Hefur Guð ekkert brýnna að gera?
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.09.2018
kl. 13.39
Aðeins hefur verið rætt og ritað um heppnisskot og/eða hæfileika séra Hjálmars Jónssonar á grænum golfgrundum landsins. Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að sérann væri nú þrisvar sinnum búinn að fara holu í höggi, sem þykja nú vanalega töluverð tíðindi í golfheimum. Þó svo að það að fara holu í höggi sé kannski algengara en margan grunar þá eru örugglega einhverjir, jafnvel fjölmargir, kylfingar sem hafa beðið Guð að hjálpa sér við þessi afreksverk í gegnum tíðina en ekki verið bænheyrðir.
Meira