Íþróttir

Smábæjarleikarnir verða á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikarnir í knattspyrnu verða háðir á Blönduósi um nú um helgina. Á Smábæjarleikjum keppa knattspyrnulið yngri aldursflokka, bæði stúlkna og drengja, frá ýmsum bæjar- og sveitarfélögum af landinu. Því má reikna með að það verði líf og fjör á Blönduósi um helgina en búist er við um 400 þátttakendum og um 300 aðstandendum þeirra á leikana. Það er Knattspyrnudeild Hvatar sem stendur fyrir mótinu en þetta er í fimmtánda sinn sem það er haldið. Um 70-80 sjálfboðaliðar verða að störfum á mótinu.
Meira

Stólastúlkur sigruðu Gróttu/KR

Stelpurnar í 2. flokki Tindastóls tóku á móti Gróttu/KR í dag í Íslandsmótinu í knattspyrnu en þær leika í B-riðli. Veðrið var ákjósanlegt til tuðrusparks, stillt og nokkur regnúði. Þegar yfir lauk hafði María Dögg Jóhannesdóttir skorað tvö mörk og tryggt Stólum 2-0 sigur
Meira

Fyrsti sigur Tindastóls í höfn

Lið Tindastóls og Vestra frá Ísafirði mættust á Sauðárkróksvelli í dag í ljómandi fótboltaveðri, 15 stiga hita og stilltu. Lið Tindastóls barðist fyrir öllu sínu í dag og uppskáru góðan sigur en það var Fannar Kolbeins sem gerði bæði mörk Stólanna og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Lokatölur 2-0.
Meira

Brynjar búinn að skrifa undir við Tindastól

Þá er það staðfest að KR-ingurinn, Brynjar Þór Björnsson, er kominn í raðir Tindastóls í körfuboltanum en skrifað var undir rétt í þessu í verslun Olís í Borgarnesi. Um hefðbundinn leikmannasamning er að ræða til tveggja ára með endurskoðunarákvæðum beggja aðila eftir ár. Einnig mun Brynjar Þór koma að þjálfun hjá unglingaráði.
Meira

Pálína Ósk ráðin verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki

„Landsmótið leggst heldur betur vel í mig. Það er mikil stemning hjá heimamönnum og virkilega gaman að vinna með svona fjölbreytta og skemmtilega dagskrá,“ segir Pálína Ósk Hraundal. Hún hefur verið ráðin einn af tveimur verkefnastjórum íþróttaveislunnar Landsmótsins sem verður á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí.
Meira

Vel mætt í körfuboltaskóla Norðurlands vestra

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra var settur á laggirnar fyrir skömmu að tilstuðlan Helga Freys Margeirssonar, hinum margreynda leikmanns Tindastóls. Skólinn er sérstaklega miðaður að krökkum sem búa á svæðinu frá Skagaströnd að Hvammstanga. Um helgina voru námskeið bæði á Hvammstanga og á Blönduósi og var þátttaka góð. „Verkefninu hefur verið tekið mjög vel af öllum og eftirspurnin eftir körfuboltanum er klárlega til staðar,“ segir Helgi Freyr.
Meira

Kári hafði betur í Akraneshöllinni

Tindastólsmenn héldu vestur á Akranes í gær og spiluðu við sprækt lið Kára í 2. deildinni í knattspyrnu í fótboltahöll Skagamanna. Stólunum hefur gengið illa það sem af er sumri og átti enn eftir að næla í stig en lið Kára hafði unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrstu umferð. Því miður varð engin breyting á gengi Stólanna því Káramenn unnu leikinn 5-2 þrátt fyrir að hafa verið undir, 0-1, í hálfleik.
Meira

Stelpurnar í Tindastól á toppnum

Stólastúlkur gerðu góða ferð á Húsavík í gær er þær áttust við Völsung í 2. deild kvenna í fótbolta. Eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik sýndu þær hvert stefnan er tekin og eftir mikla baráttu skoruðu þær tvö mörk og tóku stigin þrjú með sér á Krókinn.
Meira

Þóranna Ósk og Sigurður Arnar á leið á Smáþjóðameistaramótið

Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþrótta- og afreksnefnd hafa valið þá íþróttamenn sem sendir verða til keppni á Smáþjóðameistaramótinu sem fram fer í Liechtenstein 9. júní. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS verður meðal þátttakenda í hástökki og Sigurður Arnar Björnsson verður í þjálfarateymi Landsliðsins.
Meira

Hvíti riddarinn féll í valinn á Sauðárkróksvelli

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna voru heldur betur á skotskónum í sínum fyrsta leik í 2. deildinni sl. laugardag er Hvíti riddarinn úr Mosfellsbænum var lagður að velli með fimm mörkum gegn engu.
Meira