Iðja hæfing fær höfðinglega gjöf frá Lionsklúbbunum í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
04.11.2017
kl. 13.54
Í gær, föstudaginn 3. nóvember, var hátíðleg stund í Iðju hæfingu á Sauðárkróki þegar Lionsklúbbarnir fjórir í Skagafirði færðu Iðju að gjöf skynörvunarherbergi það sem þeir hafa safnað fyrir undanfarna mánuði. Það var Magnús Svavarsson, fráfarandi formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks, sem afhenti Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra, gjafabréf fyrir herberginu ásamt árituðum skildi sem komið var fyrir við dyr herbergisins. Að því loknu klipptu Bragi Haraldsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson á borða við dyr herbergisins. Lionsklúbbarnir buðu viðstöddum upp á veitingar og öllum viðstöddum gafst kostur á að skoða herbergið og jafnvel að prófa að leggja sig í rúminu sem er sérútbúið til að örva skynfæri eða veita þeim slökun sem þar leggjast.
Meira