Fréttir

Rúnar Þór safnar fyrir ferð á slóðir Lord of the Rings

Rúnar Þór Njálsson frá Blönduósi á sér þann draum að ferðast á vit ævintýra, alla leið til Nýja-Sjálands í 14 daga skoðanatúr og bralla ýmislegt tengt sagnaveröld Lord of the Rings. Rúnar Þór er 26 ára gamall og bundinn hjólastól en hann fæddist þremur mánuðum fyrir tímann, aðeins 4 merkur/1kg og er með CP fjórlömun. Til þess að geta fjármagnað drauminn hefur hann stofnað fjámögnunarsíðu á netinu en ferðin fyrir hann og aðstoðarfólk kostar um 27.000, evrur.
Meira

Ertu að grínast í mér?

Nk. fimmtudag, 8. mars, stendur Sveitarfélagið Skagafjörður fyrir námskeiði um þátttöku í sveitarstjórn undir yfirskriftinni, Ertu að grínast í mér? Nei, okkur er full alvara! Við viljum að þú takir þátt! Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi, hvort sem þeir hafa þegar hlotið einhverja reynslu af störfum sveitarfélaga eða ekki.
Meira

Norðlingabók, tveggja binda stórvirki Hannesar Péturssonar, komin út

Bjartur hefur, í samvinnu við Opnu, gefið út Norðlingabók eftir skagfirska stórskáldið Hannes Pétursson en þar er að finna alla sagnaþætti skáldsins í tveimur bindum. Hannes er löngu landskunnur sem eitt helsta ljóðskáld þjóðarinnar og hefur stundum verið kallaður síðasta þjóðskáldið.
Meira

Mette Mannseth og Karl frá Torfunesi sigruðu í gæðingafiminni

Fyrsta mót Meistaradeildar KS var haldið á Sauðárkróki í gærkvöldi þar sem keppt var í gæðingafimi. Í forkeppni sáust margar ágætar sýningar og nokkuð fjölbreyttar útfærslur. Þær bestu voru mjög góðar og skemmtilegar áhorfs, segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni. „Það er ljóst að ef knapar koma vel undirbúnir til leiks þá er þessi keppnisgrein mjög svo áhorfendavæn. Þar þarf allt að spila saman, góð útfærsla æfinga, góður hestur og síðast en ekki síst góð tónlist sem hæfir.“
Meira

Spurningakeppni í Borgarbókasafninu um fólkið í Hrútadal og skapara þess

Þeir eru ófáir sem hafa rennt sér í gegnum bækur skagfirska rithöfundarins Guðrúnar frá Lundi og sumir jafnvel með flest á hreinu varðandi sögurnar. Nú gefst þeim hinum sömu tækifæri til að láta ljós sitt skína því í dag fer fram spurningakeppni þar sem spurt verður úr verkum Guðrúnar í Borgarbókasafninu / Menningarhúsi Grófinni í Reykjavík fyrir sunnan í dag.
Meira

Framtíðaruppbygging við Þrístapa

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa eftir ráðgjafa eða ráðgjafafyrirtæki til að starfa með sveitarfélaginu að framtíðaruppbyggingu á Þrístöpum og gestastofu sem staðsetja á í nágrenni við Þrístapa.
Meira

Síðdegissamkomur í Húnabúð í Skeifunni í mars

Húnvetningafélagið, U3A og Sögufélagið Húnvetningur hafa undanfarna vetur staðið saman að fundaröð í Húnabúð í Skeifunni 11 í Reykjavík. Fundirnir hefjast á morgun, 1. mars klukkan 17:00 og verða þrjá fimmtudaga í röð.
Meira

Keypti heddsett um leið og Doobie's til að trufla ekki jólin / STEBBI GÍSLA

Skagfirðingurinn og öðlingurinn Stebbi Gísla (1954) er uppalinn í Miðhúsum í Akrahreppi. Auk þess að taka Heimismenn til kostanna þá er Stebbi fimmta hjólið undir vagni Álftagerðisbræðra en hann spilar undir hjá þeim hvert sem leið þeirra liggur. Eins og margur skagfirskur tónlistarmaðurinn kom hann líka við í Hljómsveit Geirmundar...
Meira

Alexandersflugvöllur kjörinn varaflugvöllur millilandaflugs

Það hefur lengi verið í umræðunni að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og hefur tillaga til þingsályktunar verið lögð oftar en einu sinni fyrir á Alþingi. María Björk Ingvadóttir sjónvarpskona á N4 fékk Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra úr Skagafirði og Sigfús Inga Sigfússon til sín í settið til að ræða þann möguleika að gera völlinn að besta varaflugvelli landsins.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í 60m grind

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um síðustu helgi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Á mótinu keppti fremsta frjálsíþróttafólk landsins og var hörkukeppni í flestum greinum. Á heimasíðu Tindastóls segir að sex Skagfirðingar hafi verið á meðal keppenda þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ísak Óli Traustason, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Óli Svavarsson, Vignir Gunnarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Meira