Fréttir

Fótbolti þrátt fyrir allt...

Herra Hundfúll missti næstum út úr sér snuðið þegar hann sá Guðna Bergs tilkynna landsmönnum að haldið yrði áfram að spila fótbolta ... af því bara. Þrátt fyrir að það sé kominn vetur. Þrátt fyrir að mörg lið hafi misst frá sér leikmenn út í heim. Þrátt fyrir að liðin á höfuðborgarsvæðinu megi ekki æfa. Þrátt fyrir að liðin hafi litla sem enga möguleika á að afla tekna. Þrátt fyrir að einhver lið verði kannski að flytja heimaleiki sína í önnur byggðarlög. Þrátt fyrir að leikmenn á landsbyggðinni séu í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að liðin þurfi að tefla fram gjörbreyttum liðum í nóvember. Þrátt fyrir áhugamennsku. Þrátt fyrir heimsfaraldur... – Já, fótbolti þrátt fyrir allt.
Meira

Það er komin skekkja í deildirnar

Í gær ákvað Knattspyrnusamband Íslands að keppni í Íslandsmótum meistaraflokksliða yrði haldið áfram í nóvember, svo lengi sem grænt ljós verði gefið á knattspyrnuiðkun í kjölfar þriðju COVID-bylgjunnar. Segja má að ákvörðunin hafi komið á óvart en eftir því sem Feykir hafði hlerað þóttu meiri lýkur en minni á að mótið yrði flautað af. Kvennalið Tindastóls á því einn heimaleik eftir og ætti þá að geta tekið á móti bikarnum góða eftir nokkra bið. Það er hins vegar verra ástandið á körlunum, sem eiga eftir að spila tvo leiki, þar sem mikið hefur kvarnast úr hópnum og erlendir leikmenn horfið á braut.
Meira

Nafn vantar á sorpmóttökustöð í Varmahlíð

Í tilefni af opnun nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð hefur Sveitarfélagið Skagafjörður auglýst eftir tillögum að góðu nafni á stöðina. Á heimasíðu þess eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að koma með hugmynd að nafni. Frestur til að skila inn tillögum er til og með föstudeginum 30. okt. nk.
Meira

Ekkert bensín hjá Bjarna Har lengur

Eftir hartnær 87 ár hefur bensínsölu verið hætt hjá Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki og verið að fjarlægja tanka úr jörðu og dælu af stalli sínum framan við búðina. Kaupmaðurinn síungi, Bjarni Har, segir tilfinninguna dálítið óþægilega en hann býst við að hann muni jafna sig. „Þetta er langur tími: Ég hef verið þriggja ára þegar bensíndælan kom fyrst. Þetta hefur gengið vel en nú vill heilbrigðisfulltrúinn losa okkur við dæluna,“ segir Bjarni, ekki alveg sáttur.
Meira

Húnaþing selur veiðileyfi á rjúpnalendur sínar sem fyrr

Rjúpnaveiðitímabilið hefst þann 1. nóvember nk. og stendur til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur fram að enn sé í gildi sölubann á rjúpum og óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Húnaþings vestra hefur gefið út reglur og fyrirkomulag rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins og selur veiðileyfi líkt og undanfarin ár.
Meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnar Dýrafjarðargöng rafrænt

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október nk. en athöfnin verður með óvenjulegu sniði í ljósi þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu. Stutt athöfn fer fram klukkan 14 í húsnæði Vegagerðarinnar Borgartúni 7 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun halda ræðu sem útvarpað verður í þá bíla sem bíða þess að aka í fyrsta sinn í gegnum göngin.
Meira

Lekaleit hitaveitu með ómönnuðum loftförum fyrir RARIK

Á komandi vikum munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Blönduóss fyrir hönd RARIK. Leitin verður gerð með ómönnuðum loftförum (öðru nafni drónum) þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum.
Meira

Meira en minna – ábyrga leiðin

Leiðin út úr yfirstandandi atvinnukreppu er mikil áskorun. Ráð jafnaðarmanna við þessar aðstæður eru skýr, felast í því að fjölga störfum, efla velferð og að skjóta nýjum grænum stoðum undir útflutning og verðmætasköpun framtíðar. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging um land allt. Það er ábyrga leiðin og lítil hænuskref duga ekki.
Meira

Íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi heimil með skilyrðum : Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á morgun

Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á morgun, þriðjudaginn 20. október, hafa verið staðfestar og verið birtar í Stjórnartíðindum í dag. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. Allt að 50 einstaklingum er heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ en áhorfendur bannaðir.
Meira

Engin smit og enginn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag frá aðgerðar­stjórn al­manna­varna á Norðurlandi vestra að eng­inn er nú í ein­angr­un eða sótt­kví á svæðinu. „Hún er ein­stak­lega ánægju­leg tafl­an okk­ar í dag. Höld­um vöku okk­ar, sinn­um okk­ar per­sónu­lega sótt­vörn­um og sam­an kom­umst við í gegn­um þetta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.
Meira