Slökkviliðsstjórar landsins sameinuðust á Akureyri
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
30.04.2025
kl. 12.30
Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) var haldinn á Akureyri helgina 11. – 12. apríl síðastliðinn. Félagið vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum slökkviliða um land allt og er fundurinn mikilvægur vettvangur þar sem slökkviliðsstjórar landsins koma saman til að ræða málefni brunavarna, áskoranir í starfi slökkviliða og miðla reynslu sinni á því sviði. Undirritaður var samstarfssamningur um áframhaldandi þróun og rekstur Brunavarðar. Nýr samstarfshópur stofnaður um uppbyggingu æfingasvæða fyrir slökkvilið landsins og HMS kynnti tvær nýjar leiðbeiningar um heimildir slökkviliða til eftirlits og aðgangs að húsnæði og hins vegar beitingu stjórnvaldssekta
Meira