Frábær endurkoma Tindastóls í Ásgarði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.12.2017
kl. 22.37
Tindastóll sótti lið Stjörnunnar heim í Garðabæ í kvöld í síðasta leik ársins í Dominos-deildinni í körfubolta. Reiknað var með hörðum slag og það vantaði ekkert upp á það. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina framan af og leiddu með 14 stigum í hléi en Stólarnir komu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og voru snöggir að jafna metin og voru síðan sterkari aðilinn þar til yfir lauk. Lokatölur 80-86 í Ásgarði þar sem Pétur Birgis var bestur.
Meira