feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.05.2018
kl. 13.59
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 29. skipti næsta laugardag, 2. júní, en það var þann 30. júní árið 1990 sem fyrsta hlaupið var haldið. Búist er við góðri þátttöku að vanda en á síðasta ári voru um 12 þúsund hlauparar með á 91 hlaupastað á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á átta stöðum á Norðurlandi vestra en vert er að geta þess að á Hofsósi og Borðeyri verður hlaupið á sunnudag og í Fljótum viku síðar, þann 10. júní. Hægt er að nálgast upplýsingar um vegalengdir og skráningu á heimasíðu hlaupsins.
Meira