Mannlíf

Líf og fjör í Grunnskóla Húnaþings vestra

Það verður seint sagt að það ríki einhver lognmolla í grunnskólum landsins og krakkarnir og kennararnir eru alltaf eitthvað að sýsla. Þegar heimasíða Grunnskóla Húnaþings vestra er skoðuð má sjá að þar hefur verið líf og fjör í síðustu viku.
Meira

Skólabörn í Blönduskóla fengu fulltrúa frá slökkviliðinu í heimsókn

Á heimasíðu Blönduskóla á Blönduósi segir af því að nemendur í þriðja og fjórða bekk hafi síðastliðinn föstudagsmorgun fengið heimsókn frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna.
Meira

Yngstu nemendur Varmahlíðarskóla fóru í vettvangsferð í Vesturdal

Nemendur í 1. og 2. bekk Varmahlíðarskóla fóru, ásamt kennurum, í vettvangsferð í Goðdalakirkju síðastliðinn miðvikudag. Á heimasíðu skólans segir að lagt var af stað frá Varmahlíðarskóla að loknum morgunverði og lá leiðin fram í Vesturdal að skoða kirkjuna og sjá silfurkrossinn sem hangir þar á vegg.
Meira

Ljósin tendruð og jólin færast nær

Í upphafi skóladags héldu nemendur Árskóla á Sauðárkróki í árlega friðargöngu út í bæ. Morguninn tók fallega á móti krökkunum, veðrið var stillt þó sannarlega væri nokkuð kalt. Friðarljósið var síðan fært upp Kirkjustíginn og staðnæmdist loks við krossinn á Nöfunum og síðan voru ljósin á honum tendruð. Viðburður sem jafnan kveikir jólaneistann í hugum flestra Króksara. 
Meira

Bara ýtt á rec og rúllað af stað – Spjallað við Eystein Ívar hlaðvarpara

Nú eru allir sem vettlingi geta valdið að ýmist varpa öndinni út um allt eða að hlusta á andvörpin – já eða hlaðvörpin. Í nútímanum geta allir verið með dagskrárvaldið en eitt er að búa til hlaðvarp og annað að fá hlustun. Feykir heyrði í gömlum kunningja, Eysteini Ívari Guðbrandssyni, sem hefur verið að gera það gott á þessum hlaðvarpsmiðum og spurði hann aðeins út í hvað hann væri að brasa á þessum síðustu og verstu.
Meira

Friðarganga, tendrun ljósa, jólasveinalest og jólabingó

Eins og allir ættu að vita þá eru í gildi samkomutakmarkanir á Íslandi og af þeirri ástæðu verður aðventunni fagnað með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði dagana 26.-28. nóvember – þó reyndar með svipuðu sniði og í fyrra þar sem samskonar staða var uppi í samfélaginu. Í Skagafirði verður ekki formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi og ekki verða Rótarýfélagar með jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum. Sveitarfélagið tekur hins vegar upp þráðinn frá í fyrra og býður að nýju upp á jólasveinalest og hreyfi-jólabingó.
Meira

Elinborg færði Bókasafni Húnaþings vestra nótnasafn sitt að gjöf

Sagt er frá því á Facebook-síðu Bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþings vestra að bókasafninu barst í gær góð gjöf þegar Elinborg Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi skólastjóri tónlistarskóla Húnaþings vestra, færði safninu nótnasafn sitt sem spannar 43 ára starfsferil en síðustu 35 árin var hún leiðandi í tónlistarlífi Húnaþings vestra.
Meira

JólaFeykir mættur ferskur – fjölbreyttur og fínn

Þá er JólaFeykir 2021 kominn úr prenti; samsettur, heftaður og fínn og er drefing á blaðinu þegar hafin. Einhverjir ættu að fá hann inn um póstlúgina í dag og vonandi verður hann kominn á sína áfangastaði að mestu fyrir helgi. Blaðinu er dreift í öll hús á Norðurlandi vestra og svo fá áskrifendur utan svæðisins að sjálfsögðu blaðið sent. Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi aðventunnar.
Meira

Skagfirskur flugmaður lendir þotu á Suðurskautslandinu

Það er ekki á hverjum degi sem flugmaður með ættartréð að hálfu rótfast í Fljótum lendir á Suðurskautslandinu en sú var nú eigi að síður raunin í vikunni. Það er sennilega alveg óhætt að fullyrða að Ingvar Ormarsson, flugmaður Icelandair og fyrrum 3ja stiga skytta Tindastóls, sé fyrsti Fljótamaðurinn til að lenda þotu á þeirri snjóhvítu álfu hnattarins. Feykir setti sig að sjálfsögðu í samband við kappann að ferðalagi loknu og komst meðal annars að því að hann var í síðum.
Meira

Foreldrafélagið færir leikskólanum Barnabæ góða gjöf

Foreldrafélag Barnabæjar gaf leikskólanum Barnabæ alls 220 segulkubba nú á dögunum. Í frétt á vef Blönduósbæjar segir að um sé að ræða Magna Tiles kubba sem eru mjög vinsælir hjá 3ja ára og eldri en segulkubbarnir eru tilvaldir til að efla sköpunargáfu barnanna, vísindi, tilraunir, stærðfræði og fleira.
Meira