Fréttir

Kappreiðar, þróun og staða - Kristinn Hugason skrifar

Með þessari grein slæ ég botninn í umfjöllun mína um kappreiðar, ræktun íslenskra hrossa hefur ekki, né kemur til með að snúast um ræktun kappreiðahrossa en þetta er þáttur sem þó má ekki verða hornreka. Það andvaraleysi að láta veðreiðahaldið drabbast niður hefur reynst hestageiranum sem slíkum dýrkeypt. Því staða mála er sú að vítt og breytt um veröldina skapar veðreiðahald miklar tekjur fyrir hestageirann og nýtast þær til margháttaðrar uppbyggingar og fræðastarfs.
Meira

Saltfisklummurnar og Rauði kjúklingurinn

Guðrún Pálsdóttir og Ólaf Bernódusson á Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 44. tbl. ársins 2012. „Við hjónin erum frekar heimakær en þegar við erum ekki heima þá kunnum við best við okkur einhvers staðar á göngu í óbyggðum og höfum verið illa haldin af Hornstrandaveiki síðastliðin tólf ár. Það má segja að ég sjái að mestu leyti um eldamennskuna á heimilinu en Óli kemur oft með skemmtilegar hugmyndir um matargerð sem ég reyni svo að framfylgja með hans aðstoð, þannig að við erum yfirleitt ágæt þegar við leggjum saman,“ sagði Guðrún.
Meira

Málþing samráðshóps um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra

Nýlega hélt samráðshópur um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra málþing um bætta þjónustu og samræmt verklag í heimilisofbeldismálum. Samráðshópurinn hefur verið starfandi frá því í desember á síðasta ári og hafa félagsþjónustur, barnavernd, lögregluembættið og heilbrigðisstarfsfólk svæðisins unnið að bættu verklagi í heimilisofbeldismálum síðan þá. Nú hafa félagsþjónustur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra skrifað undir samstarfssamning við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um verklagið sem miðar að því að bæta þjónustu við þolendur og gerendur heimilisofbeldis.
Meira

Unnur Valborg kynnti framkvæmd sóknaráætlana í Wales

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sótti á dögunum ráðstefnu sem haldin var á vegum OECD í Wales. Var ráðstefnan hugsuð fyrir welska ráðamenn en þar á bæ er uppi nokkur óvissa um fjármagn til svæðisbundinnar þróunar vegna Brexit þar sem stór hluti fjármuna í slík verkefni hefur komið frá Evrópusambandinu. Ennfremur er vilji til að leita leiða til að marka skýrari stefnu í landinu í tengslum við byggðaþróun og einfalda stjórnsýslu málaflokksins.
Meira

Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga færð góð gjöf

Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga barst í gær höfðingleg gjöf þegar hjónin Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir og Hlynur Tryggvason á Blönduósi komu í heimsókn og færðu skólanum klarinett að gjöf til minningar um barnabarn þeirra, Hönnu Lísu, sem lést árið 2015, tæplega 18 ára að aldri.
Meira

Stólarnir tóku völdin í fjórða leikhluta

Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í 9. umferð Dominos-deildarinnar. Liðin háðu mikið og dramatískt stríð í úrslitakeppninni í vor þar sem Þórsarar slógu Stólana úr leik og mátti því búast við heljarins hanaslag í gærkvöldi. Leikurinn varð hins vegar hálf undarlegur, varnarleikur liðanna í öndvegi en sóknarleikurinn mistækur. Tindastólsmenn hristu þó af sér sliðruorðið í fjórða leikhluta, náðu 19-3 kafla í stigalitlum leik og unnu góðan sigur. Lokatölur 72-67.
Meira

Heilsueflandi móttökur settar á fót um allt land

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Framlagið kemur til viðbótar 130 milljónum króna sem ráðherra hefur ákveðið að verja til að efla þjónustu heimahjúkrunar.
Meira

Dósa- og flöskusöfnun Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Næstkomandi mánudag, 2. desember, munu börn og unglingar frá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls ganga í hús og safna flöskum og dósum. Samkvæmt tilkynningu frá Tindastóli er á ætlað að þau verði á ferðinni milli kl. 17:00 – 20:00.
Meira

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku fór fram á Alþingi mánudaginn 25. nóvember. Málshefjandi var Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, og til andsvara var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, félags- og nýsköpunarráðherra.
Meira

Flettu JólaFeyki á netinu

Jólablað Feykis rann af stað á færibandinu í gær og er hluti upplagsins klár og kominn á Póstinn. Það er töluverð vinna við samsetningu blaðsins og lýkur henni ekki fyrr en í dag, þannig að það verða því miður ekki allir komnir með blaðið í hendur fyrir helgi. Beðist er velvirðingar á því.
Meira