Fréttir

Iðnaðarhúsið að Borgarflöt 17-19 risið

Búið er að reisa grind hússins við Borgarflöt 17-19 á Sauðárkróki en þar byggir félagið ÞERS Eignir ehf, iðnaðar- og geymsluhúsnæði. Húsið skiptist í 12 bil sem eru 68fm hvert um sig með fimm metra vegghæð. Eignir ehf, er í eigu tveggja para, Ragnars Helgasonar, Erlu Hrundar Þórarinsdóttur, Þrastar Magnússonar og Sigríðar Kristínar Björnsdóttur.
Meira

María Finnbogadóttir á HM unglinga

María Finnbogadóttir, frá skíðadeild Tindastóls er þátttakandi á HM unglinga í Alpagreinum sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss. Á þriðjudaginn keppti hún í stórsvigi kvenna þar sem hún stóð sig með ágætum og hafnaði í 56. sæti af 102 keppendum. Í gær keppti María svo í svigi en þar átti hún það sameiginlegt með fjölda annarra þátttakenda að ljúka ekki fyrri ferð
Meira

Grunsemdir Sigurlaugar eru ekkert minna en hræðilegar

Sigurlaug Axelsdóttir, kirkjuvörður og rollubóndi, hringdi í Dreifarann á dögunum og sagðist vera orðin verulega áhyggjufull. „Já, ég held að hann Palli minn, maðurinn minn sko, sé alveg að missa það. Hann hefur nú alltaf verið upp eins og fjöður á morgnana þó hann hafi nú kannski ekki verið upp á sitt besta svona eftir jólin. En hann hefur nú yfirleitt náð sér á skrið í kringum þorrablótin, mætt með kúffullt trogið og verið kátur. Núna vildi hann ekki hafa neitt með sér nema súrar gúrkur frá ORA. Ég skil þetta bara ekki.“
Meira

Vont veður í vændum

Appelsínugul viðvörun gildir fyrir Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra en búist er við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi, vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Á vef Veðurstofunnar segir að þessu fylgi lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði með tilheyrandi samgöngutruflunum og er fólki ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið.
Meira

Haförninn Höfðingi floginn á braut

Eins og greint var frá á Feyki.is og í nýjasta tölublaði Feykis, fangaði bóndinn á Staðarbakka í Miðfirði, Þórarinn Rafnsson, haförn á laugardag í siðustu viku. Þar sem örninn virtist eitthvað lemstraður og átti erfitt með flug ákvað Þórarinn, í samráði við Höskuld B. Erlingsson, lögregluþjón og fuglaáhugamann á Blönduósi að fara með fuglinn, sem þeir nefndu Höfðingja, suður og hittu þeir þar fyrir Kristin H. Skarphéðinsson, fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun, sem tók Höfðingja til aðhlynningar.
Meira

Perlað af Krafti í Hörpu

Sunnudaginn, 4. febrúar, hvetur Kraftur landsmenn alla til að mæta í Hörpuna milli 13 og 17 og perla armbönd til styrktar félaginu. Kraftur stefnir á Íslandsmet í fjölda manns við armbandagerð.
Meira

Villa í uppskrift í nýjasta tölublaði Feykis

Þau hvimleiðu mistök urðu í nýjasta tölublaði Feykis sem út kom í gær að lína féll út í einni uppskriftinni þannig að kjúklingavefjurnar urðu kjúklingalausar og standa því varla undir nafni, hvað þá bragði. Hér með fylgir uppskriftin eins og hún á að vera um leið og beðist er innilega afsökunar á þessari skyssu.
Meira

Heitavatnslaust í hluta iðnaðarhverfisins á Sauðárkróki

Verið er að gera við heimtaug við Loðskinn og þess vegna þarf að loka fyrir rennsli á heitu vatni í hluta iðnaðarhverfisins, Víðimýri og Ártorgi. Búast má við vatnsleysi á öllu þessu svæði í um klukkustund, en eftir það mun vatnið koma á að hluta til, segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. Búast má við lengra vatnsleysi í Víðimýri 1, 4-6 og Borgarmýri, en reynt verður að hraða verkinu eins og hægt er.
Meira

Orðsending til knapa

Matvælastofnun vill koma því á framfæri við knapa landsins nú þegar keppnistímabilið er að hefjast í hestaíþróttum að samkvæmt reglugerð um velferð hrossa er notkun á mélum með tunguboga og vogarafli bönnuð í hvers kyns sýningum og keppni.
Meira

Rabb-a-babb 157: Lee Ann

Nafn: Lee Ann Maginnis. Árgangur:1985. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Alla og Jóhönnu og er alin upp á Blönduósi frá sjö ára aldri. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í heild sinni. Fylgdist með þeim í Hollandi og þrátt fyrir slæmt gengi brostu þær framan í alla stuðningsmennina og sinntu okkur eftir leik með eiginhandaáritunum, myndatökum og spjalli.
Meira