Fréttir

Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður

Stofnað hefur verið félagið Garðyrkjuskóli Íslands af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Tilgangur félagsins er að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina. Forsvarsfólk félagsins hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.
Meira

Góður júlí hjá frjálsíþróttafólki Tindastóls

Meistaramót Íslands í frjálsum var haldið í júlí. Annars vegar var 15-22 ára mótið haldið helgina 18.-19. júlí í Kaplakrika og Meistaramótið sjálft haldið á Þórsvelli Akureyri helgina 25.-26. júlí. Að venju stóðu keppendur Tindastóls sig vel.
Meira

Atvinnuráðgjafi hjá SSNV með með nýsköpun sem sérsvið

Kolfinna Kristínardóttir hefur verið ráðin til SSNV sem atvinnuráðgjafi með áherslu á nýsköpun. Kolfinna hefur MA próf í hagnýtri menningarmiðlun og Bs próf í ferðamálafræði. Í tilkynningu frá SSNV kemur fram að Kolfinna hafi sett upp Matarhátíð í Skagafirði í tengslum við meistaraverkefni sitt þar sem áhersla var lögð á nýsköpun í matarmenningu og kynningu á skagfirsku hráefni og framleiðslu.
Meira

Líf og fjör á reiðnámskeiði á Skagaströnd

Það hefur verið líf og fjör á reiðnámskeiði Hestamannafélagsins Snarfara á Skagaströnd og Reiðskóla Eðalhesta í sumar en seinna námskeið sumarsins hófst í gær og stendur fram að helgi. Námskeiðin eru ætluð börnum í 1. til 7. bekkjar í ár.
Meira

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga auglýsir eftir framkvæmdastjóra

USVH leitar að drífandi einstaklingi til að annast daglegan rekstur sambandsins. Þar á meðal er samskipti við aðildarfélögin, skipulagning viðburða ásamt öðrum þeim verkefnum sem USVH stendur fyrir eða tekur þátt í. Starfshlutfallið er um 20%.
Meira

Blönduósbær auglýsir eftir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa

Blönduósbær auglýsir nýtt starf menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa laust til umsóknar. Hann á að hafa faglega umsjón með öllu menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi Blönduósbæjar í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila, að því er segir í tilkynningu á vef Blönduósbæjar. Þar kemur fram að starf forstöðumanns æskulýðsmiðstöðvar verður lagt niður, enda muni umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins falla undir nýja starfi og eru áform uppi um að þróa nýtt frístundaheimili Blönduósbæjar.
Meira

Arnar Geir stóð sig vel á Íslandsmótinu í golfi

Íslandsmótið í golfi fór fram í Mosfellsbæ dagana 6. – 9. ágúst, var fjölmennt og komu keppendur víðs vegar af að landinu en meirihlutinn þó frá suðvesturhorninu. Í karlaflokki kepptu 117 og í kvennaflokki 34 og færri komust að en vildu en á heimasíðu Golfklúbbs Skagafjarðar segir að fyrsti kylfingur á biðlista karla hafi verið með 3,1 í forgjöf. Arnar Geir Hjartarson keppti á mótinu og var hann eini keppandinn frá GSS.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri eldvarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra eldvarnarsviðs sem staðsett verður á Sauðárkróki. Samkvæmt heimildum Feykis er það Þorgeir Óskar Margeirsson, byggingaverkfræðingur.
Meira

Flestir veitingastaðir á Norðurlandi vestra með hlutina í lagi

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur farið í eftirlitsferðir á þá staði hvar seldar eru veitingar í umdæminu og eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu embættisins hefur verið kannað með sóttvarnir og aðgengi gesta að þeim og hvort að tveggja metra reglan sé virt. Einnig var kannað hvort farið væri eftir reglum að ekki sé minna en tveir metrar á milli borða.
Meira

Réttir Food Festival aflýst

Matarhátíðinni Réttir Food Festival, sem halda átti á Norðurlandi vestra dagana 14.-23. ágúst, hefur verið aflýst. Kemur þetta fram á Facebooksíðu hátíðarinnar.
Meira