Litið inn til Lilju í Skrautmen - 2. þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í öðrum þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla fáum við að kynnast Lilju Gunnlaugsdóttur, sem rekur handverksfyrirtækið Skrautmen, og líta inn í vinnustofu hennar að Áshildarholti í Skagafirði. Fyrirmyndarfrumkvöðlar er samstarfsverkefni Feykis og Skottu kvikmyndafjelags.

Í þættinum gefur Lilja áhorfendum innsýn í vinnsluferlið og hvernig hún lætur hugmyndir sínar verða að veruleika. Jafnframt hvernig henni gekk að koma fyrirtækinu á koppinn, hvaða úrræði hún hefur nýtt sér og hvernig henni hefur gengið að markaðssetja vörur sínar.