Fréttir

Meistaradeild KS 2018 - Lið Hofstorfunnar

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks er lið Hofstorfunnar en það er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson en með honum í liði er dóttir hans Ásdís Ósk, Bjarni Jónasson, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Lilja S. Pálmadóttir.
Meira

Jólalag dagsins – Jólasveinninn kemur í kvöld - Jólatónleikar Siggu Beinteins

Þar sem einungis 12 dagar eru til jóla og Stekkjastaur mættur á svæðið ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Lagið er Jólasveinninn kemur í kvöld og það er Sigga Beinteins og félagar sem syngja á árlegu jólatónleikum Siggu sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu 9. og 10. desember 2016. Þetta voru áttundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og þriðja árið í röð sem þeir voru haldnir í Hörpu.
Meira

Allt sjóðandi vitlaust í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu ÍR

Það var drama og æsispenna í sjóðbullandi Síkinu í kvöld þegar lið Tindastóls og ÍR slógust um sæti í fjögurra liða úrslitum Maltbikarsins. Gestirnir úr Breiðholtinu virkuðu sterkari framan af leik og voru átta stigum yfir fyrir lokafjórðunginn en Stólarnir sættu sig ekki við tap í kvöld og komust inn í leikinn með rosalegri baráttu og góðum varnarleik og hrifsuðu sigurinn af ÍR-ingum á lokakafla leiksins. Það reyndist því aðeins meira Malt í Stólunum en ÍR að þessu sinni og lokatölur 78-74.
Meira

Tindastóll-ÍR í Maltbikarnum í kvöld

Í kvöld fara fram síðustu þrír leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum og hefjast allir kl. 19:15. ÍR kemur á Krókinn og spurning hvort liðið verður búið að tanka meira malt þegar rimman hefst í Síkinu.
Meira

Laus staða eftirlitsdýralæknis í Norðvesturumdæmi

Á vef Matvælastofnunar er sagt frá því að stofnunin óski eftir því að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Norðvesturumdæmi með aðsetur á Sauðárkróki. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Jólatónleikar Lóuþræla 2017

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólaum á Borðeyri á morgun, þriðjudaginn 12. desember, kl. 20:30 og Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 13. desember, kl. 20:30
Meira

Fræðslufyrirlesturinn "Jólin og streitan".

Sálfræðisetrið hefur nú hafið starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi. Í tilefni þess ætlar Sofia B. Krantz, sálfræðingur, að bjóða íbúum upp á fræðslufyrirlestur sem hún nefnir Jólin og streita. Fyrirlesturinn verður haldinn í safnaðarheimilinu við Hvammstangakirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 17:00-18:00 og á Blönduósi í sal Félagsstarfs aldraðra í Hnitbjörgum fimmtudaginn 14. desember á milli kl. 18:00 og 19:00.
Meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks UMSS

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin 26. nóvember sl., en þar var verðlaunað afreksfólk UMSS á árinu 2017. Ísak Óli og Þóranna Ósk valin íþróttafólk UMSS.
Meira

Jólalag dagsins – Jólasveinn kæri- Edda Heiðrún Backman

Þar sem einungis eru 13 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Edda Heiðrún Backman syngur hér Jólasveinn kæri ásamt flottum kór ungmenna á plötunni Barnajól sem kom út árið 1991.
Meira

RÉTTINDI

Forréttindi, sérréttindi, kvenréttindi, mannréttindi, jafnrétti, umgengisréttur. Allt eru þetta íslensk orð, sem ætla mætti að nútíminn hefði í heiðri og lifði eftir í siðuðu samfélagi. Breyttir tímar hafa skerpt merkingu þeirra og breytt þjóðfélagsgerð fengið þeim annan farveg til eftirbreytni. Þó siðalögmál, kurteisi og tillitsemi, séu á öllum tímum grunnurinn að jafnræði og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Meira