1-1-2 dagurinn á Blönduósi heppnast einstaklega vel
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.02.2020
kl. 14.13
1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á Blönduósi í gær og var gestum og gangandi við það tækifæri boðið að kynnast viðbragðsaðilum af svæðinu og búnaði þeirra, eftir að viðbragðstækin höfðu keyrt hring um bæinn. Einnig var Hauki Eldjárni Gunnarssyni úr Blönduskóla veitt verðlaun fyrir þátttöku og rétt svör í eldvarnargetrauninni sem 3.bekkingar í Blönduskóla og Húnavallaskóla tóku þátt eftir árlegt eldvarnarátak.
Meira