Íþróttir

Húrra Tindastóll og húrra ÍR!

Tindastólsmönnum tókst ætlunarverkið. Strákarnir okkar eru komnir í úrslitin eftir að hafa slegið ÍR út í kvöld í snargeggjuðum körfuboltaleik í Síkinu. Þetta var leikurinn þar sem spennan og stemningin braut alla skala – hér var botnstillingin ekki tíu heldur ellefu. Dramatíkin var ekki síðri og menn eiga örugglega eftir að tala lengi um Troðsluna© frá Davenport í Skagafirði. Maður lifandi! Lokatölur voru 90-87 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni.
Meira

„Spörkuðum aðeins í rassgatið á okkur,“ segir Axel Kára – Fjórði leikur Tindastóls og ÍR í kvöld

Þá er komið að fjórða leik Tindastóls og ÍR í undanúrslitum Domino´s deildar í körfubolta en leikið er í Síkinu á Sauðárkróki klukkan 19.15. Stólarnir leiða einvígið 2-1 og með sigri i kvöld tryggja þeir sig í úrslitin á móti annað hvort Haukum eða KR. Feykir hafði samband við Axel Kára fyrr í dag, sem segir leikinn verða skemmtilegan nái þeir að finna sömu grimmdina og á miðvikudaginn.
Meira

Stólarnir hnykluðu vöðvana í Hellinum

ÍR og Tindastóll mættust í þriðja skiptið í einvígi sínu í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í Breiðholtinu í kvöld. Hvort lið hafði unnið einn leik en að þessu sinni voru það Tindastólsmenn sem voru ákveðnari og spiluðu betur en lið ÍR. Það var þó ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir slitu sig frá heimamönnum og með Hester og Sigtrygg Arnar í banastuði náðu strákarnir aftur yfirhöndinni í rimmu liðanna. Lokatölur í leiknum voru 69-84 en liðin mætast í fjórða leiknum hér heima í Síkinu næstkomandi föstudagskvöld.
Meira

„Nú eru engar afsakanir,“ segir Helgi Rafn um leikinn í kvöld

Í kvöld fara fram tveir leikir í undanúrslitum Domino's deildar karla. Annars vegar tekur ÍR á móti okkar mönnum í Tindastóli í Hertz hellinum í Seljaskóla og hins vegar Haukar á móti -KR í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Ekki vantar spennuna í keppninni þar sem liðin hafa unnið sinn leikinn hvert en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin.
Meira

María Finnboga hreppti tvenn gullverðlaun

Skíðakonan úr Tindastól, María Finnbogadóttir, tók þátt í skíðalandsmóti Íslands sem fram fór í Bláfjöllum og Skálafelli um helgina. Vel gekk hjá Maríu sem krækti í gullverðlaun í svigi og alpatvíkeppni.
Meira

ÍR jafnaði rimmuna í hörku leik

Leikmenn ÍR komu vel stemmdir til leiks er þeir mættu Stólunum í kvöld í öðrum leik þeirra í úrslitakeppninni í Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir mikinn baráttuleik uppskáru gestirnir úr Breiðholtinu sanngjarnan sigur yfir heimamönnum með 106 stigum gegn 97.
Meira

Tindastóll í æfingaferð til Spánar

Snemma í morgun héldu meistaraflokkar karla og kvenna Tindastóls í fótbolta til Spánar í æfingaferð. Báðir hópar hafa, frá því í nóvember, unnið að því hörðum höndum að fjármagna ferðina, sem iðkendur greiða úr eigin vasa og má í því sambandi nefna fjáraflanir allt frá bílaþvotti til kleinusölu.
Meira

Þrjár skagfirskar í æfingahóp U20 í körfuboltanum

U20 ára lið kvenna í körfubolta tekur þátt í Evrópukeppni FIBA Europe í byrjun júlí í sumar. Þrjár skagfirskar stúlkur voru valdar af Finni Jónssyni landsliðsþjálfara í 25 manna æfingahóp leikmanna sem kemur saman eftir miðjan maí til æfinga. Endanlega lið verður svo valið í kjölfarið úr þeim hópi en hópurinn er skipaður leikmönnum sem fæddir eru 1998 og 1999. Aðstoðarþjálfari liðsins verður Hörður Unnsteinsson.
Meira

Stólarnir sóttu sigur í Breiðholtið

Fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvígi ÍR og Tindastóls fór fram í Breiðholtinu í gærkvöldi. Það var trú flestra spekinga að þetta væri gott tækifæri fyrir Stólana að stela heimavallarréttinum af vængbrotnu liði ÍR sem leikur fyrstu tvo leikina gegn Tindastóli án Ryan Taylor sem er í leikbanni. Þetta tókst strákunum, sem unnu mikilvægan sigur gegn baráttuglöðum ÍR-ingum, en þrátt fyrir að leiða nánast allan leikinn og hafa oft náð góðu forskoti þá hengu heimamenn inni í leiknum fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-89 og Stólarnir 1-0 yfir í einvíginu.
Meira

Jón Gísli lagði upp seinna mark Íslands

Jón Gísli Eyland leikmaður Tindastóls er þessa dagana erlendis með U16 ára landsliði Íslands en í gær lék liðið gegn Eistlandi. Jón Gísli var í byrjunarliðin, lék á miðjunni og lagði upp seinna mark Íslands í 2-1 sigri. Næsti leikur er gegn Litháen á morgun en leikið er í Gargzdai í Litháen.
Meira