Hreint mataræði í Skagafirði – Þúsundasti þátttakandinn
feykir.is
Skagafjörður
06.02.2018
kl. 14.40
Þann 27. febrúar ætlar Guðrún Bergmann að hefja námskeið um hreint mataræði, námskeið sem leiðir þátttakendur í gegnum 24ra daga hreinsikúr, sem byggist á mataræði, bætiefnum og jákvæðu hugarfari. Tveir sameiginlegir fundir eru fyrirhugaðir að Löngumýri og að auki verða tveir fjarfundir. Í þau tæplega þrjú ár sem Guðrún Bergmann hefur haldið námskeiðin sín hafa þau verið vel sótt. Svo vel að einhver af þeim næstu sextán sem skrá sig á námskeiðið verður þúsundasti þátttakandinn.
Meira
