Íþróttir

Skráning hafin á Landsmótið

„Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vinahópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþróttafélagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar. Þarna verður einnig hefðbundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í gær var opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki.
Meira

Ívar Ásgríms fór á skíði í Tindastól

Það vakti athygli um helgina að Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. karlaliðs Hauka í körfuboltanum, skellti sér á skíði í Tindastól en það ku veita á gott í baráttu liðsins í Domino´s deildinni. Eftir misjafnt gengi Haukana á síðasta tímabili fór hann í skíðaferð undir lok tímabils, kom til baka og liðinu fór að ganga betur, eins og segir á Karfan.is.
Meira

170 þátttakendur gengu á Skíðagöngumóti í Fljótum

Það er ekki laust við að það hafi orðið ansi hressileg fólksfjölgun í Fljótum í Skagafirði í gær þegar fram fór hið árlega skíðagöngumót Fljótamanna. Á Facebook-síðu mótsins segir að mótið hafi verið algerlega ótrúlegt en um 170 þátttakendur gengu í blíðu og gleði.
Meira

Það væsir ekki um skíðafólk í Skagafirði

Það er hið ágætasta veður á Norðurlandi vestra í dag, reyndar skýjað en vindur lítill og hiti yfir frostmarki. Það ætti því ekki að væsa um skíðakappa sem ýmist renna sér til ánægju á skíðasvæðinu í Tindastóli eða taka þátt í árlegu skíðagöngumóti í Fljótum sem hófst nú kl. 13:00.
Meira

Tindastólsmenn heimsækja Breiðholtið í fyrsta undanúrslitaleiknum þann 4. apríl

Það varð loks ljóst í gærkvöldi hverjir yrðu andstæðingar Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildarinnar þegar deildarmeistarar Hauka mörðu spræka Keflvíkinga í oddaleik í Hafnarfirði. Þar sem þau fjögur lið sem enduðu í efstu fjórum sætunum í deildinni eru öll komin áfram þá mæta Haukar liðinu í fjórða sæti, KR, og ÍR, sem vermdi annað sætið, fær lið Tindastóls í heimsókn.
Meira

Randsokkaðir Molduxar halda vormót sitt 12. maí

Nú er síðasti sjens að kaupa sokka til styrktar Mottumars en síðasti söludagur sokkanna er í dag, mánudaginn 26. mars. Hægt er að nálgast sokkana í mörgum verslunum landsins sem og á vefverslun Krabbameinsfélags Íslands. Körfuboltafélagið Molduxar fékk sér þessa líka æðislegu sokka og hvetur önnur félög og hópa að gera það sama.
Meira

Stólarnir bitu Grindvíkinga af sér og eru komnir í undanúrslit

Um 650 manns mættu í Síkið í kvöld til að sjá þriðju viðureign Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Ljóst var að með sigri næðu Stólarnir að senda Suðurnesjapiltana í snemmbúið sumarfrí en lið Tindastóls hafði unnið fyrri leiki liðanna. Það var því næsta víst að gestirnir kæmu baráttuglaðir til leiks, staðráðnir í að framlengja einvígið. Leikurinn var æsispennandi og jafn, gestirnir oftar en ekki með frumkvæðið, en þegar leið að lokum þá reyndust Stólarnir sleipari á svellinu og unnu frábæran sigur, 84-81, og eru því komnir í undanúrslitin.
Meira

Krækjur unnu sig upp í aðra deild

Síðasta keppnishelgi Íslandsmótsins í Blaki fór fram um síðustu helgi. Krækjur frá Sauðárkróki spiluðu sína síðustu fimm leiki í 3. deild á Neskaupstað og náðu að knýja fram fjóra sigra en einn leikur tapaðist. Birnur Bombur frá Hvammstanga léku á Ísafirði og Birnur A í Kópavogi.
Meira

Þrjú frá Tindastól í landsliðshópi í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt landsliðshóp sinn fyrir 2018 en í honum eru þrír Skagfirðingar, Ísak Óli Traustason í grindahlaupi og fjölþraut, Jóhann Björn Sigurbjörnsson í spretthlaupum og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í hástökki.
Meira

Rúnar Már sjóðheitur í svissneska boltanum og settann í sammarann

Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson var á dögunum ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni nú í landsliðsglugganum. Hann minnti þó á sig í kjölfarið því um helgina gerði hann glæsimark og lagði upp sigurmark í leik St. Gallen gegn fyrrverandi félögum hans í Grasshoppers í efstu deildinni í Sviss.
Meira