Nýr heitur pottur í Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður
14.12.2017
kl. 08.37
Heiti potturinn í sundlauginni í Varmahlíð hefur verið óvirkur frá því í kringum 10. september sl. og gestir því ekki getað nýtt sér hann lengi. Að sögn Indriða Einarssonar sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar er ástæða bilunarinnar sú að vegna bilunar í stýrikerfi og mannlegra mistaka var of heitu vatni hleypt inn á pottinn sem varð til þess að sprungur komu í skel hans.
Meira