Fréttir

Stelpurnar í hörkuslag í bikarnum

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls taka á móti Fylki í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 19:15 í kvöld. Ljóst er að stelpurnar munu eiga við erfiða andstæðinga þar sem Fylkisstelpur leika í Pepsideildinni deild ofar en Stólastúlkur.
Meira

Klaufirnar klipptar í flottheita stól

Nú er sá tími að kindum er sleppt á fjall og þá er nú betra að þær séu í þokkalegu standi fyrir sumarið. Eitt af því sem bændur þurfa að huga að áður en ærnar fá að fagna frelsi er að snyrta klaufir þeirra, oftast er það gert með því að setja þær á rassinn og bogra svo yfir þeim meðan klippt er, og getur það verið hið mesta erfiðisverk.
Meira

Lundasýning opnar á morgun

Puffin and friends nefnist sýning sem opnuð verður á morgun laugardag á Aðalgötu 24 á Sauðárkróki sem í dag gengur undir nafninu Engill eða Engilshúsið sem hýsti áður rafmagnsverkstæðið Tengil. Sýningin hefst klukkan 11 árdegis. Hér er um sýningu að ræða sem gaman er fyrir ferðamenn sem og heimafólk að skoða.
Meira

Kormákur/Hvöt fær Hrunamenn í heimsókn

Meira

Stjórn félags yfirlögregluþjóna mótmælir

Stjórn félags yfirlögregluþjóna hefur skrifað dómsmálaráðherra bréf þar sem þeirri ákvörðun að vísa Kristjáni Þorbergssyni, yfirlögregluþjóni á Blönduósi, úr starfi er mótmælt harðlega.
Meira

Fara í næsta leik til að vinna

Karlalandsliðið í körfubolta tapaði á móti Andorra í gær 83:81 á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Liðið hefur keppt þrjá leiki og er með tvö töp og einn sigur. Ísland leikur gegn Lúxemborg í dag kl. 17:30 og Svartfjallalandi á morgun kl. 15:00.
Meira

Verða loftlínur í aðalskipulagstillögu Skagafjarðar?

Áhugafólk um ásýnd Skagafjarðar hefur boðað til upplýsinga- og umræðufundar í Miðgarði á morgun, laugardaginn 3. júní kl. 14. Til umræðu verða áform sveitarstjórnar um að festa í sessi stóriðjulínu í aðalskipulag Skagafjarðar þrátt fyrir að Landsnet hafi tekið Blöndulínu 3 út úr framkvæmdaáætlun og hafi tilkynnt að fyrirtækið ætli að vinna nýtt umhverfismat vegna línunnar þar sem jarðstrengur verður tekinn til mats.
Meira

Jón Gísli valinn í landsliðsúrtak

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 2002 fer fram á Akranesi, dagana 12. - 16. júní nk. og mun Dean Martin þjálfari U16 hafa umsjón með mótinu. Jón Gísli Eyland Gíslason úr Tindastól hefur verið valinn í hóp 30 manna sem taka þátt.
Meira

FISK stækkar hráefniskæli og starfsmannaaðstöðu

Um síðustu helgi hófust framkvæmdir við viðbyggingu við fiskvinnslu FISK Seafood við Eyrarveg 18 á Sauðárkróki. Til stendur að stækka hráefniskæli fyrirtækisins um 280 fm og stækka inngang og starfsmannaaðstöðu um 70 fm, samtals 350 fm.
Meira

Pétur Rúnar með 7 stig í stórsigri Íslands

Það var mikil stemmning hjá áhorfendum í körfuboltahöllinni í gærkvöldi þegar karlalandslið San Marínó mætti karlalandsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir einmitt í San Marínó. Skagfirðingurinn og Tindastólskappinn, Pétur Rúnar Birgisson, er í liði Íslands sem sigraði með 42 stigum, 95:53.
Meira