Skráning hafin á Landsmótið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
02.04.2018
kl. 12.45
„Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vinahópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþróttafélagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar. Þarna verður einnig hefðbundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í gær var opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki.
Meira