Stólarnir höltruðu til ósigurs í Þorlákshöfn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.01.2019
kl. 20.33
Lið Tindastóls spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á nýju ári þegar þeir skottuðust suður í Þorlákshöfn og léku við lið Þórs. Heimamenn hafa verið að ná jafnvægi í leik sinn og komnir með lúmskt sterkan hóp. Það mátti því búast við hörkuleik og sú varð raunin en þegar leið á leikinn urðu meiðsli Tindastólsmanna til þess að liðið náði ekki vopnum sínum á lokakaflanum og heimamenn lönduðu sætum sigri. Lokatölur 98-90 og klárlega ekki sú byrjun á árinu sem stuðningsmenn Stólanna óskuðu sér.
Meira
