Forsala miða á bikarleikinn stendur yfir
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.01.2018
kl. 15.08
Úrslitaleikir Maltbikarsins í körfubolta fara fram í næstu viku þegar Keflavík og Snæfell annars vegar og Skallagrímur og Njarðvík hins vegar mætast í kvennaflokki. Hjá körlunum eru það Haukar og Tindastóll og KR og 1. deildarlið Breiðabliks sem eigast við. Forsala miða fer fram á Tánni, Skagfirðingabraut 6 á Sauðárkróki og einnig verða seldir miðar meðan á leik Tindastóls og Vals stendur yfir nk. sunnudag í Síkinu.
Meira