa í auknum mæli að nota stafrænar lausnir til að sinna bankaviðskiptum og fara því sjaldnar í útibú en áður.
Meira

Þóranna Ósk og Sigurður Arnar á leið á Smáþjóðameistaramótið

Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþrótta- og afreksnefnd hafa valið þá íþróttamenn sem sendir verða til keppni á Smáþjóðameistaramótinu sem fram fer í Liechtenstein 9. júní. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS verður meðal þátttakenda í hástökki og Sigurður Arnar Björnsson verður í þjálfarateymi Landsliðsins.
Meira

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur halda áfram samstarfi í Svf. Skagafirði

Eftir niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Skagafirði er ljóst að meirihluti Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna heldur þar sem Framsókn fékk þrjá menn kjörna og Sjálfstæðisflokkur tvo. Núverandi meirihlutaflokkar hafa tekið ákvörðun um að endurnýja samstarfssamning flokkanna fyrir næstu fjögur ár.
Meira

Njótum grillsins án matarsýkinga

Matvælastofnun telur líkur á að nú fari að bregða til hins betra hvað veðurfar snertir og hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu: Nú horfir til betra veðurs og jafnast fátt á við það að njóta góðs grillmatar undir sólinni í sumarbústaðnum eða útilegunni. Höfum hugfast að ef ekki er rétt staðið að grillun þá geta sjúkdómsvaldandi örverur eða heilsuspillandi efni spillt gleðinni. Hugar þú að eftirfarandi þegar þú grillar?
Meira

Hvíti riddarinn féll í valinn á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna voru heldur betur á skotskónum í sínum fyrsta leik í 2. deildinni sl. laugardag er Hvíti riddarinn úr Mosfellsbænum var lagður að velli með fimm mörkum gegn engu.
Meira