Íþróttir

Júdóið slúttar á Vormóti Tindastóls

Vormót Tindastóls í júdó var haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. Fimmtíu keppendur mættu til leiks frá fimm júdófélögum: KA á Akureyri, Pardus á Blönduósi, Júdódeild Ármanns og Júdófélagi Reykjavíkur í Reykjavík auk Júdódeildar Tindastóls í Skagafirði. Fyrstu konur sem hófu að æfa júdó á Íslandi heiðruðu keppendur með nærveru sinni.
Meira

Augnablik bíður í Mjólkurbikarnum

Kvennalið Tindastóls komst í síðustu viku áfram í Mjólkurbikarnum og fyrir helgi var dregið í 16 liða úrslitin. Þegar búið var að fiska öll liðin upp úr hattinum góða kom í ljós að stelpurnar þurfa að spila útileik gegn liði Augnabliks í Fagralundi í Kópavogi sem líkt og lið Tindastóls spilar í Inkasso-deildinni.
Meira

Hörð lexía Stólastúlkna í boði FH

Tindastóll og FH mættust í dag á Sauðárkróksvelli í Inkasso-deild kvenna. Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir í 1. umferð og lögðu lið Hauka að velli en rauða hluta Hafnarfjarðar hafði verið spáð 2. sæti í deildinni af spekingum. Lengi framan af leik í dag leit út fyrir að FH-liðið, sem spáð er toppsæti deildarinnar, þyrfti að lúta í gras líkt og grannar þeirra en þegar til kom reyndist reynsla svarthvítu gestanna drjúg og þeir snéru leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Lokatölur, í gríðarlega fjörugum leik, 4-6 fyrir FH.
Meira

Ekki hljóp á snæri Stólanna á Nesfiskvellinum

Þriðja umferð í 2. deild karla hófst í gær og hélt lið Tindastóls suður í Garð þar sem þeir öttu kappi við spræka Víðispilta. Heimamenn náðu undirtökunum snemma leiks og ljóst í hálfleik að Stólarnir þyrftu að skora minnst þrjú mörk í síðari hálfleik til að fá eitthvað út úr leiknum. Það hafðist ekki og 3-0 tap staðreynd.
Meira

Hamrarnir fengu á baukinn

Leikið var í Mjólkurbikar kvenna á Króknum í gærkvöldi en þá mættust lið Tindastóls og Hamranna frá Akureyri. Lið Tindastóls leikur í Inkasso-deildinni í sumar en Hamrarnir féllu úr þeirri deild síðasta haust. Það mátti því reikna með að Akureyrarstúlkurnar næðu að standa upp í hárinu á Stólastúlkum en annað kom á daginn því leikurinn var lengstum einstefna að marki gestanna. Lokatölur 8-1 og lið Tindastóls flaug áfram í næstu umferð.
Meira

Stólastúlkur taka á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum í kvöld

Í kvöld taka stelpurnar í Tindastól á móti Hömrunum í Mjólkurbikarnum en leikurinn fer fram á gervigrasinu og hefst klukkan 19. Þetta er fyrsti leikur liðanna í þessari keppni en Stólarnir léku til úrslita gegn Haukum í C deild Lengjubikarsins fyrr í sumar. Hér gæti orðið um hörkuleik að ræða þótt Tindastóll leiki deild ofar en Hamrarnir sem aldrei gefa neitt eftir í sínum leikjum. Hafa þær leikið einn leik í 2. deild gegn Fjarðab/Hetti/Leikni og unnu 2-1.
Meira

Tíu Stólastúlkur skrifa undir samning við Kkd. Tindastóls

Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls, sem send var út í dag, segir að á dögunum hafi tíu leikmenn mfl. kvenna skrifað undir nýjan samning við liðið fyrir komandi tímabil.
Meira

Stelpurnar með sigur í fyrsta leik

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði sinn fyrsta leik í Incasso-deildinni þetta sumarið síðastliðinn föstudag. Þær héldu í víking suður í Hafnarfjörð þar sem þær spiluðu við lið Hauka á Ásvöllum. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimastúlkur 0-1 og eru því komnar af stað í stigasöfnun sumarsins.
Meira

Tess valin besti erlendi leikmaðurinn í 1. deild kvenna

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir frá því að Tessondra Williams, besti leikmaður Tindastóls síðastliðið keppnistímabil, var valin besti erlendi leikmaður 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu föstudaginn 10. maí.
Meira

Breiðhyltingar höfðu betur á Króknum

Karlalið Tindastóls spilaði annan leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti ÍR-ingum úr Breiðholti Reykvíkinga. Leikið var við ágætar aðstæður á gervigrasinu á Króknum, hitastigið kannski rétt ofan frostmarks en stillt. Ekki dugðu aðstæðurnar heimamönnum sem urðu að bíta í það súra epli að lúta í gervigras. Gestirnir sigruðu 0-2 og hirtu því stigin sem í boði voru.
Meira