Fréttir

Iðja hæfing fær höfðinglega gjöf frá Lionsklúbbunum í Skagafirði

Í gær, föstudaginn 3. nóvember, var hátíðleg stund í Iðju hæfingu á Sauðárkróki þegar Lionsklúbbarnir fjórir í Skagafirði færðu Iðju að gjöf skynörvunarherbergi það sem þeir hafa safnað fyrir undanfarna mánuði. Það var Magnús Svavarsson, fráfarandi formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks, sem afhenti Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra, gjafabréf fyrir herberginu ásamt árituðum skildi sem komið var fyrir við dyr herbergisins. Að því loknu klipptu Bragi Haraldsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson á borða við dyr herbergisins. Lionsklúbbarnir buðu viðstöddum upp á veitingar og öllum viðstöddum gafst kostur á að skoða herbergið og jafnvel að prófa að leggja sig í rúminu sem er sérútbúið til að örva skynfæri eða veita þeim slökun sem þar leggjast.
Meira

Ætla að laga vörumerkið „Knattspyrnudeild Tindastóls“

Knattspyrnudeild Tindastóls vinnur nú að því að breyta allri umgjörð yngriflokkastarfs félagsins og hafa þrír þjálfarar verið ráðnir í fullt starf til að sjá um verkefnið. Markmið deildarinnar er að bæta allt barna- og unglingastarf félagsins félaginu til heilla. Bergmann Guðmundsson, formaður deildarinnar, segir að klúbburinn verði að vera sýnilegri og gera þurfi vörumerkið „fótbolti á Króknum“ betra en það hefur verið í augum fólks hingað til.
Meira

Sýningar falla niður á Hróa hetti

Vegna dræmrar aðsóknar á aukasýningar á Hróa hetti, sem farið hefur hamförum á sviði Bifrastar undanfarnar vikur, hefur stjórn Leikfélags Sauðárkróks ákveðið að fella sýningar niður í dag og á morgun. Sunnudagssýningin verður þar með allra síðasta sýningin um þennan fræga útlaga í Skírisskógi.
Meira

Björg, Heiðdís Lilja og Ingólfur keppa fyrir Skagafjörð í Útsvari í kvöld

Í kvöld ættu Skagfirðingar að sitja límdir við sjónvarpsskái sína þegar lið Skagafjarðar mætir liði Vestmannaeyja í Útsvari á RÚV. Óskað var eftir ábendingum um fulltrúa í lið Skagafjarðar á Facebook síðu sveitarfélagsins í lok sumars og samkvæmt frétt á Skagafjörður.is barst fjöldi ábendinga og var því úr vöndu að ráða varðandi valið. Það eru þau Björg Baldursdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Ingólfur Valsson sem skipa lið Skagafjarðar í ár.
Meira

Hálka eða snjóþekja á vegum

Það var ekki laust við að sjónin sem við blasti þegar litið var út í morgun hafi verið nokkuð ókunnugleg enda hvítt orðið yfir öllu í fyrsta skipti á þessu hausti. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að hálkublettir, hálka eða snjóþekja er nú á öllum vegum á Norðurlandi og því er vissara fyrir þá sem þurfa að leggja land undir fót að hafa varann á.
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði 3. þáttur

Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði og hafa fallið í góðan jarðveg hjá áhorfendum. Umsjónarmenn Atvinnupúlsins í Skagafirði eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson. Í þáttunum er rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt
Meira

Sterkur sigur Stólanna á Haukum í hörkuleik

Tindastóll og Haukar mættust í fjörugum og sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld og líkt og vanalega þegar þessi lið mætast þá var leikurinn æsispennandi fram á lokamínútu leiksins þegar molnaði undan sóknarleik gestanna sem settu síðan Sigtrygg Arnar ítrekað á vítalínuna þar sem kappinn feilaði ekki, setti niður sex víti á síðustu mínútunni. Það var síðan Cairdarinn sem innsiglaði sigur Tindastóls með flautuþristi. Lokatölur 91-78.
Meira

Haukar mæta í Síkið í kvöld

Fimmta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld. Tindastólsmenn verða heima í Síkinu og mæta þar sprækum Haukum og hefst leikurinn kl. 19:15 og stuðningsmenn Stólanna eru að sjálfsögðu hvattir til að fjölmenna. Stólarnir eru efstir í deildinni með jafnmörg stig og KR, Keflavík og ÍR, með sex stig eftir fjóra leiki. Haukar eru síðan í þéttum pakka liða sem unnið hafa tvo leiki og tapað tveimur.
Meira

Síðasti séns að sjá Hróa hött

Þrjár aukasýningar hafa verið settar á hjá Leikfélagi Sauðárkróks á leikritinu um Hróa hött sem sýnt er þessa dagana. Allra síðasta sýning verður nk. sunnudag.
Meira

KS deildin heldur áfram

Nú er það ljóst að KS-Deildin, hið vinsæla hestaíþróttamót sem haldið hefur verið í reiðhöllinni á Sauðárkróki sl. áratug, mun verða á dagskrá í vetur. Sagt var frá því fyrir skemmstu að útlit væri fyrir því að ekki yrði keppt í KS deildinni í vetur.
Meira