„Mér fannst þetta ofboðslega gaman“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
17.09.2021
kl. 11.47
Hvorki Guðni Þór né Óskar Smári munu verða í brúnni hjá Stólastúlkum þegar þær spretta úr spori næsta sumar í Lengjudeildinni. Feykir hafði áður sagt frá því að Guðni þjálfari væri fluttur suður og í gær tilkynnti knattspyrnudeild Tindastóls að samningur Óskars Smára yrði ekki endurnýjaður. Það verður því nýr þjálfari sem tekur við liði Stólastúlkna. Feykir sendi Óskari Smára nokkrar spurningar til að tækla og það stóð ekki á svörum á þeim bænum frekar en fyrri daginn, enda kappinn alltaf hress og jákvæður.
Meira