Íþróttir

Stólarnir höltruðu til ósigurs í Þorlákshöfn

Lið Tindastóls spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á nýju ári þegar þeir skottuðust suður í Þorlákshöfn og léku við lið Þórs. Heimamenn hafa verið að ná jafnvægi í leik sinn og komnir með lúmskt sterkan hóp. Það mátti því búast við hörkuleik og sú varð raunin en þegar leið á leikinn urðu meiðsli Tindastólsmanna til þess að liðið náði ekki vopnum sínum á lokakaflanum og heimamenn lönduðu sætum sigri. Lokatölur 98-90 og klárlega ekki sú byrjun á árinu sem stuðningsmenn Stólanna óskuðu sér.
Meira

Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið valin íþróttamaður USVH árið 2018. Einnig var Perla valin íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar. Glæsilegur árangur hjá Perlu, ekki síst þar sem þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þessa sæmd hjá sömu aðilum.
Meira

Axel Kára tekur skóna fram á ný

Þá er boltinn farinn að rúlla aftur eftir jólafrí og ýmislegt í gangi hjá körfuknattleiksdeild Tidastóls. Á Facebook-síðu deildarinnar kemur fram að Axel Kárason sé aftur kominn í æfingahóp meistaraflokks en eins og kunnugt er hefur Axel verið í pásu frá körfu síðan í haust.
Meira

Þóranna Ósk íþróttamaður Skagafjarðar

Í kvöld fór fram athöfn í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni-, liði- og þjálfara Skagafjarðar 2018. Auk þess voru hvatningarverðlaun UMSS veitt og viðurkenningar fyrir landsliðsþátttöku keppenda og þjálfara aðildarfélaga UMSS. Lið ársins er meistaraflokkur Tindastóls kvenna í knattspyrnu, þjálfari var valinn Sigurður Arnar Björnsson og íþróttamaður Skagafjarðar er Þóranna Sigurjónsdóttir.
Meira

Skotfélagið slæmar fréttir sigurvegarar Jólamóts Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, öðrum degi jóla, í Síkinu á Sauðárkróki, alls 18 lið tóku þátt eða í kringum 150 manns. Í úrslitarimmunni áttust við Skotfélagið slæmar fréttir og Hádegisbolti sem endaði með sigri Skotfélagsins.
Meira

Stólarnir á toppnum yfir hátíðirnar - Viðtal við Helga Frey

Tindastóll gerði góða ferð til Keflavíkur í gær þegar fyrri leikir síðustu umferðar Domino´s deildar voru spilaðir. Keflavík, sem situr í 3. sæti, hefði með sigri komist á toppinn með Njarðvík sem nú deilir toppnum með Stólunum með 20 stig en okkar menn eru með betra stigahlutfall og tróna því aðeins hærra á stigatöflunni yfir hátíðirnar.
Meira

16 þristar verðlaunaðir með 16 Risa Þristum

Það var smá húllumhæ í Síkinu í gær þar sem leikmenn Tindastóls voru á lokaæfingu fyrir jólafrí og lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildarinnar sem fram fer í Keflavík í kvöld. Í tilefni af Íslandsmeti Brynjars Þórs Björnssonar í þristahittni á dögunum tók stjórn körfuknattleiksdeildar sig til og færði kappanum ágæta gjöf; treyjuna sem hann spilaði í í leiknum og 16 Risa Þrista.
Meira

Flottir krakkar á jólamóti Tindastóls í júdó

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls kepptu á jólamóti sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Góð mæting var á mótið sem markar lok starfs júdódeildarinnar á árinu. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 17 stelpur og 9 strákar. Rúmlega þriðjungur keppenda æfir austan Vatna, en æfingar fram á Hofsósi einu sinni viku undir handleiðslu Jakobs Smára Pálmasonar, bónda í Garðakoti.
Meira

Stólarnir mæta Stjörnunni í Geysisbikarnum

Í gær var dregið í átta liða úrslit Geysisbikarsins í körfubolta. Ríkjandi bikarmeistarar, lið Tindastóls, dróst á móti Stjörnunni og fengu Stólarnir heimaleik. Ekki er búið að raða leikjum á ákveðna daga en ljóst að leikið verður annað hvort 20. eða 21. janúar í Síkinu.
Meira

Guðni þjálfar áfram og nokkrir leikmenn semja

Fyrir skömmu skrifuðu nokkrar heimastúlkur undir nýja samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Þær Bergljót Ásta Pétursdóttir, Eyvör Pálsdóttir og Krista Sól Nielsen skrifuðu allar undir sinn fyrsta samning á ferlinum. Þá framlengdu þær Guðrún Jenný Ágústssdóttir, Birna María Sigurðardóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga sína.
Meira