Fréttir

Framundan í boltanum

Það fara fram þrír leikir í boltanum um helgina. Einn á morgun föstudagskvöldið 12. júlí og tveir laugardaginn 13. júlí.
Meira

Tóti Eymunds Íslandsmeistari í 150 metra kappreiðaskeiði

Skagfirðingurinn Þórarinn Eymundsson stóð uppi sem sigurvegari í 150 metra skeiði á Gullbrá frá Lóni á Íslandsmóti í hestaíþróttum sem fram fór í síðustu viku á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Þórarinn og Gullbrá runnu brautina á 14,10 sekúndum, 21 sekúndubroti á undan Árna Birni Pálssyni og Korka frá Steinnesi sem komu í mark á 14,31 sek.
Meira

Takk fyrir mig Skagafjörður- Áskorendapenninn Árni Gísli Brynleifsson brottfluttur Skagfirðingur

Hér kemur nafnið á áskorendapennanum og pistillinn sjálfur, vegna mistaka þá kom nafnið ekki í blaðið. Feykir vill biðjast afsökunnar á þessum mistökum.
Meira

Húnavaka 2019 - Mikil hátíð framundan á Blönduósi

Nú fer að líða að hinni árlegu bæjarhátíð Blönduóss, Húnavöku, en hún fer fram dagana 18. – 21. júní nk. Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum og óhætt að segja að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá hefst á fimmtudeginum með sýningu í Heimilisiðnaðarsafninu, fjallahólaferð og Blönduhlaupi USAH og lýkur á sunnudegi eftir mikla skemmtihelgi.
Meira

Rabb-a-babb 178: Gunnar Sandholt

Nafn: Gunnar Magnús Sandholt. Fjölskylduhagir: Einbúi, sjö barna faðir með hjálp annarra og rúmlega 10 barnabörn. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Leggur, kjálki og skel í sveitinni að Skriðlesenni í Bitru á Ströndum. Besti ilmurinn? Af mömmu, svo konum mínum og á síðari árum af barnabörnunum ungum. Svo er ég hrifinn af 4711 – Echt Kölnische Waßßer – ekta Kölnarvatni sem við reynum að eiga í morgunsundinu.
Meira

Fólkið á Norðurlandi vestra

Eitt af hlutverkum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) er að stuðla að samvinnu og auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á starfssvæðinu. Það var þess vegna sem samtökin skipulögðu kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra til Bornholm, danskrar eyju í Eystrasalti, síðla síðasta vetrar. Í ferðina fóru hátt í 40 sveitarstjórnarmenn og komu vonandi heim margs vísari. Sú er þetta ritar gerði það svo sannarlega.
Meira

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa

Þjóðminjasafn Íslands sendir nú út spurningaskrá um viðhorf almennings til torfhúsa og er henni ætlað að leiða í ljós hvaða sess torfhús skipa í hversdagslífi þjóðarinnar, minjavernd, fræðslu og ferðaþjónustu og hvort Íslendingar vilji vernda og nýta þannig hús með öðrum hætti en nú er gert. Með hugtakinu torfhús er átt við hús sem að meira eða minna leyti eru hlaðin úr torfi og grjóti.
Meira

Jan Bezica nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fundið aðstoðarmann Baldurs. Jan Bezica heitir hann og mun hann einnig þjálfa yngri flokka félagsins.
Meira

Markaleikur á Sauðárkróksvelli

Í gærkvöldi fór fram bráðskemmtilegur leikur Tindastóls og Grindavíkur í Inkasso deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Það vantaði svo sannarlega ekki upp á spennuna og mörkin í þessum leik því mörkin voru alls sjö. Fyrir leikinn var Tindastóll í sjötta sæti með níu stig en Grindavík í því fjórða.
Meira

Dagsferð Skagfirðings í Reyki

Nú er tími hinna sönnu túrhesta og flengjast þeir vítt og breitt um landið. Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur úti ferðanefnd fyrir félagsmenn og að auki við Jónsmessuferð var farin sér kvennaferð á dögunum. Um helgina stefnir nefndin á dagsferð í Reyki.
Meira