Tindastólsmenn í tómu tjóni í Vesturbænum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.12.2017
kl. 21.54
Það leit allt út fyrir hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar lið KR og Tindastóls mættust í einum af stórleikjum tímabilsins í Dominos-deildinni. Það væri þó synd að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks að þessu sinni því KR-ingar hreinlega rúlluðu yfir okkar menn. Eins og stundum áður í viðureignum þessara liða þá var það Brynjar Þór Björnsson sem þurfti endilega að hitta á stjörnuleik. Lokatölur voru 97-69 fyrir KR.
Meira