sigurkarfan
- Dags.: 23.01.2023
Að þessu sinni er það Inga Birna Friðjónsdóttir sem svarar Tón-lystinni en á dögunum gaf hún út nýtt lag, One Night, ásamt félögu sinni, Karitas Hörpu Davíðsdóttur, en þær söngkonur skipa saman dúóið Hedband. „Mitt hljóðfæri er raddböndin eins og er en ég er byrjuð að læra á píanó,“ segir hún en ásamt því að vera í Hedband vinnur Inga Birna einnig að sínu fyrsta sóló-lagi sem væntanlegt er með haustinu.