Vilja breyta reglum um úthlutun byggðakvóta
feykir.is
Skagafjörður
24.01.2020
kl. 09.49
„Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019-2020 hvað varðar úthlutun til Hofsóss. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 15 þorskígildistonnum til Hofsóss og 140 þorskígildistonnum til Sauðárkróks.“ Þannig hefst bókun nefndarinnar frá fundi gærdagsins en þar kom fram að Sauðárkróki er úthlutað 140 þorskígildistonnum en Hofsós aðeins 15 þorskígildistonnum.
Meira