Íþróttir

Murr verður með Stólunum í sumar

Fyrr í kvöld skrifaði Murielle Tiernan, eða bara Murr eins og flestir þekkja hana, undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls um að spila með liðinu næsta sumar. Miklar vonir voru bundnar við endurkomu hennar á Krókinn en Murr lék við góðan orðstír með Stólunum síðasta sumar.
Meira

María Finnboga á heimsmeistaramót í alpagreinum

María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, verður meðal keppenda Skíðasambands Íslands á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fram fer í Åre í Svíþjóð dagana 5.-17. febrúar nk. Allir íslensku keppendurnir munu taka þátt í undankeppnum fyrir svig og stórsvig. Úr undankeppni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppni.
Meira

Konni áfram með Stólunum

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls nú um helgina var tilkynnt að fyrirliði karlaliðsins, Konráð Freyr Sigurðsson, hafi skrifað undir samning við Tindastól um að spila með liðinu nú í sumar. Þetta er hið besta mál enda Konni gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Tindastóls.
Meira

Tindastóll spældi topplið Njarðvíkur

Í gærkvöldi mættust efstu liðin í Dominos-deildinni í sannkölluðum toppslag og var talsvert undir. Með sigri hefðu Njarðvíkingar náð sex stiga forystu á toppi deildarinnar og því mikilvægt fyrir Stólana að sýna sitt rétta andlit eftir lélega leiki nú í byrjun árs. Sú reyndist raunin því nú könnuðust stuðningsmenn Tindastóls við sína menn sem börðust eins og ljón og voru ekki lengur með hausinn undir hendinni heldur á réttum stað og rétt stilltan. Eftir frábæran háspennuleik sigruðu Stólarnir 75-76 og eru nú vonandi komnir í gírinn á ný.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna í Síkinu

Lið Hamars úr Hveragerði kom í heimsókn á Krókinn í gær og lék gegn Stólastúlkum í 1. deild kvenna. Leikurinn var aldrei spennandi því lið Tindastóls náði góðri forystu strax í fyrsta leikhluta og þrátt fyrir smá hökt í öðrum leikhluta þá ógnuðu gestirnir aldrei forskoti heimastúlkna sem óx ásmegin í síðari hálfleik. Lokatölur voru 81-49.
Meira

Bakvörðurinn Michael Ojo til liðs við Tindastól

Samkvæmt upplýsingum Feykis þá hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls samið við bresk/nígeríska bakvörðinn Michael Ojo að spila með liðinu út tímabilið. Harðnað hefur á dalnum hjá liði Tindastóls nú eftir áramótin og flest liðin í deildinni hafa styrkt sig. Meiðsli hafa líka sett strik í reikninginn og var ákveðið að bregðast við með því að styrkja hópinn.
Meira

Jón Gísli Stefánsson í U15 úrtakshóp

Jón Gísli Stefánsson, leikmaður frá Hvöt á Blönduósi, hefur verið valinn, af landsliðsþjálfara U15, í 35 manna hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 25.-27. janúar næstkomandi. Á Húna.is kemur fram að æfingarnar fari fram í Akraneshöllinni, Kórnum og Egilshöll og er Jóni Gísla óskað góðs gengis og til hamingju með að verða valinn í hópinn.
Meira

Það vantaði miklu meira Malt í Stólana

Bikarævintýri Tindastóls er á enda í bili eftir að Stjarnan kom, sá og sigraði ríkjandi Maltbikarmeistara af miklu öryggi í Síkinu í gærkvöldi. Stjarnan náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks og þrátt fyrir ágætan sprett í öðrum leikhluta náðu Stólarnir aldrei að jafna leikinn. Vægt til orða tekið þá komu Tindastólsmenn marflatir til leiks í þriðja leikhluta og gestirnir gengu á lagið og stungu Stólana af. Lokatölur leiksins 68-81.
Meira

Stólarnir vilja í Höllina - Búist við hörku rimmu í Geysisbikarnum í kvöld

Í kvöld fer fram risaslagur í Geysisbikarnum er lið Stjörnunnar mætir ríkjandi bikarmeisturum í Síkinu á Sauðárkróki. Gestirnir, sem hafa verið á ágætum spretti í síðustu leikjum, ætla sér stóra hluti enda spáð toppsæti í deildinni í upphafi leiktíðar. „Ef við fáum troðfullt hús aukast líkurnar á því að við förum í Höllina til muna.“
Meira

Kvennalið Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Jackie er fædd 1995, fjölhæfur leikmaður sem getur spilað vörn, miðju og sókn.
Meira