Fréttir

Umferðaróhapp í Skagafirði

Bíll fór út af veginum nálægt Flatatungu í Skagafirði í gærdag og endaði í Norðurá. Tveir voru í bílnum og hlaut annar minniháttar meiðsli og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Akureyri skv. frétt mbl.is í gær.
Meira

Frosthörkur geta gert lítillega vart við sig

Þriðjudaginn 7. nóvember sl. komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í þessum mánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn sjö talsins og lauk honum kl. 14:30. Spágildi síðustu veðurspár, var að vanda vel viðunandi, að sögn veðurspámanna.
Meira

Smábátasjómenn óttast um afkomu sína

Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót, sem komið var á á árunum 2010 til 2013, féllu úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi frá 1. nóvember sl. Megin rökin fyrir banninu voru þau að friða innri hluta flóa og fjarða fyrir veiðum með dragnót og auka friðun grunnslóðar fyrir dregnum veiðarfærum og jafnframt mæta kröfum heimaaðila um verndun lífríkisins og skipulag hafsvæða. Dragnótabátum er því heimilt að veiða á ný, án landfræðilegra takmarkana, á Hrútafirði, Miðfirði, Húnafirði og Skagafirði.
Meira

Rabb-a-babb 153: Óli Sindra

Nafn: Ólafur Atli Sindrason. Árgangur: 1977. Hvað er í deiglunni: Svona fyrir utan að grípa í kennslu eru það hauststörfin á búgarðinum sem nú hellast yfir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að verða bóndi - en líka leikari (hvernig sem það átti nú að passa saman). Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Nú er ég léttur með Geira.
Meira

Ráðstefna um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi í Háskólanum að Hólum í Hjaltadal

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal heldur ráðstefnu um menntun í fiskeldi á Íslandi föstudaginn 10. nóvember. Fiskeldi er vaxandi iðnaður á Íslandi og þörfin fyrir starfsfólk, með menntun á hinum ýmsu sviðum, svo sem í verk-, tækni- og líffræðigreinum, eykst stöðugt. Á ráðstefnunni verður kynnt staða og vænt framtíð fiskeldisiðnaðarins á Íslandi, þörfin fyrir starfsfólk og fjallað um hvernig hægt er að gera fiskeldisiðnaðinn að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir nemendur.
Meira

Sundlaugin á Hvammstanga fær góða gjöf

Góðgerðasamtökin Gærurnar reka nytjamarkað á Hvammstanga undir slagorðinu „Eins manns rusl er annars gull“ þar sem unnið er út frá þeirri hugmynd að bjarga nothæfum hlutum frá urðun og koma þeim aftur í umferð. Markaðurinn hefur verið starfræktur yfir sumartímann undanfarin ellefu sumur með opnunartíma á laugardögum milli 11 og 16. Vörurnar sem seldar eru á markaðnum fá Gærurnar gefins, að mestu frá íbúum sveitarféalgsins.
Meira

Allt vitlaust að gera í dekkjaskiptunum

Mikið hefur verið að gera á dekkjaverkstæðum landsins undanfarið enda sá tími ársins að vetrardekkin ættu að vera komin undir alla bíla. Veturinn hefur minnt á sig og hálka víða á vegum landsins. Hjá Hjólbarðaþjónustu Óskars, sem staðsett er á Sauðárkróki, var mikið um að vera í morgun er blaðamaður leit við og hver bíllinn af öðrum afgreiddur af fagmennsku.
Meira

Viðurkenning fyrirmyndarverkefna

Skagfirðingurinn Gísli Felix Ragnarsson var á meðal þriggja nýútskrifaðra tómstunda- og félagsmálafræðinga sem hlutu viðurkenningu frá formönnum Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sín til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017.
Meira

Kæru vinir, ættingjar og stuðningsfólk

Það var á haustmánuðum sem að við í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps ákváðum að taka þátt í keppninni Kórar Íslands sem að haldin er á Stöð 2 eins og kunnugt er. Við vorum ekki of bjartsýnir í fyrstu með að við næðum að safna liði í þetta verkefni en það leystist og það vel. Við tóku strangar æfingar og svo undankeppnin 8. október sl.
Meira

Reynir Snær með tónlistarverðlaun í Texas

Skagfirðingurinn Reynir Snær Magnússon hlaut, ásamt félögum sínum í hljómsveit Rúnars Eff, tvenn tónlistarverðlaun í Texas. Auk þeirra tveggja fyrrnefndra eru þeir Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson og Stefán Gunnarsson í bandinu. Hafa þeir ferðast um Tennesse og Texas, þar sem þeir stoppuðu í Nashville, Memphis, Austin, Houston og Jefferson.
Meira