Ljósmyndavefur

Lífið er núna – svo sannarlega. Umsögn og myndir

Í gærkvöldi var boðað til heilmikillar skemmtidagskrár í Menningarhúsinu Miðgarði með yfirskriftinni Lífið er núna. Gestgjafar voru hjónin Jón Hallur Ingólfsson og Aðalbjörg Þ. Sigfúsdóttir og er óhætt að segja að máltækið „þröngt mega sáttir sitja“ hafi átt vel við því salurinn var smekkfullur af fólki og rúmlega það.
Meira

Skagafjörður skartaði sínu fegursta er Bauluhellir var heimsóttur - Myndir

Fjallið Tindastóll í Skagafirði hefur margar sögur að geyma og ýmsar kunnar. Ein er sú að hellir einn, Bauluhellir, hafi náð í gegnum fjallið og verið manngengur. Annar munninn er inn af Baulubás sem er austan í fjallinu norðanverðu, rétt utan Glerhallavíkur við Reyki á Reykjaströnd en hinn við Atlastaði í Laxárdal. Nafnið dregur hellirinn af því að sækýr trítlaði í gegn og sást við Atlastaði sem er gamalt eyðibýli milli Hvamms og Skíðastaða.
Meira

Vel lukkaðir Lummudagar í norðangolunni - Myndir

Það var mikið um að vera í Skagafirði um liðna helgi en þá stóðu Lummudagar yfir, Landsbankamót á Sauðárkróki þar sem hundruð stúlkna léku fótbolta og Drangey Music Festival fór fram á laugardagskvöldinu á Reykjum á Reykjaströnd.
Meira

Gleðiganga í norðansvalanum

Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í dag en hún markar lok skólastarfs hvers skólaárs. Eftir nokkuð frábrugðna kennslu fyrst í morgun, þar sem 10. bekkingar brugðu sér í hlutverk kennara, hópuðust nemendur saman og gangan hófst. Gengið var upp á sjúkrahús þar sem farið var í leiki á túninu og sungið fyrir vistmenn og starfsfólk. Þá var haldið af stað í bæinn og áð við ráðhúsið þar sem einnig var sungið fyrir starfsfólk þess. Þaðan var gengið út að Kirkjutorgi og snúið aftur í skólann þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur.
Meira

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið í dag

Alls brautskráðust 75 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af tólf námsbrautum í dag í hátíðlegri athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Rúmlega 550 nemendur stunduðu nám við skólann og um 60 manns störfuðu þar í vetur. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina sem stóð yfir í rúma tvær klukkustundir.
Meira

Vorstemning í lofti

Veðrið undanfarið hefur svo sannarlega hjálpað fólki til að finna fyrir fínni vorstemningu á landinu. Sól og hiti allt að og yfir 20 gráðurnar. Með hlýindunum fylgdi vorflóð í Héraðsvötnum í Skagafirði en bændur sem Feykir hafði samband við, vildu sem minnst gera úr þeim vatnavöxtum enda vanir þeim og oft með meiri látum og klakaburtði með tilheyrandi tjóni.
Meira

Hannesarskjólið á Nöfum vígt

Á Nöfum austan kirkjugarðs fór fram formleg vígsla Hannesarskjóls í gær. Er það hlaðinn, skeifulaga veggur úr torfi og grjóti, reistur til heiðurs Hannesi Péturssyni skáldi og rithöfundi. Skjólið er fallega hlaðið af Helga Sigurðssyni hleðslumeistara.
Meira

Sæluvikan sett formlega í gær

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsi Skagfirðinga í gær að viðstöddu fjölmenni. Meðal annars voru veitt samfélagsverðlaun Skagafjarðar, tónlistaratriði, úrslit vísnakeppni kynnt og opnun sýningar á verkum Hannesar Péturssonar og Jóhannesar Geirs.
Meira

Kótelettukvöld Lionsklúbbanna í Skagafirði

Á laugardagskvöldið var haldið heljarmikið kótelettukvöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Að þvi stóðu Lionsklúbbarnir fjórir í Skagafirði, Lionsklúbburinn Björk, Lionsklúbburinn Höfði, Lionsklúbbur Sauðárkróks og Lionsklúbbur Skagafjarðar en verkefnið er unnið í tilefni af því að á þessu ári fagnar Lionshreyfingin 100 ára afmæli sínu. Eins og Feykir.is hefur greint frá áður var tilgangurinn að safna fé til að setja upp skynörvunarherbergi í Iðju, dagþjónustu fatlaðra á Sauðárkróki.
Meira

Himinninn logaði glatt við Kálfshamarsvík

Það var mikil norðurljósasýning á himni sl. mánudagskvöld og náði Höskuldur B. Erlingsson á Blönduósi að fanga stemninguna á myndavélina sína. Hann segist hafa fylgst með síðum á netinu þar sem kemur fram áætlaður möguleiki á norðurljósum. Þennan dag bar öllum saman um það að kvöldið yrði magnað eða á kvarðanum 6 sem er mjög hátt að sögn hans.
Meira