Mannlíf

„Mér fannst þetta ofboðslega gaman“

Hvorki Guðni Þór né Óskar Smári munu verða í brúnni hjá Stólastúlkum þegar þær spretta úr spori næsta sumar í Lengjudeildinni. Feykir hafði áður sagt frá því að Guðni þjálfari væri fluttur suður og í gær tilkynnti knattspyrnudeild Tindastóls að samningur Óskars Smára yrði ekki endurnýjaður. Það verður því nýr þjálfari sem tekur við liði Stólastúlkna. Feykir sendi Óskari Smára nokkrar spurningar til að tækla og það stóð ekki á svörum á þeim bænum frekar en fyrri daginn, enda kappinn alltaf hress og jákvæður.
Meira

„Okkar tími í efstu deild verður lengi í minnum hafður“

Feykir sagði frá því fyrr í dag að Guðni Þór Einarsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, hefur nú sagt skilið við liðið sitt enda búinn að flytja sig um set suður á mölina. Óhætt er að fullyrða að Guðni hafi staðið sig með mikilli prýði og ávallt verið Tindastóli til sóma líkt og liðið sem hann þjálfaði. Í tilefni af þessum tímamótum sendi Feykir kappanum nokkrar spurningar.
Meira

Mikil ánægja með nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði

Gangnamenn úr Vatnsdal og Þingi vígðu á dögunum nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði. Hann kemur í stað þriggja eldri skála á leitarsvæði þeirra. Húnavatnshreppur fjármagnar þessar framkvæmdir. Í tilefni vígslunnar sunnudaginn 5. september klæddu menn sig upp á og nutu veislufanga í boði Birgis Ingþórssonar, gangnaforingja í Undanreið.
Meira

Lítið ljós tileinkað minningu Lalla

Nú í vikunni leit nýtt lag eftir Svein Arnar Sæmundsson dagsins ljós en lagið kallast einmitt Lítið ljós og er gullfallegt. Sveinn Arnar er frá Syðstu-Grund í Akrahreppi en hefur undanfarin 19 ár starfað sem organisti á Akranesi. „Lagið er tileinkað minningu vinar míns, Lárusar Dags Pálssonar,“ segir hann aðspurður um tilurð lagsins.
Meira

Akil DeFreitas hefur spilað erlendis frá 18 ára aldri

Einn af lykilleikmönnum liðs Kormáks/Hvatar í sumar, og sömuleiðis aðstoðarþjálfari liðsins, er Akil DeFreitas, 34 ára gamall atvinnufótboltamaður frá Trinidad og Tobago sem er lítil eyja í Karabíska hafinu. Akil segist yfirleitt spila á vinstri kanti en hann getur einnig spilað sem senter eða sem framliggjandi miðjumaður. Nú á þriðjudaginn gerði Akil sigurmark Kormáks/Hvatar þegar Húnvetningar mættu liði Hamars úr Hveragerði í hreinum úrslitaleik um sæti í 3. deild að ári. Hann hefur því heldur betur skrifað nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar í Húnavatnssýslum.
Meira

Það svíkur engan sódavatnið frá Akureyri!

Bók-haldið er einn af þeim þáttum sem prýða Feyki öðru hvoru. Fyrr í sumar bankaði Bók-haldið rafrænt upp á hjá sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni en eins og alþjóð veit er Gísli Reykvíkingur og einhver mesti Tinna-spekingur landsins. Ótrúlegt, en alveg dagsatt, þá var kappinn í sveit á unglingsárum sínum í Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á bænum Þórukoti í Víðidal.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir tilnefningum

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir í dag eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem þeir telja eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín eða störf í þágu samfélags okkar. Í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins segir að allir komi til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök, sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.
Meira

Frisbígolfvöllur vígður í blíðviðri á Blönduósi

Glæsilegur frisbígolfvöllur var formlega vígður í Fagrahvammi á Blönduósi í gær. Fulltrúar frá Frisbígolfþjónustu Akureyrar komu og kynntu íþróttina, helstu grunnatriði, köst og leikreglur. Á heimasíðu Blönduóss segir að frisbígolf sé frábær útivera og tilvalin fjölskylduskemmtun. Það eina sem þarf að gera er að mæta með frisbídiska og hefja leik. Frisbígolfvöllurinn verður opinn allt árið um kring.
Meira

Maður lifir og lærir og allt fer í reynslubankann!

Nú styttist óðfluga í að Íslandsmótunum í knattspyrnu ljúki. Lið Tindastóls, sem hefur í sumar spilað í efstu deild í fyrsta sinn, á eftir að spila tvo leiki í Pepsi Max-deild kvenna og eru í þeirri stöðu að þær verða að vinna báða leikina til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fyrri leikur liðsins er á Selfossi nú á laugardaginn en síðasti leikurinn er sunnudaginn 12. september þegar Stjörnustúlkur mæta á Krókinn. Af þessu tilefni sendi Feykir nokkrar spurningar á Bryndísi Rut Haraldsdóttir, fyrirliða Stólastúlkna, og spurði hana m.a. út í leikinn gegn Keflavík fyrr í vikunni og sumarið í efstu deild.
Meira

Bragi og Einar voru pínu stressaðir fyrir fyrsta leikinn

Þann 22. ágúst síðastliðinn var knattspyrnuleikur á Sauðárkróksvelli. Þá mættu Tindastólsmenn liði Ægis úr Þorlákshöfn og því miður voru úrslitin ekki á þann veg sem heimamenn óskuðu. Þetta reyndist síðasti leikur Stólanna undir stjórn Hauks Skúlasonar þjálfara en þessi síðasti leikur hans verður örugglega lengi minnisstæður tveimur bráðefnilegum pjökkum sem voru valdir í byrjunarlið í meistaraflokki í fyrsta sinn. Þetta voru þeir Bragi Skúlason og Einar Ísfjörð Sigurpálsson en þeir eru báðir fæddir árið 2005 og því 16 ára á árinu. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir strákana.
Meira