Fréttir

Ný röðunarvél komin í gagnið í Nýprenti

Einhverjir hafa sennilega orðið varir við að Sjónhorn og Feykir fóru að berast óheftuð til lesenda frá því síðla vetrar. Ekki kom það til af góðu og ekki heldur voru þetta sparnaðarráðstafanir – röðunarvélin gamla gaf einfaldlega upp öndina eftir 20 ár í bransanum og ný röðunarvél er ekki eitthvað sem hægt er að kaupa í næstu búð. Sú nýja kom til landsins nú í byrjun mánaðarins og er komin í gagnið í Nýprenti.
Meira

Háholt hýsir sumarbúðir í sumar

Háholt í Skagafirði fyllist af lífi á ný eftir að hafa staðið tómt í nokkur misseri eftir að starfsemi sem þar var unnið með Barnastofu lagðist af. Áætlað er að í sumar verði reknar sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undirrituðu samstarfssamning í Háholti sl. miðvikudag en Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, átti ekki heimangengt og ritar nafn sitt síðar undir plaggið.
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra sigursæll í Skólahreysti

Keppni í Skólahreysti hófst á ný í gær þegar lið í tveimur riðlum háðu keppni í Laugardaldhöllinni. Keppnin er með nokkuð breyttu sniði í ár vegna áhrifa af COVID-19 en aðeins hafði tekist að ljúka keppni í tveimur riðlum, Norðurlandsriðli og Akureyrarriðli, áður en samkomubann skall á. Þeim skólum sem eftir áttu að keppa var raðað í fjóra riðla og munu síðari tveir riðlarnir keppa í dag.
Meira

Rekstrartekjur Vilko hækka um 23% milli ára

Aðalfundur Vilko var haldinn föstudaginn 15. maí síðastliðinn. Í frétt á huni.is segir að fram komi í tilkynningu frá félaginu að rekstrartekjur hafi numið 266 milljónum króna árið 2019 og hafi hækkað um 23% milli ára. Rekstargjöld fyrir fjármagnsliði námu 259 milljónum og jukust um 14% milli ára. Minniháttar tap var á rekstri félagsins eða rúmar tvær milljónir króna. Alls greiddi Vilko 90 milljónir í laun og launatengd gjöld á árinu en að jafnaði starfa þar 12-15 starfsmenn.
Meira

Opnir fundir Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir opnum fundum á Norðurlandi vestra nk. miðvikudag, þann 3. júní. Á fundunum munu þau Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson fara yfir nokkur atriði fyrir komandi mánuði, að því er segir í frétt á vef Markaðsstofu, northiceland.is.
Meira

Varnargarður á Skarðseyri lagaður fyrir haustið

Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróki síðastliðinn vetur þegar ítrekað flæddi yfir sjóvarnargarða á Eyrinni í þeim miklu óveðrum sem riðu yfir landið. Stefnt er að því að hækka garðana um allt að einum metra til að þeir standist vond veður og sjólag. Áætlað er að framkvæmdir á Skarðseyri sem stefnt er að í ár kosti allt að 50 milljónum króna en það eru Vegagerðin og Sveitarfélagið Skagafjörður sem standa að þeim.
Meira

Hreinsunarátak á Blönduósi næstu daga

Blönduósbær hvetur á heimasíðu sinni íbúa og fyrirtæki til sameiginlegs átaks í hreinsun í sínu nærumhverfi. Næstu tvær vikur býðst eigendum bíla og stærrimálmhluta aðstoð við að færa þá til förgunar, eigendum að kostnaðarlausu.
Meira

Aðalfundur Tindastóls – Breytingar á skipun stjórnar

Vel var mætt á aðalfund Tindastóls sem haldinn var þann 18. maí sl. í Húsi frítímans. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf en bornar voru upp tillögur að lagabreytingum sem voru teknar fyrir og niðurstaða fékkst sem leiddi til þess að kosningu í stjórn aðalstjórnar Tindastóls var frestað. Stærsta breytingin er hvernig aðalstjórn skuli skipuð og kosið í hana.
Meira

Stefnt að stækkun verknámshúss FNV

Áform um fyrirhugaða stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa nú verið kynnt sveitarfélögunum á svæðinu. Samkvæmt teikningum sem lagðar hafa verið fram er um að ræða 1200 fermetra viðbyggingu og er kostnaðurinn áætlaður um 720 milljónir króna.
Meira

Átta ný störf verða til á Sauðárkróki í átaki á sviði brunamála

Í dag var haldinn kynningarfundur í höfuðstöðvum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) við Ártorg 1 á Sauðárkróki þar sem kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á bruna- og eiturefnavörnum á Íslandi. Frá og með deginum í dag munu bætast við um átta ný stöðugildi á sviðið brunaeftirlits og brunavarna hjá HMS á Sauðárkróki.
Meira