Fréttir

Einar töframaður með sýningu í kvöld

Töframaðurinn geðþekki, Einari Mikael, heimsækir Krókinn í dag og verður með töfrasýningu í FNV í kvöld. „Þetta er ný sýning með nýjum atriðum sem ég hef verið að vinna í og er mjög spenntur að heimsækja Krókinn,“ segir hann svo það má búast við glæsilegri sýningu.
Meira

Íbúafundur á Sauðárkróki um verndarsvæði í byggð

Sveitarfélagið Skagafjörður boðar til opins íbúafundar í Húsi frítímans á Sauðárkróki á sunnudaginn kemur, 3. júní, klukkan 16:00. Á fundinum verður farið yfir stöðu verkefnisins Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og í framhaldi af því óskað eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum. Eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta á fundinn og leggja sitt af mörkum til að móta verkefnið svo svæðið megi þróast í sátt við íbúa og umhverfi.
Meira

Unnið við grunn að gagnaverinu á Blönduósi

Framkvæmdir eru í fullum gangi við byggingu gagnavers Borelias Data Center á Blönduósi en stutt er síðan fyrsta skóflustungan var tekin. Unnið er við að moka grunn fyrsta hússins sem reist verður en það mun verða 640 m2 að stærð.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga 70 ára

Í gær 29. maí voru liðin 70 ár frá stofnun Byggðasafns Skagfirðinga árið 1948 en fastasýning var opnuð í Glaumbæ þann 15. júní fjórum árum seinna, 1952. Safnið er eign Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og segir í stofnskrá að hlutverk þess sé að safna, varðveita og rannsaka muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðla þeim til almennings.
Meira

Nemendur Höfðaskóla prjóna teppi fyrir Prjónagleði

Höfðaskóli hefur undanfarið tekið þátt í verkefni í samvinnu við Textílsetrið á Blönduósi og er markmið þess að auka þekkingu og innsýn nemenda í það hve samofin ullin og prjónaskapur er þjóðararfi og sögu landsins.
Meira

Styttur opnunartími hjá Arion banka á Blönduósi

Arionbanki á Blönduósi mun stytta opnunartíma sinn frá og með 5. júní næstkomandi og verður útibú hans þá opið frá klukkan 10:00 til 12:00 og 12:30 til 15:00 alla virka daga. Núverandi opnunartími er frá klukkan 9:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga.
Meira

Grunnskólanum á Sólgörðum slitið í síðasta sinn

Grunnskólanum austan Vatna var slitið nú í vikunni þann 28. maí og var fyrsta athöfnin í skólanum á Sólgörðum sem jafnframt voru þau síðustu þar í sveit þar sem nemendum verður héðan í frá keyrt í skólann á Hofsósi. Jóhann Bjarnason skólastjóri og Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri fluttu ávörp og Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sveitarfélagsins afhenti nemendum miðstigs bókina Skín við sólu Skagafjörður.
Meira

Kvennahlaup um helgina

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 29. skipti næsta laugardag, 2. júní, en það var þann 30. júní árið 1990 sem fyrsta hlaupið var haldið. Búist er við góðri þátttöku að vanda en á síðasta ári voru um 12 þúsund hlauparar með á 91 hlaupastað á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á átta stöðum á Norðurlandi vestra en vert er að geta þess að á Hofsósi og Borðeyri verður hlaupið á sunnudag og í Fljótum viku síðar, þann 10. júní. Hægt er að nálgast upplýsingar um vegalengdir og skráningu á heimasíðu hlaupsins.
Meira

Gervigrasvöllur að fæðast á Króknum

Nú er unnið hörðum höndum við að klára gerð gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og eru þau ófá handtökin, hjá úrvalsliði iðnaðarmanna, sem unnin hafa verið þar í vetur, vor og nú í byrjun sumars. Margir hafa haft gaman af að fylgjast með framgangi mála en unnið hefur verið við völlinn og umhverfi hans hvenær sem færi hefur gefist á þessum tíma. Nú í vikunni var lokið við að leggja gúmmilag á völlinn og styttist því í að gervigrasið græna og væna líti dagsins ljós.
Meira

Gleðiganga Árskóla var farin í gær - Myndir

Hin árlega gleðiganga Árskóla var farin um Krókinn í gær en gengið var frá Árskóla og sem leið liggur upp að Heilbrigðisstofnun en þar var farið í leiki og sungið. Þá var arkað niður á Skagfirðingabraut og gengið að Ráðhúsinu og áfram út á Kirkjutorg og aftur til baka að Árskóla þar sem grillað var ofan í mannskapinn.
Meira