Miðfjarðará nálgast þúsund laxa
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.08.2020
kl. 11.32
Góð laxveiði hefur verið í Miðfjarðará undanfarnar vikur og síðusta vika gaf 191 lax. Áin er komin í þriðja sætið yfir aflahæstu ár landsins samkvæmt vef Landsambands veiðifélaga. Þann 5. ágúst síðastliðinn höfðu veiðst 920 laxar í ánnir á tíu stangir en 7. ágúst í fyrra höfðu veiðst 767 laxar. Veiðin er þó talsvert minni en hún var árið 2018 en þá höfðu veiðst 1.682 laxar um svipað leyti.
Meira
