feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.08.2020
kl. 11.10
Stofnað hefur verið félagið Garðyrkjuskóli Íslands af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Tilgangur félagsins er að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina. Forsvarsfólk félagsins hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.
Meira