Fréttir

María Dögg í úrtakshóp – skoraði tvö mörk á móti Haukum

María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður 3. flokks kvenna í Tindastól hefur verið valin í úrtakshóp 16 ára landsliðs Íslands. Jörundur Áki þjálfari liðsins valdi 29 leikmenn sem munu æfa í Reykjavík 16. og 17. júní. Í kjölfarið verður síðan valinn hópur til þess að spila á Norðurlandamóti u-16 kvenna í Finnlandi 29. júní - 7. júlí.
Meira

Feðgar unnu í Opna KS mótinu

Fyrsta opna golfmót sumarsins, Opna KS mótið, hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var haldið á Hlíðarendavelli í gær. Rjómablíða var nánast allan tímann og völlurinn hefur aldrei verið eins góður í byrjun golfvertíðar og núna í ár. Á heimasíðu GSS segir að leikið hafi verið með Texas Scramble fyrirkomulagi og voru 18 lið skráð til leiks eða samtals 36 kylfingar.
Meira

Fornbílnum rennt úr hlaði

Pökkun safnkosts Byggðasafns Skagfirðinga í Minjahúsinu á Sauðárkróki fer fram um þessar mundir fyrir flutning safnsins. Á föstudaginn var sótti Björn Sverrisson Ford A bifreið sína, árgerð 1930, sem hefur verið til sýnis í Minjahúsinu um árabil. Honum færður blómvöndur og innilegar þakkir fyrir lánið á glæsibifreiðinni og gott samstarf í gegnum árin.
Meira

Trump dregur Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu

Eru þau þá hætt að flokka í Hvíta húsinu?
Meira

Lukku-Láki í liði með Magna

Það er löngu ljóst að sanngirni og knattspyrna fara ekki alltaf saman. Í dag máttu Stólarnir horfast í augu við þriðja tapið í röð í 2. deildinni og að þessu sinni var um að ræða rán og það um hábjartan dag. Magnamenn áttu ekki mikið skilið á Sauðárkróksvelli en þeir fengu óvænta gjöf þegar þeir fengu boltann á silfurfati á 92. mínútu og gerðu sigurmark leiksins. Lokatölur 1-2 fyrir Grenvíkinga gegn lánlausum Tindastólsmönnum.
Meira

Reykjavík fyrir sunnan

Áskorandapistill Agnesar Skúladóttur
Meira

Ellefu konur útskrifast úr Brautargengi

Í vetur stóð Nýsköpunarmiðstöð fyrir námskeiðinu Brautargengi á Norðurlandi vestra og nýlega uppskáru ellefu dugmiklar konur úr Húnavatnssýslum og Skagafirði árangur erfiðis síns.
Meira

Uppáhalds uppskriftir fjölskyldunnar

Það voru þau Jensína Lýðsdóttir og Bjarni Ottósson á Skagaströnd sem leyfðu lesendum að fá innsýn í uppáhaldsuppskriftirnar sínar í 22. tölublaði Feykis árið 2015. „Uppskriftirnar eru úr öllum áttum en eiga það sameiginlegt að vera í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Það eru engin jól nema hafa humarsúpuna á borðum. Og heiti rétturinn er eiginlega eini heiti rétturinn sem er gerður á heimilinu þessa stundina,“ sögðu sælkerarnir Jensína og Bjarni
Meira

Stelpurnar slógu Fylki út úr bikarnum

Stelpurnar í Tindastól gerðu sér lítið fyrir og unnu Fylki í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld með tveimur mörkum gegn einu. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins úr víti á 27. mínútu leiksins sem fyrrum leikmaður Tindastóls, Jesse Shugg, fiskaði. Ekki liðu margar sekúndur frá því að Fylkisstúlkur fögnuðu marki sínu að Stólarnir tóku miðju, brunuðu upp völlinn og Madison Cannon jafnaði metin í 1 – 1 en þannig var staðan í hálfleik.
Meira

Fáðu þér kleinuhring í dag

Af hverju? jú það er alþjóðlegi kleinuhringjadagurinn í dag.... Þessi siður var tekinn upp í fyrri heimstyrjöldinni og var tilgangurinn með honum að gleðja Bandaríska hermenn sem gegndu herþjónustu og til að minna þá á heimahagana. En við hér á klakanum ætlum bara að borða þá til að gleyma, gleyma öllum aukakílóunum, því við erum jú næst feitasta þjóð í heimi:)
Meira