Íþróttir

Frábær endurkoma Tindastóls í Ásgarði

Tindastóll sótti lið Stjörnunnar heim í Garðabæ í kvöld í síðasta leik ársins í Dominos-deildinni í körfubolta. Reiknað var með hörðum slag og það vantaði ekkert upp á það. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina framan af og leiddu með 14 stigum í hléi en Stólarnir komu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og voru snöggir að jafna metin og voru síðan sterkari aðilinn þar til yfir lauk. Lokatölur 80-86 í Ásgarði þar sem Pétur Birgis var bestur.
Meira

Jólamót Molduxa á sínum stað

24. jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju í Síkinu á Sauðárkróki annan dag jóla en þá mæta ungir sem gamlir Króksarar og leika körfubolta af miklum móð. Mótssetning hefst stundvíslega klukkan 10:55 með veitingu Samfélagsviðurkenningar Molduxa en strax á eftir eru fyrstir leikir flautaðir á. Keppt verður í einum flokki, og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð.
Meira

Tindastóll og Haukar drógust saman í undanúrslitum Maltbikarsins

Dregið var í fjögurra liða úrslit í Maltbikarnum í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. Þangað hafði fulltrúum liðanna sem sæti eiga í undanúrslitum hjá körlum og konum verið boðaðir, sem og fjölmiðlar. Bestu lið Domino´s deildarinnar, Haukar og Tindastóll, drógust saman annars vegar og KR og 1. deildarlið Breiðabliks hins vegar í karlaflokki.
Meira

Allt sjóðandi vitlaust í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu ÍR

Það var drama og æsispenna í sjóðbullandi Síkinu í kvöld þegar lið Tindastóls og ÍR slógust um sæti í fjögurra liða úrslitum Maltbikarsins. Gestirnir úr Breiðholtinu virkuðu sterkari framan af leik og voru átta stigum yfir fyrir lokafjórðunginn en Stólarnir sættu sig ekki við tap í kvöld og komust inn í leikinn með rosalegri baráttu og góðum varnarleik og hrifsuðu sigurinn af ÍR-ingum á lokakafla leiksins. Það reyndist því aðeins meira Malt í Stólunum en ÍR að þessu sinni og lokatölur 78-74.
Meira

Tindastóll-ÍR í Maltbikarnum í kvöld

Í kvöld fara fram síðustu þrír leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum og hefjast allir kl. 19:15. ÍR kemur á Krókinn og spurning hvort liðið verður búið að tanka meira malt þegar rimman hefst í Síkinu.
Meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks UMSS

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin 26. nóvember sl., en þar var verðlaunað afreksfólk UMSS á árinu 2017. Ísak Óli og Þóranna Ósk valin íþróttafólk UMSS.
Meira

Stólarnir náðu ekki að slökkva á Loga

Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Meira

Skákþingi Skagafjarðar lokið - Pálmi Sighvats Skagafjarðarmeistari

Pálmi Sighvatsson sigraði á Skákþingi Skagafjarðar, sem lauk sl. miðvikudagskvöldi en hann hlaut fullt hús stiga, 5 vinninga af 5 mögulegum. Titilinn hafði hann tryggt sér fyrir síðustu umferð með eins og hálfs vinnings forskot.
Meira

Stólarnir taka á móti Njarðvík í kvöld

Tindastóll tekur á móti Njarðvík í 10.umferð Domino´s deildarinnar í kvöld á Sauðárkróki. Ljóst má vera að Stólarnir munu gera allt til að sigra eftir fremur slæma ferð í höfuðborgina sl. mánudag. Helgi Rafn segir að sá leikur sé búinn og nú sé bara áfram gakk.
Meira

Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi sl. laugardag. Keppendur voru samtals 42 og komu frá þremur Júdófélögum á Norðurlandi: Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri.
Meira