feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
18.12.2025
kl. 08.56
oli@feykir.is
Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í gærkvöldi í athyglisverðum og æsispennandi leik. Lið Tindastóls var í áttunda sæti fyrir leik en gestirnir á toppi deildarinnar. Þó að úrslit fjölmargra leikja í vetur hafi ekki dottið með Stólastúlkum þrátt fyrir jafna leiki þá stóðust stelpurnar okkar prófið gegn toppliðinu með glæsibrag – þurftu reyndar framlengingu til að landa sigrinum en það var auðvitað bara enn skemmtilegra. Lokatölur 99-91 eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 84-84,
Meira