Fréttir

Gáfu sjónvarpstæki á stofur og sal

Kiwanisklúbburinn Drangey í Skagafirði verður 40 ára nú í maí og af því tilefni gaf klúbburinn glæsileg sjónvörp til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, fimm tæki á stofur á sjúkradeild og stórt tæki á Deild 2 . Öll tækin leysa af hólmi minni tæki sem fyrir voru og í því felst munurinn að áhorfendur njóta betur.
Meira

A-listi, Listi framtíðar í Húnavatnshreppi

A-listi, Listi framtíðar í Húnavatnshreppi hefur verið ákveðinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi. Jón Gíslason skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Berglind Hlín Baldursdóttir og Jóhanna Magnúsdóttir í því þriðja.
Meira

Freyja Lubina sigraði í stærðfræðikeppninni

Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sl. föstudag. Þetta er 21. árið sem keppnin er haldin en hún er samstarfsverkefni FNV, MTR , grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni sem fór fram í mars og tóku nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni.
Meira

Gísli Sigurðsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði

Sjálfstæðisflokkurinn í Skagafirði hefur opinberað framboðslista sinn til sveitastjórnakosninga þann 26. maí nk. Breytingar eru hjá efstu mönnum þar sem oddviti hans, Sigríður Svavarsdóttir, hættir og Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tengils, sest í forustusætið. Regína Valdimarsdóttir, lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði tekur sæti Gunnsteins Björnssonar sem færist í þriðja sætið. Elín Árdís Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, skipar fjórða sætið.
Meira

Heildartekjur KS 2017 voru rúmir 33 milljarðar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga fór fram í Selinu í Kjötafurðastöð KS sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Árið 2017 er stærsta einstaka fjárfestingaár í allri sögu félagsins sem námu allt að 14 milljarða króna. Í árslok voru dótturfélögin 14 talsins en nokkur þeirra mynda sjálf samstæðu með dótturfélögum sínum. Hagnaður félagsins var rúmir 2,3 milljarðar.
Meira

X-E Nýtt afl í Húnavatnshreppi

X-E, Nýtt afl í Húnavatnshreppi boðaði stuðningsfólk sitt til fundar á Húnavöllum í gær þar sem lögð var fram og samþykkt tillaga að framboðslista E-listans í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí nk. Þóra Sverrisdóttir leiðir listann áfram, annað sætið skipar Jón Árni Magnússon og í þriðja sæti er Ingibjörg Sigurðardóttir. Framboðið hefur þrjá af sjö sveitarstjórnarmönnum í Húnavatnshreppi. Listinn er þannig skipaður:
Meira

Steinabollur og Raspterta

„Það verður að teljast heiður að vera boðið að vera með með þrátt fyrir að hafa ekki fasta búsetu í Skagafirði, svo að ekki varð skorast undan þegar Vala og Helgi báðu okkur að taka við og gefa lesendum einhverjar uppáhalds uppskriftir,“ sögðu matgæðingarnir í 16 tölublaði Feykis árið 2016, þau Árdís Kjartansdóttir og Hjörleifur Jóhannesson í Stekkjarbóli í Skagafirði.
Meira

Upplýsingamiðstöð opnar á Blönduósi

Á morgun, sunnudaginn 15. apríl, verður Upplýsingamiðstöð Austur-Húnavatnssýslu opnuð á Blönduósi. Upplýsingamiðstöðin verður til húsa í Aðalgötu 8, í gamla bænum á Blönduósi, í sama húsnæði og verslanirnar Hitt og þetta handverk og Vötnin Angling Service sem fagna eins árs opnunarafmæli þennan dag.
Meira

Stjórnin í Miðgarði síðasta vetrardag „Ævintýraljómi yfir þessum tíma“

Hin geysivinsæla hljómsveit Stjórnin fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir með pompi og prakt og leggur land undir fót. Það er vel við hæfi að fyrstu tónleikarnir verði í Skagafirði, þar sem sveitin átti mörg snilldar giggin áður fyrr, í Menningarhúsinu Miðgarði síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 18. apríl 2018.
Meira

Húrra Tindastóll og húrra ÍR!

Tindastólsmönnum tókst ætlunarverkið. Strákarnir okkar eru komnir í úrslitin eftir að hafa slegið ÍR út í kvöld í snargeggjuðum körfuboltaleik í Síkinu. Þetta var leikurinn þar sem spennan og stemningin braut alla skala – hér var botnstillingin ekki tíu heldur ellefu. Dramatíkin var ekki síðri og menn eiga örugglega eftir að tala lengi um Troðsluna© frá Davenport í Skagafirði. Maður lifandi! Lokatölur voru 90-87 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni.
Meira