Fréttir

Jólalag dagsins – Komdu heim um jólin - Jólagestir Björgvins

Þar sem einungis eru 14 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Jólagestir Björgvins tóku saman lagið „Komdu heim um jólin“ á tónleikum þeirra í Höllinni 2016.
Meira

Aðventuhátíðir og ljósin kveikt á jólatré

Aðventuhátíðir verða haldnar í mörgum kirkjum á svæðinu á morgun, sunnudaginn 10. desember. Einnig verða ljósin tendruð á jólatrénu á Blönduósi. Það verður gert að aflokinni aðventuhátíð í Blönduóskirkju, um klukkan 17:00. Sungin verða jólalög og þar sem veður og færð eru með besta móti er trúlegt að einhverjir af hinum uppátækjasömu sonum Grýlu láti sjá sig. Jólatréð sem prýða mun Blönduósbæ þessi jólin er fengið úr Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga og er 10 metra hátt sitkahvítgreni sem gróðursett var í skóginum um 1964.
Meira

Jólatónleikar tónlistarskólanna

Jólatónleikar tónlistarskólanna verða haldnir næstu dagana og eru það viðburðir sem alltaf er skemmtilegt að sækja. Tónlistarskóli Húnaþings vestra ríður á vaðið og heldur sína tónleika í dag, laugardag. Þeir verða í Hvammstangakirkju og er tímasetning þeirra klukkan 13:00, klukkan 15:00 og klukkan 17:00. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að koma með kaffibrauð og foreldrafélag tónlistarskólans býður upp á kakó sem allir njóta eftir hverja tónleika.
Meira

Friðriki svarað

Það var athyglisvert viðtal við Friðrik G. Halldórsson, talsmann dragnótaveiðimanna í Feyki þann 22. nóvember 2017. Friðrik er búsettur á Seltjarnarnesi í kjördæmi sjávarútvegsdrottningarinnar. Fer hann frjálslega með sannleikann í tilsvörum og lætur vaða á súðum því hann er einn á miðunum með blaðamanninum og tilgangurinn helgar meðalið. Dragnótaveiðar hafa verið stundaðar hér á Skagafirði með hléum síðast liðin hundrað ár og hafa ætíð endað á sama veg, með ördeyðu og lokun fyrir dragnótaveiðum. Það hefur ætíð þurft mörg ár til að jafna sig aftur.
Meira

Jólalag dagsins – Komdu um jólin - Gunnar Ólason

Þar sem einungis eru 15 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Þar er hinn silkimjúki tónlistarmaður, Gunnar ólason, sem flytur hið silkimjúka lag Komdu um jólin.
Meira

Aðventuævintýri á Hólum

Á sunnudaginn næstkomandi, þann 10. desember, heldur kvenfélag Hólahrepps sína árlegu aðventuhátíð á Hólum í Hjaltadal. Hátíðin er haldin í samvinnu við Hóladeild Skógræktarfélags Skagafjarðar sem verður með jólatrjáasölu á Hólum á sama tíma.
Meira

Hannaði burðarvirki í brú á Hvammstanga í starfsnámi

Nýtt mannvirki reis fyrir skemmstu á Hvammstanga og sendi Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs við Háskólann í Reykjavík fréttt af því til Feykis.
Meira

Stólarnir náðu ekki að slökkva á Loga

Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Meira

Skákþingi Skagafjarðar lokið - Pálmi Sighvats Skagafjarðarmeistari

Pálmi Sighvatsson sigraði á Skákþingi Skagafjarðar, sem lauk sl. miðvikudagskvöldi en hann hlaut fullt hús stiga, 5 vinninga af 5 mögulegum. Titilinn hafði hann tryggt sér fyrir síðustu umferð með eins og hálfs vinnings forskot.
Meira

5,8 milljónir á Norðurland vestra í verkefni tengdum aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Í gær fór fram kynning á þeim 100 verkefnum sem valin voru úr innsendum tillögum til dagskrár aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Kynningin var haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum fulltrúum verkefna af öllu landinu. Alls bárust 169 tillögur og var sótt um rúmlega 280 milljónir króna og hlutu átta aðilar á Norðurlandi vestra alls 5,8 milljónir í styrki til sinna verkefna.
Meira