Fréttir

Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Miðvikudaginn 6. desember sl. komu Tannstaðabakkahjónin Ólöf Ólafsdóttir og Skúli Einarsson færandi hendi til stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra og færðu sjóðnum samtals kr. 370 þús. að gjöf. Var þetta annars vegar afrakstur sölu á bútasaumsteppum sem Ólöf hafði saumað og selt síðan vítt og breitt frá miðju sumri og nú síðast á jólamarkaðnum á Hvammstanga.
Meira

ÓB opnar í Varmahlíð

Nú standa yfir framkvæmdir við Kaupfélagsverslunina í Varmahlíð þar sem laga á húsnæðið innan jafnt sem utan. Einnig standa til breytingar á lóð verslunarinnar en sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu að hún verði stækkuð. Nú hefur Olís tekið við af N1 í olíusölu og hefur standsett ÓB sjálfsafgreiðslustöð við Kaupfélagið.
Meira

Jólalag dagsins – Eiríkur Fjalar - Nýtt Jólalag

Þar sem einungis eru 16 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Þar er hinn heimsfrægi poppari Eiríkur Fjalar sem flytur jólalagið Nýtt Jólalag.
Meira

Hólamenn fara víða

Starfsmenn Háskólans á Hólum hafa gert víðreist að undanförnu. Í nóvember var Ólafur Sigurgeirsson í Moskvu fyrir hönd skólans þar sem hann var þátttakandi í verkefninu „Nordic-Russian Centre for research and innovation in Aquaculture“. Verkefnið er leitt af Háskólanum í Tromsö í Noregi, en að auki koma að því Háskólinn í Múrmansk (Murmansk State Technical University) og MSUTM (K.G.Rasumovsky Moscow State University of Technologies and Management) í Moskvu. Frá þessu er sagt á heimasíðu Háskólans á Hólum.
Meira

Fótur af klaufdýri finnst í innfluttum spæni

Lífland hefur innkallað spæni frá Staben í Svíþjóð eftir að fótur af klaufdýri fannst í einum bagga síðdegis á mánudag. Á vef Matvælastofnunar segir að líklega sé um fót af dádýri að ræða. Dýrahræ geta borið með sér smitefni og sem varúðarráðstöfun hefur fyrirtækið innkallað alla sendinguna af spæninum og stöðvað dreifingu.
Meira

Stólarnir taka á móti Njarðvík í kvöld

Tindastóll tekur á móti Njarðvík í 10.umferð Domino´s deildarinnar í kvöld á Sauðárkróki. Ljóst má vera að Stólarnir munu gera allt til að sigra eftir fremur slæma ferð í höfuðborgina sl. mánudag. Helgi Rafn segir að sá leikur sé búinn og nú sé bara áfram gakk.
Meira

Yngri kynslóðinni boðið í Gúttó

Myndlistarfélagið Sólon, sem er félag áhugafólks um myndlist í Skagafirði og nágrenni, ætlar að bjóða krökkum að koma í heimsókn í Gúttó (rauða húsið á bak við Sauðárkróksbakarí) á Sauðárkróki á sunnudaginn milli kl. 15:00 og 17:00 og mála með akríl á masonite plötur. Plöturnar eru í A3 og A4 stærðum og passa því vel í standard rammastærðir. Áhugasamir geta því notað tækifærið og búið til þessa fínu jólagjöf handa t.d. ömmum og öfum.
Meira

Meistaradeild KS 2018 – Liðskynning Þúfur

Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Þúfna. Það lið er eins og Hrímnisliðið skipað fjórum bráðflinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður. Liðsstjóri er Mette Mannseth sem ávallt hefur verið við toppinn í einstaklingskeppninni.
Meira

Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018 en Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Frá upphafi hafa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík staðið saman að verðlaununum, eða frá árinu 2005.
Meira

Ilmur af jólum í Lýdó á laugardaginn

Torfhúsin að Lýtingsstöðum verða opin nk. laugardag frá kl. 14-18 en þar var nýlega sett upp hljóðleiðsögn þar sem fólk er frætt um Lýtingsstaði, torfhúsin eða hesthúsið á Lýtingsstöðum, íslenska hestinn og hlutina sem tengist hestinum og landbúnaði og eru til sýnis í torfhúsunum. Að sögn Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum er um skemmtilega blöndu af fróðleik og tónlist að ræða og tekur um það bil hálftíma. Leiðsögnin er sett upp á íslensku, ensku, þýsku og frönsku en fólk fær heyrnatól og MP3 spilara til að hlusta.
Meira