Fréttir

Klassísk grillmáltíð með meiru

Hjónin Ína Björk Ársælsdóttir og Reimar Marteinsson búa á Hvammstanga ásamt þremur börnum. Þau voru matgæðingar Feykis í 26. tbl. ársins 2017. Reimar er kaupfélagsstjóri KVH og Ína Björk starfar við umhverfismál og fleira á framkvæmda-og umhverfissviði Húnaþings vestra. Þau segja að grillið sé mikið notað yfir sumartímann og finnst því tilvalið segja frá einni klassískri grillmáltíð á heimilinu og bæta við rabbarbaraböku sem er án hveitis og sykurs. „Einnig ætlum við að gefa hugmynd að næringardrykk, „boosti", sem er gott að fá sér eftir hlaup eða æfingu. Íslensk bláber, rabbarbari og grænmeti úr garðinum gegna stóru hlutverki í uppskriftunum og er án efa allt saman hollt, hagkvæmt og gott,“ segja matgæðingarnir okkar.
Meira

Lífið sjálft - Áskorandinn Brynjar Rafn Birgisson (Binni) - Brottfluttur Króksari

Ég er fæddur á því frábæra ári 1986, þegar Gleðibankinn gerði allt vitlaust og við vorum búin að vinna Eurovision keppnina áður en hún byrjaði, einnig var Stöð 2 og Bylgjan sett á laggirnar. Ég verð 33 næstkomandi 29. október. Þið sem kannist ekki við mig þá er alltaf gott að rýna í ættartöluna en ég er sonur Bigga Rafns, sem er útibústjóri Landsbankans á Sauðárkróki og fyrrverandi kennari við FNV með miklum sóma, móðir mín Hrafnhildur Sæunn Pétursdóttir sjúkraliði. Bróðir minn Pétur Rúnar Birgisson, körfuboltamaður með Tindastól og systir mín Hera Birgisdóttir, læknir.
Meira

Jónsi ráðinn íþróttafulltrúi Þórs

Jón Stefán Jónsson mun um næstu mánaðarmót hætta störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls. Jón Stefán, eða Jónsi eins og hann er alltaf kallaður, hefur verið starfandi hjá knattspyrnudeild síðan á haustmánuðum árið 2017 og hefur sinnt 25% starfi sem framkvæmdastjóri hjá deildinni síðan á haustmánuðum 2018.
Meira

Stólastúlkur taka á móti ÍR í kvöld

Í kvöld munu stelpurnar í Tindastól taka á móti botnliði Inkasso-deildar kvenna í fótbolta á Sauðárkróksvelli. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið en með sigri geta heimastúlkur komið sér upp að hlið Þróttar, sem sitja nú í öðru sæti deildarinnar, fari svo að hann tapi sínum leik sem einnig fer fram í kvöld. ÍR vantar enn stig til að koma sér af botninum og hingað koma þær til að freista þess svo búast má við spennandi leik á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Jamie McDonough nýr þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastól

Englendingurinn Jamie McDonough hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls. Þá mun Jamie einnig hafa yfirumsjón með æfingum 5.-7. flokks karla ásamt íslenskum þjálfurum og vera með Arnari Skúla Atlasyni í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls segir að Jamie hafi síðastliðin ár starfað fyrir enska knattspyrnusambandið þar sem hann hefur kennt á þjálfaranámskeiðum. Sjálfur er hann menntaður kennari ásamt því að vera með UEFA A knattspyrnuþjálfaragráðu. Loks er hann með diplómu í þjálfun barna og íþróttasálfræði.
Meira

Auglýst eftir gönguleiðum í Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur óskar eftir tillögum að nýjum gönguleiðum innan hreppsins til viðbótar þeim sem þegar eru komnar í gagnagrunn, þ.e. Þrístapar, Giljárgljúfur, Reykjanibba, Hnjúkur, Álkugil, Jökulsstaðir, Kattarauga, Fossaleiðin, Vatnsdalshólar og Jörundarfell um Sauðadal.
Meira

Starfsfólk vantar á fjölskyldusvið Húnaþing vestra

Leitað er að starfsfólki sem getur unnið við liðsveislu á heimili fatlaðs einstaklings í Húnaþingi vestra. Starfið felur í sér aðstoð við athafnir daglegs lífs, aðallega við umönnun en um er að ræða tímavinnu þar sem farið er nokkru sinnum á dag á heimilið í 1-2 tíma í senn.
Meira

Samrunaviðræður Norðlenska og Kjarnafæðis á ís

Samrunaviðræður og vinna við undirbúning samruna Norðlenska annarsvegar og Kjarnafæðis og SAH afurða hinsvegar hafa verið settar á ís en viðræður hafa staðið milli Norðlenska og Kjarnafæðis frá vormánuðum 2018 um mögulegan samruna félaganna. Formlegt ferli í átt að samruna hófst í ágúst 2018 en eftir því sem fram kemur á vef Norðlenska hefur aðilum ekki tekist að komast að endanlegu samkomulagi um fyrirkomulag samruna félaganna.
Meira

Samkomulag um kaup og rekstur sjúkrabifreiða

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Heilbrigðisráðherra staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Samkvæmt því mun Rauði krossinn áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi af hálfu ríkisins. Fyrirliggjandi samningur rann út í lok árs 2015 og hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.
Meira

Óli Barðdal með námskeið hjá Golfklúbbi Sauðárkróks

Meistaramót GSS í golfi hófst í gær, miðvikudag, og lýkur nk. laugardag og er þátttaka mjög góð, að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins. „Krakkarnir kláruðu sitt meistaramót í gær og fór allt vel fram. Völlurinn er í toppstandi og er nú vel sóttur eftir rólegan júnímánuð. Það er mikil gróska í starfinu og á næsta ári verður GSS 50 ára svo bjart er framundan.“
Meira