Fréttir

1-1-2 dagurinn á Blönduósi heppnast einstaklega vel

1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á Blönduósi í gær og var gestum og gangandi við það tækifæri boðið að kynnast viðbragðsaðilum af svæðinu og búnaði þeirra, eftir að viðbragðstækin höfðu keyrt hring um bæinn. Einnig var Hauki Eldjárni Gunnarssyni úr Blönduskóla veitt verðlaun fyrir þátttöku og rétt svör í eldvarnargetrauninni sem 3.bekkingar í Blönduskóla og Húnavallaskóla tóku þátt eftir árlegt eldvarnarátak.
Meira

Tónleikar Heimis á Blönduósi 20. febrúar - LEIÐRÉTT DAGSETNING

Þau leiðu mistök urðu að dagsetning tónleika Karlakórsins Heimis í Blönduóskirkju misritaðist í auglýsingu í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:30 en ekki þann 13. eins og kom fram í auglýsingu.
Meira

Tvær skagfirskar stúlkur verðlaunaðar á Nýsveinahátíð IMFR

Á nýsveinahátíð IMFR sem haldin var sl. laugardag, í Tjarnarsal Ráhúss Reykjavíkur, fengu tvær skagfirskar stúlkur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sínu fagi, framreiðsluiðn.
Meira

Félagsvist í Safnaðarheimilinu

Kvenfélag Skarðshrepps heldur félagsvist í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. febrúar klukkan 15:00.
Meira

Selarannsóknir við Selasetur Íslands 2008-2020

Opinn fyrirlestur verður haldinn á Selasetri Íslands á Hvammstanga 20 febrúar þar sem flutt verður samantekt af selarannsóknum sem hafa verið stundaðar við Selasetrið, ásamt þýðingu þeirra fyrir samfélag og selastofna.
Meira

Stólar í undanúrslitum í kvöld

Það er komið að því! Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:15. Stuðningsfólk allt er hvatt til að mæta bæði sunnan heiða sem annars staðar af að landinu og ætlar Sveitafélagið Skagafjörður að bjóða upp á rútuferð á leikinn. Þeir sem ætla að nýta sér rútuna þurfa að skrá sig á viðburð á Facebook. Brottför er frá íþróttahúsinu kl 13:00 en stoppað verður í Keiluhöllinni fyrir leik þar sem tilboð verða í gangi.
Meira

Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Þetta kemur fram á heimasíðu Samband íslenskra sveitarfélaga. En í gær var samþykktur nýr kjarasamningur sambandsins Starfsgreinasambandið (SGS), með 80% greiddra atkvæða. Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.
Meira

Hólmfríður Sveinsdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd Sjávarútvegsráðstefnunnar

Fyrir helgi afhenti Íslenski Sjávarklasinn viðurkenningar til aðila sem hafa eflt samstarf innan klasans og hlutu að þessu sinni þrír aðilar viðurkenningar. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefnunnar, tók við viðurkenningu fyrir hönd Sjávarútvegsráðstefnunnar sem hún hlaut fyrir brautryðjandastarf við að tengja fólk í sjávarútvegi saman. Aðrir sem fengu viðurkenningu voru Spark og Navís.
Meira

Opinn fundur um eftirmál desemberveðursins

Næstkomandi fimmtudag, þann 13. febrúar, klukkan 20:00 boðar Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda til opins fundar í Víðihlíð um eftirmál óveðursins sem gerði fyrir miðjan desember síðastliðinn.
Meira

Fyrir og eftir rafmagn :: Áskorandapenni Bragi Guðmundsson

Það var myrkur í Svínadal þegar ég var að alast upp á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Myrkur í þeim skilningi að veiturafmagn var ekki komið í dalinn og heimarafstöð aðeins á einum bæ, Grund. Þar lýsti ljós sem vakti aðdáun og barninu e.t.v. dálitla undrun.
Meira