Fjölmennur fundur landbúnaðarráðherra með sauðfjárbændum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.08.2018
kl. 13.40
Fundur Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með sauðfjárbændum á Norðurlandi vestra var haldinn í Víðihlíð þann 15. þ.m. og var hann vel sóttur. Á fundinn mættu einnig Haraldur Benediktsson alþingismaður, sem veitti samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga formennsku og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og nýkjörinn formaður samninganefndar um endurskoðun sauðfjársamningsins.
Meira
