Fréttir

Königsberg kjötbollur og bökuð epli

Matgæðingar í 47. tbl. Feykis 2017 voru þau Marteinn Svanur Pálsson og Saskia Richter. Saskia er þýsk og Marteinn frá Blönduósi en þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt litlu dótturinni Freyju Náttsól. Marteinn starfar hjá Steinull og Saskia á Hótel Tindastóli. Marteinn segir að þau hafi svona mátulega gaman af að elda. „Mér finnst ágætt að grilla og svona en Saskia eldar mjög mikið af alls konar mat og finnst skemmtilegast að elda gúllas eða graskerssúpu.“
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Kjalarland á Skagaströnd

Þetta nafn finst ekki í DI. En samt leikur enginn efi á því, að það er óbrjálað nafn, og óbreytt er það í öllum jarðabókum. (Sjá J. og Ný J.bók – Jarðabók 1703 (Kialar).)
Meira

Meistaraflokkur kvenna keppir við Hauka í Síkinu á morgun kl. 14 í Geysisbikarnum

Stelpurnar í Meistaraflokki kvenna í körfuboltanum þurfa allan þann stuðning sem völ er á á morgun þegar þær mæta Haukum í Síkinu kl. 14:00. Lið Hauka, er eins og staðan er í dag, í 5. sæti í Dominosdeildinni og verður því gaman að sjá hvar stelpurnar okkar standa í þessum leik en þær eru á toppi 1. deildarinnar með 11 leikna leiki og 16 stig. Þær eru allar sem ein búnar að standa sig einstaklega vel í vetur undir stjórn Árna Eggerts og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs. Á meðan á leiknum stendur verður boðið upp á vöffluhlaðborð þar sem fólk getur borðað á sig gat af vöfflum og borgar aðeins 1000 kr. á mann fyrir.
Meira

Ólöf á Tannstaðabakka styrkir Velferðarsjóð Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund fulltrúa í stjórn Velferðarsjóðs Húnaþings vestra í dag og færði sjóðnum að gjöf kr. 516.000 sem hún hefur safnað með sölu á bútasaumsteppum sem hún saumar og selur til styrktar góðgerðamálum.
Meira

Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Laugardaginn 7. desember kl. 15:00 verður lesið úr nokkrum nýjum bókum á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Meira

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra undir meðaltali

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um atvinnutekjur árin 2008-2018 eftir atvinnugreinum og landshlutum. Skýrslan byggir á gögnum sem fengin voru frá Hagstofu Íslands sem vann þau úr staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra. Skýrslan er sett fram á aðgengilegarn hátt þar sem gögn eru fyrst og fremst sett fram á myndrænan hátt
Meira

Félagsmenn í Tindastól hvattir til að greiða félagsgjaldið

Um síðustu mánaðarmót komu félagsgjöld inn í heimabanka félagsmanna Tindastóls á aldrinum 18-70 ára en um svokallaða valgreiðslu er þó að ræða. Á heimasíðu Tindastóls eru þeir félagar sem hafa tök á hvattir til að leggja félaginu lið og greiða félagsgjaldið, 3500 krónur.
Meira

Lið Álftaness kom, sá en var langt frá sigri

Tindastóll og Álftanes mættust í Síkinu í kvöld í 16 liða úrslitum Geysisbikars karla. Lið gestanna er í 1. deildinni og þeir reyndust ekki mikil fyrirstaða, Stólarnir náðu ágætri forystu undir lok fyrsta leikhluta og voru 54-28 í hálfleik. Heldur hægðist á fjörinu í síðari hálfleik en lið Tindastóls vann alla leikhlutana og leikinn því örugglega 91-55.
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldinn var sl. þriðjudag, var lagt fram minnisblað fagráðs Smávirkjanasjóðs SSNV vegna úthlutunar úr skrefi 2 sem snýr að mati á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaði. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í september síðastliðnum og rann umsóknarfrestur út 30. október.
Meira

Leikið í Geysisbikarnum í Síkinu í kvöld og á laugardag

Það eru bikarleikir framundan í Síkinu. Í kvöld mætir karlalið Tindastóls kempum af Álftanesi sem leika undir stjórn hins þaulreynda þjálfara Hrafns Kristjánssonar. Lið Álftaness er um miðja 1. deild með átta stig eftir níu leiki. Kvennalið Tindastóls fær hins vegar úrvalsdeildarlið Hauka í heimsókn á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 14. Feykir hafði samband við Árna Eggert, þjálfara Tindastóls, og spurði hann út í leikinn.
Meira