Íþróttir

Tindastólsmenn í tómu tjóni í Vesturbænum

Það leit allt út fyrir hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar lið KR og Tindastóls mættust í einum af stórleikjum tímabilsins í Dominos-deildinni. Það væri þó synd að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks að þessu sinni því KR-ingar hreinlega rúlluðu yfir okkar menn. Eins og stundum áður í viðureignum þessara liða þá var það Brynjar Þór Björnsson sem þurfti endilega að hitta á stjörnuleik. Lokatölur voru 97-69 fyrir KR.
Meira

Tindastóll mætir KR í kvöld

Það er hlaupin spenna í Domino´s deildina hjá körlunum en ÍR-ingar tylltu sér á toppinn með sigri á Grindavík í gær með 16 stig jafn mörgum og Tindastóll en vinninginn í innbyrðisviðureignum þar sem ÍR vann Stólana í fyrsta leik tímabilsins. Með sigri á KR í kvöld munu Stólarnir endurheimta toppsætið en leikið er í DHL höllinni syðra.
Meira

Arnar í eldlínunni í dag

Landslið Íslands í körfubolta tekur á móti Búlgörum í undankeppni HM 2019 í kvöld í Laugardalshöll. Tindastólsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson er í liðinu og mun verða í eldlínunni í kvöld en Axel Kára „dró sig í hlé“.
Meira

Tveir Stólar í körfuboltalandsliðinu

Craig Pedersen þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfubolta tilkynnti í gær þá 12 leikmenn sem halda til Tékklands í dag til að etja kappi við heimamenn í undankeppni HM. Arnar Björnsson og Axel Kára, leikmenn Tindastóls, eru þar á meðal.
Meira

Skagfirskar stúlkur sterkar í kúluvarpi

Þrjár skagfirskar stúlkur náðu góðum árangri á Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum sl. laugardag þegar þær kepptu í kúluvarpi. Andrea Maya Chirikadzi sigraði með kasti upp á 10,20 m, Stefanía Hermannsdóttir varð í 3. sæti með 8,86m og Inga Sólveig Sigurðardóttir í 5. sæti, kastaði 7,87 m sem er persónulegt met. Þá varð Inga Sólveig einnig í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 13,60 sek.
Meira

Stólarnir á toppnum eftir sigur gegn Hetti

Tindastóll fékk Hött Egilsstöum í heimsókn í Síkið í kvöld en Stólarnir eru sem kunnugt er á toppi Dominos-deildarinnar en Höttur eru neðstir, höfðu ekki unnið leik í deildinni þegar þeir komu á Krókinn. Það varð svosem engin breyting á því þó svo að gestirnir hafi haft í fullu tréi við heimamenn fram að hléi í kvöld því lið Tindastóls tók öll völd í síðari hálfleik og sigraði 91-62.
Meira

Hattarmenn í heimsókn í kvöld

Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino´s deild karla í körfubolta þar sem Haukar taka á móti Njarðvík, Þór Akureyri á móti ÍR, Grindavík á móti Stjörnunni, Keflavík á móti KR og svo aðalleikurinn þar sem Tindastóll, efsta lið deildarinnar, tekur á móti botnliði Hattar frá Egilsstöðum.
Meira

Ólína Sif og Missouri State hafa náð frábærum árangri

Ólína Sif Einarsdóttir knattspyrnustúlka úr Tindastóli hélt síðasta vetur í víking til Bandaríkjanna þar sem hún fékk styrk til að stunda nám og spila knattspyrnu fyrir Missouri State háskólann. Hún er nú annan veturinn í westrinu og skólaliðið hennar náði á dögunum frábærum árangri, þegar þær sigruðu svokallað Missouri Valley Tournament og eru á leiðinni í NCAA úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 17 ár.
Meira

Hester óbrotinn

Eftir ítarlegar rannsóknir er komið í ljós að Antonio Hester, leikmaður Tindastóls í körfubolta er óbrotinn. Þetta kom í ljós í dag eftir greiningu á ómmyndum sem teknar voru fyrr í vikunni.
Meira

Þórsarar kafsigldir í Síkinu

Það var boðið upp á frekar kostulegan leik í Síkinu í kvöld þegar lið Þórs frá Þorlákshöfn mætti á Krókinn. Bæði liðin tefldu fram splunkunýjum Könum og voru báðir talsvert ryðgaðir við fyrstu sýn. Þórsarar stóðu í Tindastólsmönnum langt fram í annan leikhluta en þegar Stólarnir stigu upp í varnarleiknum þá sprungu gestirnir á limminu og heimamenn biðu kærlega að heilsa. Lokatölur 92-58.
Meira