Klassísk grillmáltíð með meiru
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
13.07.2019
kl. 10.11
Hjónin Ína Björk Ársælsdóttir og Reimar Marteinsson búa á Hvammstanga ásamt þremur börnum. Þau voru matgæðingar Feykis í 26. tbl. ársins 2017. Reimar er kaupfélagsstjóri KVH og Ína Björk starfar við umhverfismál og fleira á framkvæmda-og umhverfissviði Húnaþings vestra.
Þau segja að grillið sé mikið notað yfir sumartímann og finnst því tilvalið segja frá einni klassískri grillmáltíð á heimilinu og bæta við rabbarbaraböku sem er án hveitis og sykurs. „Einnig ætlum við að gefa hugmynd að næringardrykk, „boosti", sem er gott að fá sér eftir hlaup eða æfingu. Íslensk bláber, rabbarbari og grænmeti úr garðinum gegna stóru hlutverki í uppskriftunum og er án efa allt saman hollt, hagkvæmt og gott,“ segja matgæðingarnir okkar.
Meira