Húrra Tindastóll og húrra ÍR!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.04.2018
kl. 02.05
Tindastólsmönnum tókst ætlunarverkið. Strákarnir okkar eru komnir í úrslitin eftir að hafa slegið ÍR út í kvöld í snargeggjuðum körfuboltaleik í Síkinu. Þetta var leikurinn þar sem spennan og stemningin braut alla skala – hér var botnstillingin ekki tíu heldur ellefu. Dramatíkin var ekki síðri og menn eiga örugglega eftir að tala lengi um Troðsluna© frá Davenport í Skagafirði. Maður lifandi! Lokatölur voru 90-87 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni.
Meira