Íþróttir

Kormákur/Hvöt fær Hrunamenn í heimsókn

Meira

Fara í næsta leik til að vinna

Karlalandsliðið í körfubolta tapaði á móti Andorra í gær 83:81 á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Liðið hefur keppt þrjá leiki og er með tvö töp og einn sigur. Ísland leikur gegn Lúxemborg í dag kl. 17:30 og Svartfjallalandi á morgun kl. 15:00.
Meira

Jón Gísli valinn í landsliðsúrtak

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 2002 fer fram á Akranesi, dagana 12. - 16. júní nk. og mun Dean Martin þjálfari U16 hafa umsjón með mótinu. Jón Gísli Eyland Gíslason úr Tindastól hefur verið valinn í hóp 30 manna sem taka þátt.
Meira

Pétur Rúnar með 7 stig í stórsigri Íslands

Það var mikil stemmning hjá áhorfendum í körfuboltahöllinni í gærkvöldi þegar karlalandslið San Marínó mætti karlalandsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir einmitt í San Marínó. Skagfirðingurinn og Tindastólskappinn, Pétur Rúnar Birgisson, er í liði Íslands sem sigraði með 42 stigum, 95:53.
Meira

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um Jónsmessuhelgina, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins. Dagskráin er klár og búið að setja sérgreinastjóra yfir hverja grein. Landsmót UMFÍ fyrir fimmtíu ára og eldri hafa verið haldin víðs vegar um landið síðan fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótið hefur stækkað og dafnað með hverju árinu og hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt. Ómar Bragi býst við miklum fjölda á mótið nú í júní og hugsanlega metskráningum.
Meira

Húnvetningar lönduðu öðru sætinu í boccia

Félag eldri borgara í Vestur – Húnavatnssýslu lenti í öðru sæti á árlegu Vesturlandsmóti félags eldri borgara í boccia sem fram fór í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Þetta mun vera í ellefta skipti sem mótið er haldið en a.m.k. sex sveitarfélög hafa skipst á að hýsa það. Skessuhorn greinir frá því að til leiks hafi mætt að þessu sinni 16 sveitir; fjórar frá Akranesi, Borgarbyggð og Stykkishólmi og tvær sveitir frá Snæfellsbæ og Húnaþingi vestra.
Meira

Vormót Tindastóls í júdó

Vormót Tindastóls var haldið sl. sunnudag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Keppendur voru 40 talsins og komu frá fimm júdófélögum: Draupni á Akureyri, Pardusi á Blönduósi, JR í Reykjavík, Júdódeild Ármanns í Reykjavík auk Tindastóls.
Meira

Stólarnir fengu skell í Mosfellsbænum

Tindastólsmenn kíktu í Mosfellsbæinn á laugardaginn og léku við lið Aftureldingar í 2. deildinni. Heimamenn voru yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik en fengu síðan á sig holskeflu af mörkum síðasta hálftímann og töpuðu 5-1.
Meira

Hamrarnir sigruðu Stólastúlkur á Akureyri

Hamrarnir frá Akureyri mörðu sigur á stelpunum í Tindastól í 1. deildinni í knattspyrnu sl. föstudag en leikurinn fór fram í Boganum. Elva Marý Baldursdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. Mínútu. María Dögg Jóhannesdóttir varð fyrir óhappi rétt eftir hálfleik og var flutt á sjúkrahús, meidd á hné. Inn á fyrir hana kom Hrafnhildur Björnsdóttir.
Meira

Sex frá Tindastól í afreksbúðir KKÍ

KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur en þær eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands í körfubolta. Yfirþjálfarar búðanna völdu 60 drengi og 50 stúlkur allstaðar að af landinu til að taka þátt en þar muna yfirþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Afreksbúðir eru fyrir ungmenni fædd 2003 og verða haldnar tvisvar í sumar.
Meira