Íþróttir

„Svona fer þetta stundum og við áttum að gera betur,“ segir Helgi Freyr. Stólar taka á móti Stjörnunni í kvöld

Síðustu sex leikir í Domino´s deild karla í körfubolta fara fram í kvöld áður en úrslitakeppnin sjálf hefst og kemur þá í ljós hvaða lið parast saman í þeirri keppni. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og geta úrslitin haft áhrif á hvaða lið Tindastóll fær sem andstæðing í úrslitakeppninni. Aðrir leikir kvöldsins eru: Höttur – Njarðvík, Keflavík – ÍR, Haukar – Valur, Grindavík - Þór Ak. og Þór Þ. – KR. allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Meira

Njarðvík hafði betur gegn Stólum í háspennuleik

Það var sannkallaður spennuleikur í Ljónagryfjunni í Njarðvík á mánudagskvöldið er Tindastóll mætti heimamönnum í næstsíðustu umferð Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir hörkuspennandi og tvíframlengdan leik höfðu Njarðvíkingar betur með 103 stigum gegn 102. Njarðvíkingar hófu leikinn af meiri krafti en Stólarnir sem áttu erfitt með að finna leiðina að körfunni. Eftir tæpar sjö mínútur var staða orðin 16-6 fyrir heimamenn áður en Pétur Rúnar Birgisson náði að laga stöðuna með sniðskoti. Njarðvíkingar héldu áfram að salla niður körfum meðan lítið gekk hjá Stólum og staðan eftir fyrsta leikhluta 29-14.
Meira

Dúndurspenna á toppi Domino´s deildarinnar. Tindastóll sækir Njarðvík heim í Ljónagryfjuna

Tveir leikir fara fram í Domino´s deildinni í kvöld og þar með þeir síðustu í 21. og næstsíðustu umferð deildarinnar. Tindastóll getur með sigri jafnað Hauka sem ekki tókst að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í 3. sæti í 3. deild

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Grafavogi um helgina og má segja að þar sé um hápunkt skákvertíðarinnar á Íslandi að ræða. Skákmenn koma saman, hitta gamla vini, rifja upp gamla takta og berjast hart til sigurs, eins og segir á heimasíðu Skáksambands Íslands. Skákfélag Sauðárkróks tók þátt og endaði í 3. sæti í 3. deild.
Meira

Snilldarleikur Stólanna gegn gömlu góðu Vesturbæingunum

Stórleikur 20. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir leikinn og stemningin í Síkinu sjóðheit og hressandi. Leikurinn reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn sem fóru á kostum í vörn og sókn og sigruðu Íslandsmeistara KR af fádæma öryggi. Lokatölur 105–80 og allir með!
Meira

Stefnir í hörkuleik í Síkinu í kvöld – Tindastóll KR

Það má búast við hörkuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld er erkifjendurnir í Domino´s deildinni, Tindastóll og KR eigast við. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem keppast um að komast á toppinn í deildinni. Eins og staðan er nú sitja Haukar í efsta sætinu með 32 stig en ÍR í því öðru með 28 stig, jafnmörg og Tindastóll sem situr í því þriðja með verri stöðu í innbyrðis viðureignum við Haukana. Þriðja sætið verma svo KR-ingar sem gætu jafnað Stólana að stigum með sigri í kvöld.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í 60m grind

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um síðustu helgi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Á mótinu keppti fremsta frjálsíþróttafólk landsins og var hörkukeppni í flestum greinum. Á heimasíðu Tindastóls segir að sex Skagfirðingar hafi verið á meðal keppenda þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ísak Óli Traustason, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Óli Svavarsson, Vignir Gunnarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Meira

Rúnar Már með glæsimark fyrir St. Gallen

Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn skagfirski, Rúnar Már Sigurjónsson, skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu nú um helgina í 3-0 sigri St. Gallen í svissnesku deildarkeppninni. Rúnar, sem er félagsbundinn Grasshoppers í Sviss, hafði vistaskipti nú í janúarglugganum og spilar með liði St. Gallen sem er að berjast um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
Meira

Stólarnir æfa körfu á Hvammstanga í kvöld

Í kvöld mun Dominos-deildar lið Tindastóls í körfubolta heimsækja Hvammstanga og halda þar æfingu á nýja parketinu í íþróttahúsinu. Æfingin fer fram fyrir opnu húsi og eru allir áhugasamir á svæðinu hvattir til að mæta og verða vitni af því hvernig Maltbikarmeistararnir æfa.
Meira

Pétur sýndi góða takta gegn Tékkum

Pétur Rúnar Birgisson, 22 ára leikmaður Tindastóls, lék sína fyrstu landsleiki nú um helgina þegar Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði sterk landslið Finna og Tékka í frábærum og æsispennandi landsleikjum í Laugardalshöllinni. Pétur kom ekkert við sögu í fyrri leiknum gegn Finnum en hann fékk að láta til sín taka í naglbít gegn Tékkum í gær og stóð sig með mikilli prýði.
Meira