Fréttir

Tendruð ljós á jólatré á Blönduósi

Ljósin verða tendruð á jólatrénu við Blönduósskirkju í dag klukkan 17:00. Tréð sem reist hefur verið við kirkjuna er fengið í Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur – Húnvetninga og er það hið glæsilegasta á að líta.
Meira

Jón Gísli og Skagastrákarnir úr leik í Evrópu

Síðustu tvö sumur hefur sameinað lið ÍA, Kára og Skallagríms orðið Íslandsmeistari í knattspynu í 2. flokki karla. Liðinu bauðst í sumar að taka þátt Unglingadeild UEFA og hefur liðið spilað nokkra leiki í þeirri keppni en féll loks úr leik í gær þegar þeir mættu liði Englandsmeistaranna, Derby County, á Pride Park. Með liðinu spilar Króksarinn Jón Gísli Eyland Gíslason.
Meira

Þórsarar mæta Stólunum í Síkinu í kvöld

Körfuboltinn heldur áfram að skoppa í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna í Síkið og hvetja lið Tindastóls gegn þrautreyndum Þórsurum úr Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eflaust verður hægt að gæða sér á sjóðheitum hömmurum fyrir leik.
Meira

Umsókn um fjölgun hjúkrunarrýma á Sæborg hafnað

Heilbrigðisráðuneytið telur sér ekki fært að verða við beiðni hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá því í september þess efnis að fá úthlutað einu hjúkrunarrými til viðbótar við þau níu sem fyriri eru . Öll hjúkrunarrými á Sæborg eru fullnýtt og hefur svo verið í nokkur ár.
Meira

Álfhildur spyr um húsaleigu RKS hússins

Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir rúmar fjórar milljónir króna í leigu á mánuði vegna húsnæðis undir fjölþætta starfsemi. Einna helst beinist athyglin að húsaleigu vegna fasteignarinnar Borgarflöt 27 á Sauðárkróki, svokallað RKS hús, þar sem áhaldahús eða þjónustumiðstöð sveitarfélagsins er staðsett, en greidd hefur verið rúm 71 milljón í leigu þau níu ár sem sveitarfélagið hefur með húsið að gera. Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskaði eftir svörum þar um í bréfi dagsettu 17. nóvember sem opinberuð voru á fundi byggðaráðs í gær og birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Konukvöld Húnabúðarinnar á sunnudaginn

Húnabúðin á Blönduósi heldur árlegt konukvöld sitt nk. sunnudag, 1. desember, klukkan 20:00. Þetta er í fjórða skipti sem Húnabúðin stendur fyrir konukvöldi og hafa þau alltaf verið vel afar sótt.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, miðvikudaginn 27. nóvember, milli kl. 16 og 18 verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins sýna vinnu sína.
Meira

Fyrirlestur í Verinu um örplast í hafinu við Ísland

Valtýr Sigurðsson, starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd og Náttúrustofu Norðurlands vestra heldur fyrirlestur í Verinu á Sauðárkróki næstkomandi föstudag kl. 9:00. Fyrirlesturinn nefnist „Sources and Pathways of Microplastics to the Icelandic Ocean“ (Örplast í hafinu við Ísland - helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu). Í fyrirlestri sínum mun Valtýr kynna niðurstöður skýrslu sem hann vann fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið um örplast á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Meira

Ferðamenn ánægðir með söfn á Norðurlandi

Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea fyrir helgi. 97% svarenda í könnun RMF sögðust annað hvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Meira

Jólabasar í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð verður með sinn árlega Jólabasar í Skagabúð sunnudaginn 1. desember nk. en þar verður ýmislegt til sölu, s.s. jólakort og pappír, gott úrval af heimaunninni vöru og handverki. Basarinn stendur yfir milli klukkan 14 og 17.
Meira