Fréttir

Opið hús í listamiðstöðinni Nesi í dag

Í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður opið hús í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd þar sem listamenn nóvembermánaðar munu sýna verk sín. Opið verður frá klukkan 16 til 18 en milli klukkan 16:30 og 17:15 fer fram samspil leiklistar og persneskrar fiðlu, kvikmyndasýning, upplestur úr skáldsögu og kynning á rannsókn á bæjarskipulagi Skagastrandar. Klukkan 17:30 verður tónlist, ljóð og sjónlistasýning í kaffistofunni Einbúastíg 2.
Meira

Nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra

Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Ingibjörg er fædd og uppalinn í Húnaþingi og býr ásamt fjölskyldu sinni að Syðsta-Ósi í Miðfirði. Tekur hún við starfinu af Guðrúnu Ragnarsdóttur sem hefur sinnt því sl. 38 ár en hún varð 67 ára þann 1. september sl. Í samræmi við starfsmannastefnu Húnaþings vestra sótti Guðrún um að færa sig í minna krefjandi starf og minnka við sig starfshlutfall.
Meira

Holtavörðu- og Öxnadalsheiði lokaðar - Appelsínugul viðvörun

Appelsínugul viðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Norðan hvassviðri er á norðurlandi allt að 18-23 m/s og snjókoma, talsverð á Tröllaskaga. Skafrenningur og skyggni mjög lítið og ekkert ferðaveður.
Meira

Styrktarkvöldi á Hofsósi frestað

Styrktarkvöldinu (Pub Quizinu) sem vera átti í Höfðaborg á Hofsósi annað kvöld, föstudag 24. nóvember, verður frestað um óákveðinn tíma vegna óhagstæðrar veðurspár.
Meira

Vel mætt á íbúafund um gamla bæinn á Króknum

Íbúafundur var haldinn í fundarsal Svf. Skagafjarðar í Húsi frítímans í gær, 21. nóvember, um verkefnið verndarsvæði í byggð. Þar voru kynntar tillögur að verndun gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Meira

„Hrútafundi“ í Skagafirði frestað fram á sunnudag

Kynningafundur Búnaðarsambands Skagfirðinga á hrútakosti sæðingastöðvanna sem vera átti í kvöld 23. nóv. verður frestað vegna veðurs.
Meira

Röskun á skólahaldi og árshátíð frestað í Varmahlíðarskóla

Vonskuveður er nú um norðanvert landið og spáir Veðurstofan norðan 18-23 m/s með talsverðri snjókomu eða skafrenningi. Búast má við slæmu skyggni og slæmu ferðaveðri bæði á fjallvegum og láglendi. Veðurhorfur á landinu eru þær að á morgun dragi úr úrkomu fyrir norðan og austan og vind fari að lægja um vestanvert landið.
Meira

Leikhópur FNV frumsýnir Bugsy Malone

Á morgun föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930.
Meira

Söng Singin' In the Rain í tíma og ótíma / ÚLLI HAR

Úlfar Ingi Haraldsson, eða Úlli Har eins og hann var kallaður þegar hann bjó á Smáragrundinni á Króknum, er af árgangi 1966. Hann er fæddur á Sauðárkróki en ólst að hluta til upp í Skagafirði og Reykjavík. Foreldrar hans eru Hallfríður Hanna Ágústsdóttir (frá Kálfárdal) og Haraldur Tyrfingsson. Bassinn náði snemma tökum á Úlfari og nú er hann sprenglærður á hljóðfærið. „Aðalhljóðfæri er kontrabassi og bassagítarar en ég spila líka töluvert á píanó og gítar,“ segir hann.
Meira

Kiwanisklúbburinn Freyja hjálpar konum í neyð

Félagar í Kiwanisklúbbnum Freyju í Skagafirði ákváðu að finna á heimilum sínum fatnað, hlý föt, óopnaðar hreinlætisvörur og annað sem gæti nýst til að sinna grunnþörfum þeirra kvenna sem sækja sér þjónustu í Konukot í Reykjavík, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur.
Meira