Íþróttir

Forsala miða á bikarleikinn stendur yfir

Úrslitaleikir Maltbikarsins í körfubolta fara fram í næstu viku þegar Keflavík og Snæfell annars vegar og Skallagrímur og Njarðvík hins vegar mætast í kvennaflokki. Hjá körlunum eru það Haukar og Tindastóll og KR og 1. deildarlið Breiðabliks sem eigast við. Forsala miða fer fram á Tánni, Skagfirðingabraut 6 á Sauðárkróki og einnig verða seldir miðar meðan á leik Tindastóls og Vals stendur yfir nk. sunnudag í Síkinu.
Meira

Tindastóll sækir ÍR heim í kvöld

Fyrstu Fjórir leikirnir í seinni umferð Domino's deild karla fara fram í kvöld og munu Stólarnir mæta ÍR-ingum í Hertz-Hellinum í Seljaskóla. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og því verður TindastólsTV ekki á staðnum. Stuðningsmenn Tindastóls á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta og styðja við strákana sem eiga harma að hefna frá fyrsta leik tímabilsins er Stólarnir lutu í parket á heimavelli.
Meira

Jón Gísli til Hvíta Rússlands

Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, er á meðal tuttugu annarra sem Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu valdi í hóp sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfingamóti. Jón Gísli er á 16. ári en þrátt fyrir ungan aldur átti hann fast sæti í meistaraflokki Tindastóls síðasta keppnistímabil.
Meira

Perla varð íþróttamaður tveggja sveitarfélaga

Perla Ruth Albertsdóttir frá Eyjanesi í Húnaþingi gerði það gott í handboltanum með liði Selfoss á seinasta ári auk þess að leika sínu fyrstu A-landsleiki og uppskar eftir því. Áður en árið var liðið hafði hún fengið þrjá heiðurstitla þar sem hún var valin Íþróttakona UMF Selfoss, Íþróttakona Árborgar og Íþróttamaður USVH. „Stolt, þakklæti og gleði. Er heldur betur spennt og tilbúin fyrir 2018,“ segir hún á Facebook.
Meira

Gamlársdagshlaupið á sínum stað

Hið árlega gamlársdagshlaup verður haldið á Sauðárkróki og hefst klukkan 13 fráíþróttahúsinu. Skráning skráning í anddyri að norðan frá klukka 12 og er ekkert þátttökugjald.
Meira

Ísak Óli Traustason Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Íþróttamaður Skagafjarðar UMSS 2017 var valinn við Hátíðlega athöfn í Húsi frítímans í gærkvöldi. Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason frá Tindastól hlaut titillinn að þessu sinni. Einnig var lið ársins valið og þjálfari ársins. Meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var kjörið lið ársins og þjálfari ársins er Israel Martin hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira

Kári Marísson fékk samfélagsverðlaun Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta stendur nú yfir og þrír leikir í fullum gangi hverju sinni. Átján lið taka þátt og reyna með sér þangað til úrslit liggja fyrir í dagslok. Við mótssetningu var Kára Maríssyni veitt Samfélagsviðurkenningu Molduxa.
Meira

Harkan sex í jólacrossfitkeppni á Króknum

Crossfit550 á Sauðárkróki stóð fyrir crossfitkeppni sl. fimmtudagskvöld þar sem allir gátu tekið þátt sem eitthvað hafa komið nálægt íþróttinni. Erna Rut Kristjánsdóttir, eigandi stöðvarinnar segir að um lítið og létt jólamót hafi verið að ræða þeim til skemmtunar.
Meira

Hart barist á jólamóti Tindastóls í Júdó

Jólamót Tindastóls í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær og voru keppendur alls 22 frá fjögurra til sautján ára aldri. Jólamótið markar lok haustannar hjá júdódeildinni og er opið öllum iðkendum Tindastóls.
Meira

Perla Ruth íþróttakona Umf. Selfoss

Handknattleikskonan úr Húnaþingi vestra, Perla Ruth Albertsdóttir, var um helgina kjörin íþróttakona ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss. Perla Ruth er lykilleikmaður í ungu liði Selfoss sem tryggði sér áframhaldandi sæti í Olísdeildinni í vor og situr í 6. sæti deildarinnar sem stendur.
Meira