Fréttir

Hljóðleiðsögn um torfhúsin á Lýtingsstöðum

Á Lýtingsstöðum í Skagafirði var nýlega sett upp hljóðleiðsögn um torfhúsin sem þar eru staðsett en þar er fólk frætt um Lýtingsstaði, torfhúsin á Lýtingsstöðum, íslenska hestinn og hlutina sem tengjast hestinum og landbúnaði og eru til sýnis í torfhúsunum. Um er að ræða skemmtilega blöndu af fróðleik og tónlist og tekur um það bil hálftíma.
Meira

Deiliskipulag fyrir Kolugljúfur

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur í Víðidal og aðliggjandi umhverfi. Skipulagssvæðið er um 7,8 ha að stærð og tilheyrir tveimur jörðum, Bakka að vestan en Kolugili að austan.
Meira

Fagnaðu súkkulaðiísdeginum í dag

Uppruni Súkkulaðiísdagsins er óþekkt en talið er að Ítalir hafi fyrstir byrjað á því að frysta heitt súkkulaði árið 1692. Vanilluís er reyndar talinn vera vinsælasta bragðtegundin en eftir að súkkulaðiís kom á markaðinn þá hefur hann verið sú bragðtegund sem er hvað mest nálægt því að steypa vanilluísnum af pallinum.
Meira

Aðalfundur Leikfélagsins í kvöld

Leikfélag Sauðárkróks heldur aðalfund sinn í kvöld 7. júní klukkan 20:00 í Bifröst gengið inn að norðan. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. sagt frá hugmynd að breyttu æfingatímabili sem og að fyrir liggur að taka stórar ákvarðanir í sambandi við húsnæðismál.
Meira

Undirskriftarsöfnun gegn brottvikningu Kristjáns

Í gær var sett af stað undirskriftarsöfnun til að mótmæla fyrirvaralausri brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi úr starfi. Skorað er á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afturkalla „þessa aðför óreynds lögreglustjóra að lögreglumanni og að ríkið standi að fullu við fyrirheit fyrrverandi ráðherra dómsmála,“ eins og segir á vef undirskriftarsöfnunarinnar.
Meira

Auglýst eftir umsóknum til Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu, að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi á svæðinu. Hér er fyrst og fremst um verkefna- og framkvæmdastyrki að ræða en ekki rekstrarstyrki eða styrki til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.
Meira

Þórálfur og Þórarinn Eymunds settu heimsmet

Það er ekki á hverjum degi sem sett eru heimsmet í kynbótadómi en það gerðu þeir Þórálfur frá Prestsbæ og Þórarinn Eymundsson á Sauðárkróki á sýningu á Akureyri fyrir helgi. Fyrra met átti Spuni frá Vesturkoti, úr ræktun Finns Ingólfssonar, með aðaleinkunnina 8.92 en Þórálfur skreið yfir hann nú með aðaleinkunn upp á 8.94. Fyrir sköpulag hlaut hann 8.93 og 8.95 fyrir hæfileika.
Meira

Samþykkjum aldrei loftlínu!

Á opnum fundi áhugafólks um ásýnd Skagafjarðar, sem haldinn var í Varmahlíð sl. laugardag, kom skýrt fram að landeigendur í Skagafirði munu ekki samþykkja lagningu loftlína um lönd sín. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að á fundinum hafi komið fram að sveitarfélagið Skagafjörður vinni nú að breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar þar sem til stendur að setja stóriðjuloftlínur inn á skipulag, þrátt fyrir að Landsnet hafi nú tekið Blöndulínu 3 út af framkvæmdaáætlun og ætli að vinna umhverfismat fyrir línuna upp á nýtt.
Meira

Sterkir hestar í öllum flokkum

Um helgina fór fram félagsmót og úrtaka hestamannfélagsins Skagfirðings á Sauðárkróki. Á heimasíðu félagsins segir að sterkir hestar hafi keppt í öllum flokkum og fóru leikar svo að A-flokkinn sigraði Trymbill frá Stóra-Ási og Mette Mannseth með einkunnina 8,91. Í B-flokki var það Oddi frá Hafsteinsstöðum með knapa sínum Skapta Steinbjörnssyni sem sigraði með 8,90.
Meira

Pálmi Geir fær stórt tækifæri hjá Þór

Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Geir Jónsson hefur yfirgefið herbúðir Tindastóls og er gengin til liðs við Þór á Akureyri og mun leika með liðinu í Domino´sdeildinni á komandi leiktíð. Pálmi Geir er framherji og segir á heimasíðu Þórs að hann komi til með að styrkja hópinn hjá Þór verulega enda mikils vænst af honum.
Meira