Fréttir

Magnus - Dynur og Saga

Facebooksíðan Magnús – Dynur og Saga var opnuð í gær en á síðunni hyggst Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum kynna ferðir sínar um Húnaþing en hann reið sl. sumar 15 daga um Húnaþing og sagði ferðafélögum sögu Agnesar, Friðriks, Skáld Rósu, Blöndals sýslumanns og allra annarra sem komu við sögu í atburðum þeim sem gerðust í Húnaþingi á þriðja áratug 19 aldar þegar og áður en síðasta aftakan á Íslandi fór fram við Þrístapa í Vatnsdal.
Meira

Samstarfsverkefni lögreglu og félagsþjónustu á Norðurlandi vestra

Saman gegn ofbeldi er átaksverkefni sem félagsþjónustan í Austur-Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og Skagafirði í samstarfi við Lögregluna á Norðurlandi vestra stendur að. Verkefnið hófst þann 4. desember og er markmið þess að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.
Meira

Rúmlega 100 börn skemmtu sér saman í gleði og leik

Helgina 23.-24. nóvember komu yfir eitthundrað 10-12 ára börn saman á TTT móti á Löngumýri, ásamt öllum prestum í Húnavatns- og Skagafjarðar prófastsdæmi. Að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests á Sauðárkróki, tókst mótið vel í alla staði enda mikið sungið, lært og leikið.
Meira

Flott jólavídeó af Króknum

Feykir gleymdi alveg að græja jólalögin í byrjun desember en alveg er óhætt að pósta þeim strax 1. desember, samkvæmt jólalagaspilunarráðuneytinu. Bætum við úr því hér með sígildu lagi Brendu Lee, Rockin 'Around the Christmas Tree, og flottu vídeói sem Birkir Hallbjörnsson, 16 ára Króksari, bjó til og setti á YouTube.
Meira

Fjölnet valið til að reka tölvukerfi fyrir Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur gert samning við Fjölnet sem felur í sér að setja upp, hýsa og reka tölvukerfi fyrir stofnunina. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var hlutskarpast.
Meira

Tendruð ljós á jólatré Skagstrendinga og jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún.

Tónlistarskóli Austur- Húnavatnssýslu verður með þrenna jólatónleika á aðventunni og verða þeir fyrstu haldnir í dag, miðvikudag 5. desember, í Húnavallaskóla og hefjast þeir klukkan 15:30.
Meira

Krókurinn í denn – Danirnir á Króknum í tali og tónum

Krókurinn í denn – Rósir á mölinni - er yfirskrift sýningar sem sett er upp á Sauðárkróki í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands og er eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk til uppsetningar frá fullveldisnefnd. Eins og nafnið bendir til mun sýningin hverfa með áhorfendum aftur í tímann og bregða upp myndum sem sýna hin miklu áhrif sem Danir höfðu á uppbyggingu og mannlíf staðarins um aldamót 19. og 20. aldar.
Meira

Rafkerfið ræður ekki við full afköst á gervigrasvellinum

Það hefur vakið athygli nú þegar allt er orðið hvítt að hinn nýi gervigrasvöllur á Sauðárkróki bræðir ekki af sér snjóinn eins og menn ætluðu. Skýringarinnar er að leita í rafkerfinu þar sem ekki reynist óhætt að keyra völlinn á fullum afköstum.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ gerir ráð fyrir hvítum jólum

Þriðjudaginn 4. desember 2018 komu sjö spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar til að fara yfir spágildi nóvembermánaðar. Niðurstaðan var utan skekkjumarka þar sem veðrið var heldur verra en gert hafði verið ráð fyrir þar sem spámenn áttu ekki von á þeim hvelli sem kom í lok mánaðarins. Fundur hófst kl 13:55 og lauk kl 14:20.
Meira

Dósa- og flöskusöfnun Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Í dag 4. desember munu börn og unglingar frá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls ganga í hús og safna flöskum og dósum. Samkvæmt tilkynningu frá Tindastóli er á ætlað að þau verði á ferðinni milli kl. 17:00 – 20:00.
Meira