Fréttir

Vigdís Edda með fyrsta markið sitt í Pepsi Max

Eins og kunnugt er þá hafði knattspyrnukempan Vigdís Edda Friðriksdóttir vistaskipti í vetur, yfirgaf uppeldisfélagið Tindastól og skipti yfir í eitt sterkasta knattspyrnulið landsins, Breiðablik. Í gær komst hún á blað hjá Blikum þegar hún skoraði sjötta mark liðsins í 0-7 sigri á liði FH og var þetta fyrsta mark hennar í efstu deild.
Meira

Sjóvörn og sandfangari í smíðum

Framkvæmdir við gerð sjóvarnar og lenging sandfangara á Hafnarsvæðinu á Sauðárkróki hófust í morgun en um er að ræða gerð sjóvarnargarðs meðfram Þverárfjallsvegi og Skarðseyri á um 450 m kafla og lengingu sandfangara um 30 metra. Það er verktakafyrirtækið Víðimelsbræður ehf. sem sjá um verkið.
Meira

Jafntefli Tindastólsmanna á Villa Park

Tindastólsmenn brunuðu austur á Egilsstaði í gær þar sem þeir öttu kappi við lið Hugins/Hattar á Vilhjálmsvelli í rjómablíðu austfirska sumarsins. Þetta voru fyrstu leikir liðanna að lokinni COVID-pásunni og var lið Tindastóls í þriðja sæti en heimamenn voru í næstneðsta sæti. Engin breyting varð á stöðu liðanna að leik loknum því liðin skiptu stigunum á milli sín en lokatölur voru 1-1 eftir að Stólarnir jöfnuðu enn eina ferðina í uppbótartíma.
Meira

Tilraun gerð með opnun þrektækjasalarins á Hvammstanga

Þrektækjasalurinn í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra opnaði á ný sl. fötudag eftir Covid-19 lokun. Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði vegna krafna Landlæknisembættisins um fjöldatakmarkanir, tveggja metra regluna og sóttvarnir. Þannig verður opið í lotum í eina og hálfa klukkustund og svo lokað í 30 mínútur á milli vegna þrifa.
Meira

Góð byrjun Stólastúlkna eftir COVID-pásuna

Fyrsti leikur Stólastúlkna að loknu COVID-hléi fór fram á Króknum í dag en þá kom sprækt lið Aftureldingar í heimsókn á gervigrasið. Mur kom heimastúlkum yfir snemma leiks en leikurinn var í jafnvægi þangað til klukkutími var liðinn af leiknum en þá fékk Taylor Bennett að líta rauða spjaldið og þjálfari gestanna leit sama lit í kjölfarið. Heimastúlkur nýttu sér liðsmuninn og gulltryggðu góðan sigur með því að bæta við þremur mörkum. Lokatölur 4-0 og Mur með þrennu.
Meira

Tvær matskeiðar af volgu lýsi á hverjum degi til 12 ára aldurs - Elsti núlifandi Skagfirðingurinn

Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir varð 99 ára gömul þann 2. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Feykis er hún elsti núlifandi Skagfirðingurinn. Bína, eins og hún er jafnan kölluð, féllst á að svara nokkrum spurningum frá Feyki.
Meira

Björgunarafrekið í Hvanneyrarskál

Hinn siglfirski Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður og tónskáld, segir skemmtilega sögu á Facebooksíðu sinni um heilmikla björgunaraðgerð, sem framkvæmd var í gær í Hvanneyrarskál ofan Siglufjarðar og snérist um að bjarga ketti sem virtist hafa komið sér í lífshættulega stöðu, vatns- og matarlaus í læstu rými endurvarpsstöðvar. Engu var líkara en stutt væri eftir af níunda lífi kattarins og eftir mikla eftirgrennslan að lykli sem gengi að húsinu fannst hann á Sauðárkróki, nærri 100 km í burtu. Gefum Gunnsteini orðið:
Meira

Það er allt svo gott fyrir norðan:: Áskorandapenninn Guðrún Hulda Pálmadóttir, brottfluttur Hofsósingur

„Það er allt svo gott fyrir norðan,“ þetta er það sem ég hef sagt börnunum mínum á hverjum degi, oft á dag alveg frá því þau fæddust. Þessu hef ég líka tönglast á við vini mína og vinnufélaga í hvert sinn sem eitthvað norðlenskt ber á góma, miklu oftar en þeir kæra sig um. Auðvitað á ekki að þurfa að taka það fram að allt sé gott fyrir norðan, en því miður þá eru ekki allir búnir að átta sig á því enn.
Meira

„Forréttindi að fá að synda frá svona mögnuðum stað“ - Drangeyjarsund

Veðrið var gott þann 3. ágúst síðastliðinn er þrír sundkappar hugðust synda Drangeyjarsundið fræga, 6,6 km leið frá sandfjörunni við Drangey og í land. Vindur var lítill, hitastig sjávar um 8,7°C en þó var einhver kvika þegar Magnea Hilmarsdóttir, Aðalsteinn Friðriksson og Ingibjörg Ingvadóttir lögðust til sunds um hálf níu um morguninn. Með þeim í för voru þrír fylgdarbátar ásamt aðstoðarliði.
Meira

Þrjár nýjar Stólastúlkur

Feykir hefur sagt frá því að í ljósi þess að það kvarnaðist úr kvennaliði Tindastóls þá var stefnt að því að styrkja liðið fyrir síðari umferðina í Lengjudeildinni. Nú í vikulokin höfðu þrjár stúlkur félagaskipti yfir í lið Tindastóls og verða þær klárar í slaginn á morgun þegar Afturelding kemur í heimsókn á Krókinn.
Meira