Fréttir

Skatastaðavirkjun í Skagafirði | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Skatastaðavirkjun er hugsuð til þess að virkja Austari Jökulsá í Skagafirði. Uppsett afl virkjunar er 156 MW, orkugeta 1090 GWh/ár. Til þess að svo megi verða þarf að skapa uppistöðulón á hálendinu í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta lón kæmi til með að verða um það bil 26,3 km2eða um það bil helmingi minna en Blöndulón. Öll aðrennslisgöng að og frá stöðvarhúsi eru fyrirhuguð neðanjarðar þannig að með góðum frágangi ættu ekki að verða mikil náttúruspjöll.
Meira

Nýframkvæmdir fyrir einn og hálfan milljarð á árinu

Feykir sendi Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, spurningar þar sem forvitnast er um nokkur helstu verkefni sveitarfélagsins og mál sem verið hafa í umræðunni, eins og byggingu menningarhúss á Sauðárkróki og íþróttahús við Grunnskólann austan Vatna. „Verkefnin eru mörg og margvísleg en framkvæmdir eru eitthvað sem flestir hafa áhuga á,“ segir Sigfús Ingi þegar hann er spurður út í helstu verkefni ársins hjá Skagafirði...
Meira

Aþena nældi í sigur þrátt fyrir magnaða endurkomu Stólastúlkna

„Við erum staðráðnar í að svara fyrir okkur á þriðjudaginn og ég skora á alla Tindastólsmenn að mæta í Síkið og fylkja sér að baki okkar og aðstoða okkur við að vinna þann leik svo við getum farið í hreinan úrslitaleik eftir það,“ sagði Helgi þjálfari Margeirs eftir grátlega naumt tap gegn liði Aþenu í Breiðholtinu í gærkvöldi. Eftir magnaða endurkomu Stólastúlkna þar sem þær unnu upp níu stiga mun á 85 sekúndum undir lok leiksins þá var það Sianni Martin sem gerði sigurkörfu Aþenu með erfiðu skoti sem hún setti í. Lokatölur 80-78.
Meira

Minnisvarði um örlög séra Odds og Solveigar afhjúpaður

Frá því Agnar Gunnarsson flutti í Miklabæ í Blönduhlíð fyrir tæplega fjörtíu árum hafa honum verið hugleikin hin dapurlegu örlög sr. Odds og Solveigar. Agnar segir söguna af þeim hafa á sér þjóðsagnablæ, sem hefur lifað allt frá síðari hluta 18.aldar. Agnari langaði að minningu þeirra yrði haldið á lofti inn í komandi tíma og hefur af því tilefni látið gera minnisvarða sem vígður var við hátíðlega athöfn laugardaginn 27. apríl.
Meira

,,Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar sem mér langar til að gera,,

Kristín Lind Sigmundsdóttir er 24 ára gömul og er búsett á Króknum ásamt kærastanum sínum honum Hauki Ingva og litlu stelpunni þeirra Kötlu Daðey. Kristín Lind vinnur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra og er að klára sjúkraliðanám.
Meira

Stór sigur á Stjörnunni í Garðabænum

Eftir tvo tapleiki í byrjun móts var pínu presssa á liði Tindastóls að krækja í stig í Garðabænum í kvöld þegar Stólastúlkur sóttu lið Stjörnunnar heim. Eins og reikna mátti með sat lið Tindastóls aftarlega á vellinum en beitti snörpum skyndisóknum þegar boltinn vannst. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi verið talsvert meira með boltann í kvöld þá unnu gestirnir sanngjarnan sigur, gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og hefðu hæglega getað unnið stærra. Lokatölur 0-2.
Meira

Kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í júní

„Við erum bjartsýn en nú er þetta í höndum íbúa,“ er haft eftir oddvitum Húnabyggðar og Skagabyggðar á Facebook-síðu Húnabyggðar í kvöld en sveitarfélögin hafa samþykkt samhljóða að setja sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu í júní.
Meira

Að pissa eða ekki pissa | Leiðari 16. tölublaðs Feykis

...Í bíó á þessum tímum voru mögulega myndir á borð við Cannonball Run, Grease og Superman. Ekki var óvanalegt að Mundi hitaði upp með einum RoadRunner áður en stjörnunar birtust á tjaldinu. Klassískar Sæluvikumyndir voru Áfram-myndirnar (Carry On) og Trinity-myndirnar með hinum óborganlegu Terence Hill og Bud Spencer. Risinn Bud rotaði menn miskunnarlaust með einu góðu höggi ofan á höfuðið – brosti aldrei og var frekar þreyttur á þessum aumingjum sem voru með vesen. Þessar myndir hafa pottþétt ekki elst eins vel og Chaplin myndirnar sem Mundi sýndi í Sæluviku – enda kvikmyndaklassík einstaks listamanns...
Meira

Styttist vonandi í frumsýningu

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum að Leikfélag Sauðárkróks þurfti að fresta frumsýningu vegna veikina í leikhópnum. Fjölmargir voru þegar búnir að kaupa sér miða á sýninguna og ljóst að Litla hryllingsbúðin verður sýnd það er bara ekki alveg komið á hreint hvenær.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Í tilkynningu frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra eru hér upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 er hafin.
Meira