Fréttir

Nýr heitur pottur í Varmahlíð

Heiti potturinn í sundlauginni í Varmahlíð hefur verið óvirkur frá því í kringum 10. september sl. og gestir því ekki getað nýtt sér hann lengi. Að sögn Indriða Einarssonar sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar er ástæða bilunarinnar sú að vegna bilunar í stýrikerfi og mannlegra mistaka var of heitu vatni hleypt inn á pottinn sem varð til þess að sprungur komu í skel hans.
Meira

Jólalag dagsins – Ég hlakka svo til - Svala Björgvinsdóttir

Þar sem einungis 10 dagar eru til jóla og Stúfur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Ég hlakka svo til er jólalag með íslenskum texta, sungið af Svölu Björgvinsdóttir þegar hún var yngri. Þetta lag er upprunalega frá Ítalíu og heitir þar "Dopo la tempesta með Macella Bella
Meira

Námskeið í kartöfluprentun í Kvennaskólanum á Blönduósi

Um þessar mundir dvelur Mira-Liina Skyttälä, textíllistamaður frá Finnlandi, í textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi en hún hlaut styrk úr verkefninu Nordic-Baltic Scholarship sem Þekkingarsetrið á Blönduósi og Textílsetur Íslands standa fyrir og er hún er síðasti styrkhafi verkefnisins. Á morgun, fimmtudaginn 14. desember, heldur hún námskeið í kartöfluprentun í stúdíóinu á annarri hæð í Kvennaskólanum og verður húsið opið milli 16 og 19.
Meira

USAH leitar eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2017

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga útnefnir árlega íþróttamann ársins. Sambandið leitar nú eftir því hjá íbúum sýslunnar að þeir tilnefnini íþróttafólk sem náð hefur góðum árangri í sinni keppnisgrein á árinu 2017. Rétt til tilnefningar eiga þeir sem eru 16 ára á árinu og eldri og keppa á yfirstandandi eða nýloknu keppnistímabili fyrir hönd USAH eða félaga innan USAH.
Meira

Jólabingó í Árskóla í dag

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki verða með sitt árlega jólabingó í dag klukkan 18 í húsnæði skólans. Jólalögin verða á fóninum og glimrandi fín stemning á staðnum, segir í tilkynningu frá krökkunum.
Meira

Gagnlegur íbúafundur um framtíðarskipan skólamála

Í lok nóvember var haldinn íbúafundur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra til næstu 30 ára. Var hann haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga og var vel sóttur að því er segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Lawrence mun leika Agnesi

Fyrir rúmum fjórum árum birti Feykir frétt þess efnis að kvikmyndaréttur bókarinnar Burial Rites eftir Hönnu Kent, þar sem sögð er sagan af Húnvetningunum Agnesi og Friðriki, hefði verið seldur og líkur væru á að stórleikkonan Jennifer Lawrence færi með aðalhlutverkið. Hlutirnir gerast oft löturhægt í kvikmyndaheimum en það hefur nú verið staðfest, fjórum árum síðar, að Jennifer Lawrence, sem nú er enn stærri stjarna en fyrir fjórum árum, fari með hlutverk Agnesar og að Luca Guadagnino, sem gerði eina bestu mynd þessa árs, Call Me By Your Name, ætli að leikstýra myndinni.
Meira

Bókakonfekt í Safnahúsinu - Svar Soffíu

Á morgun, fimmtudaginn 14. desember kl. 17.00, kynnir Benedikt Lafleur glænýjan bókmenntaviðburð og áritar þýðingu sína Svar Soffíu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Benedikt segir að um bókmenntaviðburð sé að ræða og jafnvel að kynjaskandal aldarinnar sé að finna í bókinni og þarft innlegg í í #Metoo umræðuna.
Meira

Jólalag dagsins – Jólasveinninn minn - Borgardætur

Þar sem einungis 11 dagar eru til jóla og Giljagaur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Það eru Borgardætur sem fara svo ljúflega með lagið Jólasveinninn minn á disknum þeirra sem heitir einfaldlega Jólaplatan og kom út árið 2000.
Meira

Tindastóll og Haukar drógust saman í undanúrslitum Maltbikarsins

Dregið var í fjögurra liða úrslit í Maltbikarnum í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. Þangað hafði fulltrúum liðanna sem sæti eiga í undanúrslitum hjá körlum og konum verið boðaðir, sem og fjölmiðlar. Bestu lið Domino´s deildarinnar, Haukar og Tindastóll, drógust saman annars vegar og KR og 1. deildarlið Breiðabliks hins vegar í karlaflokki.
Meira