Fréttir

Húnavatnshreppur veitir styrki til ýmissa málefna

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman til fundar þann 8. nóvember síðastliðinn. Meðal efnis á dagskrá fundarins voru afgreiðslur á styrkbeiðni frá ýmsum aðilum. Samþykkti sveitarstjórn að úthluta styrkjum til ýmissa verkefna sem tengjast félagsstarfsemi, menntun, menningu og fleiru.
Meira

Kór Íslands er Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í lokaþættinum sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Kórinn sigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd og hlaut hann fjórar milljónir króna í sigurlaun.
Meira

Að tilheyra

Áskorandapenninn Kristín Guðmundsdóttir
Meira

KS-Deildin – Búið að ákveða keppnisdaga

Nú er ljóst hvaða daga verður keppt í KS- Deildinni í vetur en keppni mun hefjast þann 21.febrúar á gæðingafimi. Sú nýbreytni verður í mótaröðinni að eitt mót verður haldið á Akureyri og segir stjórn KS-Deildarinnar hlakka til komandi vetrar.
Meira

Kjúklingaborgarar með nan-brauði og tzatziki sósu og auðveldur eftirréttur

„Það er alltaf gaman að bregða út af vananum og fá sér aðeins öðruvísi borgara. Hér er uppskrift sem aldrei klikkar og allir ættu að smakka. Setjum með auðveldan eftirrétt og því er ekkert til fyrirstöðu að græja þetta strax,“ segja matgæðingarnir Hrund Pétursdóttir og Helgi Sigurðsson á Sauðárkróki í 42. tölublaði Feykis 2015..
Meira

Hester ökklabrotinn og gæti verið frá í þrjá mánuði

Eins og flestir stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls vita þá varð Antonio Hester, erlendur leikmaður Stólanna, fyrir slæmum meiðslum í sigurleiknum gegn liði Keflavíkur í gærkvöldi. Kappinn gat ekki stigið í fótinn eftir að hann virtist snúa sig en nú er komið í ljós að meiðslin voru alvarlegri en fyrst var talið því Hester er ökklabrotinn.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd á mánudaginn kemur, þann 13. nóvember, og hefst dagskráin klukkan 13. Á vef SSNV segir að á Haustdeginum megi fá svör við spurningum eins og: „Hvað er þetta með alla þessa kínversku ferðamenn? Ætli við séum tryggð fyrir því ? Hvernig fáum við fleiri Kana til okkar ? Hvað er að frétta af beina fluginu ?“ og mörgum fleiri sem brenna á ferðaþjónustuaðilum.
Meira

Pétur með stjörnuleik í Keflavíkinni

Tindastólsmenn tóku rúntinn suður í Keflavík í gær og léku á alsoddi gegn gestrisnum heimamönnum. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og lið Tindastóls mætti með fullan tank af baráttu og góðum liðsanda. Þeir höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og eftir að Hester varð frá að hverfa vegna meiðsla um miðjan annan leikhluta þá stigu menn bara upp og léku gestgjafana grátt. Lokatölu 88-97 fyrir Tindastól.
Meira

Hvatningarverðlaun dags gegn einelti – Verðlaunagripurinn gerður í FNV

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut hvatningarverðlaun dags gegn eineltis 2017. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þann 8. nóvember sl. og var það Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla sem tók við þeim. Verðlaunagripurinn sem veittur var er skagfirskur, smíðaður í FNV.
Meira

Samningur milli Bocus d’or Akademíunnar og Kaupfélags Skagfirðinga undirritaður

Samstarfssamningur milli Bocus d‘or Akademíunnar og Kaupfélags Skagfirðinga var nýverið undirritaður og endurnýjaður. Þar með er gerður samningur þess efnis að KS, Kaupfélag Skagfirðinga, ásamt dótturfélaginu Esju gæðafæði, verði einn af aðalstyrktaraðilum akademíunnar næstu tvö árin. „Mikilvægt fyrir okkur að styðja við bakið á íslensku keppendunum og ekki síður frábær leið til að kynna íslenska lambakjötið,” segir Hinrik Ingi Guðbjargarson.
Meira