Íþróttir

Stólastúlkur með flottan sigurleik í Njarðvík

Kvennalið Tindastól átti einn sinn besta leik í vetur þegar liðið sótti Njarðvík heim í gærkvöldi í næst síðasta leik sínum í 1. deild kvenna. Stólastúlkur náðu forystunni snemma leiks og héldu haus allan leikinn þrátt fyrir að heimastúlkur jöfnuðu leikinn nokkrum sinnum. Lokatölur í Njarðvík voru 63-69 fyrir Tindastól.
Meira

Karl og Theodór sigursælir

Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum innan húss var haldið í Laugardalshöllinni helgina 16.-17. febrúar. Keppendur á mótinu nú voru 65. Tveir keppendur kepptu undir merkjum UMSS, feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson og gerðu það gott, unnu til sjö gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna.
Meira

Ísak Óli tvöfaldur Íslandsmeistari á MÍ innanhúss

MÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um helgina í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins keppti þar um Íslandsmeistaratitlana og skráðir keppendur alls 169 frá 14 félögum og samböndum. Frá UMSS voru sex keppendur.
Meira

Lið ÍR tók völdin í síðari hálfleik

Lið Tindastóls og ÍR mættust í 1. deild kvenna síðastliðinn laugardag í Síkinu. Þetta var í þriðja skiptið sem liðin mættust í vetur og höfðu þau unnið sitt hvorn leikinn. Heimastúlkur fóru vel af stað í leiknum og leiddu með tólf stigum í hálfleik en gestirnir úr Breiðholtinu komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleiks og náðu með góðum leik að snúa taflinu við og unnu sætan sigur. Lokatölur 65-74.
Meira

Skíðagöngunámskeið í Fljótum í mars og mót um páskana

Helgina 23.-24. mars ætlar Ferðafélag Fljóta að standa fyrir skíðagöngunámskeiði í Fljótum. Kennari á námskeiðinu verður Sævar Birgisson sem á að baki langan feril sem landsliðsmaður í skíðagöngu. Innifalið í námskeiðsgjaldi sem er 15.000 krónur er kennsla, fyrirlestrar og hádegisverður á laugardegi.
Meira

Öruggur sigur Stólanna í æfingaleik gegn Sköllum

Tindastóll og Skallagrímur mættust í laufléttum æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi. Bæði lið voru í þörf fyrir að stilla strengina fyrir lokaumferðirnar í Dominos-deildinni en lið Tindastóls hefur, eins og minnst hefur verið á, ekki verið að fara á kostum að undanförnu. Borgnesinar eru aftur á móti í bullandi fallbaráttu. Leikurinn var ágæt skemmtun en lið Tindastóls vann ansi öruggan sigur, 73-64, þar sem Dino Butorac glansaði.
Meira

Æfingaleikur í Síkinu í kvöld

Körfuboltaaðdáendur þurfa ekki að bíða lengur eftir að komast á leik því Tindastóll fær Skallagrím í heimsókn í æfingaleik í kvöld. P. J. Alawoya er kominn aftur til liðsins en hann átti ágætt tímabil í fjarveri Urald King fyrir áramót. Helgi Freyr Margeirsson, aðstoðarþjálfari, segist vonast til þess að leikurinn verði forsmekkurinn á nýju upphafi, ef svo megi að orði komast, þar sem liðið er að sigla inní lokaátökin í Dominosdeildinni áður en Úrslitakeppnin hefst.
Meira

Fjölnisstúlkur fögnuðu í Síkinu

Leikið var í 1. deild kvenna á Króknum í gær þegar topplið Fjölnis úr Grafarvogi mætti Stólastúlkum í Síkinu. Leikurinn var ágæt skemmtun þar sem lið Tindastóls gaf toppliðinu lítið eftir og nokkur góð áhlaup héldu spennu í leiknum. Svo fór þó að lokum að liðsheild getanna reyndist sterkari og unnu þær sigur í Síkinu, lokatölur 68-73.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta innanhúss, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 16.-17. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, og einnig í flokkum pilta 18-19 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri, og í flokkum stúlkna 16-17 ára og 15 ára og yngri. Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Ísak Óli Traustason Tindastól/UMSS hafi staðið sig frábærlega í keppninni, náð sínum besta árangri í fjórum af greinunum sjö, og einnig samanlagt í stigakeppninni og uppskorið Íslandsmeistaratitil í sjöþraut.
Meira

Steinar Óli fulltrúi Tindastóls á afmælismót JSÍ

Laugardaginn síðasta var haldið afmælismót Júdósambands Íslands (JSÍ) í yngri flokkum sem er fyrir iðkendur frá ellefu til tuttugu ára. Tindastóll var með þrjá keppendur skráða til leiks en einungis einn skilaði sér á keppnisstað. Á heimasíðu Tindastóls segir að þeir Þorgrímur Svavar Runólfsson, Steinar Óli Sigfússon og Veigar Þór Sigurðarson hafi allir verið skráðir til leiks en vegna slæmrar færðar um morguninn komumst þeir Þorgrímur Svavar og Veigar Þór ekki á mótið og urðu að sætta sig við að sitja heima.
Meira