Fréttir

Sumarstarf fyrir námsmann - hnitsetning gönguleiða í Skagafirði

Akrahreppur auglýsir eitt sumarstarf fyrir námsmann. Er starfið stutt úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa og mun verkefnið snúa að átaksverkefni í merkingu gönguleiða í Skagafirði.
Meira

Nautasteik og eplaeftirréttur með kókos og súkkulaði

Á Mýrum 3 við austanverðan Hrútafjörð búa þau Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir ásamt fleira fólki. Á bænum er búið með fjölda nautgripa, 60 kýr og kálfa og einnig á þriðja hundrað fjár, einn kisa og einn hund ásamt þremur hestum.
Meira

Tún víða skemmd á Norðurlandi vestra

Ljóst er að víða koma tún illa undan snjóþungum vetri á Norðurlandi vestra samkvæmt heimildum Feykis og þá helst nýræktir og yngri tún. Á mörgum bæjum er verulegt kal og sum staðar taka tún hægt við sér þar sem enn er mikill klaki í jörðu og eiga því eftir að þorna.
Meira

Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar

Blönduósbær auglýsir á vef sínum til kynningar skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Um er að ræða breytingu vegna legu Þverárfjallsvegar og nýrra efnistökusvæða og Sorpförgunarsvæðis. Einnig er fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu Urðun og efnistaka í landi Sölvabakka.
Meira

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi opnaði í morgun

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi opnaði á ný í morgun, föstudaginn 22. maí. Flísaviðgerðum á sundlauginni er ekki lokið enn og verður hún því ekki opnuð strax. Í dag verður opið í potta, vaðlaug, köldu körin og gufuna. Þreksalurinn opnar svo næsta mánudag, 25. maí, klukkan 6:30.
Meira

Sumarstörf námsmanna hjá SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa tvö sumarstörf fyrir námsmenn. Störfin eru studd úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa.
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra auglýsir eftir styrkumsóknum

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Meira

Vísnasafn Óskars Sigurfinnssonar í Meðalheimi gefið út á hljóðdiskum

Feykir sagði frá því fyrir skömmu að fjölskyldan í Meðalheimi á Ásum í Austur Húnavatnssýslu hafi látið taka saman þó nokkuð af kveðskap Óskars Sigurfinnssonar, bónda í Meðalheimi og það skráð á tölvutækt form af Árna Geirhirti Jónssyni frá Fremstafelli. Feykir hafði samband við fjölskylduna í Meðalheimi og forvitnaðist örlítið um Óskar.
Meira

Uppstigningardagur

Í dag er upprisudagur, uppstigudagur eða uppstigningardagur, eins og hann er oftast nefndur, og haldinn hátíðlegur ár hvert á fimmtudegi 40 dögum eftir páska til að minnast himnaför Jesú Krists. Einnig er dagurinn kirkjudagur aldraðra á Íslandi.
Meira

Djamm með Justin helsta afrekið / KIDDI K

Í þetta skiptið er það Kristinn Kristjánsson (1973), Kiddi Ká, tvíburabróðir Stjána trommara, sem fræðir okkur um tónlistarsmekk sinn og -sögu. Kiddi býr nú á Siglufirði og starfar hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar, sonur Jóninnu Hjartardóttur og Kristjáns Óla Jónssonar. „Ég er fæddur á Siglufirði en flutti á Krókinn þegar ég var 8 ára, ætla að leiðrétta tvíburabroður minn,“ segir Kiddi og vitnar til eldri Tón-lystar sem Stjáni svaraði. „Ég er nokkuð viss um að við fluttum á sama tíma.“
Meira