Stólarnir skelltu í sparigírinn gegn Keflvíkingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.03.2019
kl. 09.48
Síðasta umferðin í Dominos-deildinni var spiluð í gærkvöldi og í Síkinu mættust lið Tindastóls og Keflavíkur í leik sem talinn var vera baráttan um þriðja sætið í deildinni. Hefðu toppliðin tvö tapað sínum leikjum áttu Stólarnir reyndar möguleika á að verða deildarmeistarar en það var aldrei að fara að gerast. Það áttu því allir von á baráttuleik en Stólarnir komu alveg sjóðheitir til leiks og spiluðu hreint geggjaða vörn gegn ráðvilltum Keflvíkingum sem voru mest 38 stigum undir í leiknum. Lokatölur 89-68 og þriðja sætið því okkar!
Meira