Fréttir

Lagning ljósleiðara á Hvammstanga 2026

Míla í samstarfi við Húnaþing vestra leggur ljósleiðara á Hvammstanga sumarið 2026. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að framkvæmdin sé styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026 em Húnaþing vestra var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda.
Meira

Beikonvafðir þorskhnakkar og heit súkkulaðisósa | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar í tbl. 30 - 2025 voru þau Óskar Már Atlason og Hafdís Arnardóttir en þau búa á Laugarbakka í Varmahlíð. Óskar og Hafdís vinna bæði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem Óskar kennir við húsasmíðabraut og Hafdís við hestabraut. Þau eiga fjögur börn, Kristófer Bjarka ('99), Hákon Helga ('02), Arndísi Kötlu ('07), Þórdísi Heklu ('14), eina tengdadóttur, Dagmar Lilju, einn tengdason, Dag Ými, nokkra hesta og einn hund.
Meira

Þriðji heimaleikur Tindastóls í ENBL deildinni í kvöld

Þriðji heimaleikur Tindastóls í ENBL deildinni þar sem strákarnir taka á móti Dinamo Zagreb frá Króatíu þriðjudagskvöldið 20. janúar og hefjast leikar kl.19:15.
Meira

Nýir vélarhermar í kennslu hjá FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er fyrsti framhaldsskólinn á Íslandi sem hefur fest kaup á tveimur nýjum vélarhermum ásamt uppfærslu á eldri hermakerfum frá Unitest Marine Simulators. Kaupin marka mikilvægt skref í áframhaldandi þróun á kennsluaðstöðu skólans í sjó- og vélstjórnargreinum.
Meira

Stendur upp úr að verða amma

Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir er 43 ára Blönduósmær, gift Elmari Sveinssyni, og eiga þau fjögur börn, Fanneyju, Sóleyju, Huldu og Svein, tengdasoninn Emil og barnabarnið Elmar Inga. Hún er fædd og uppalin á Blönduósi. Ættir hennar og rætur eru í Austur Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Gunnhildur er kjötiðnaðarmaður að mennt, og hefur alla sína starfsæfi unnið við kjötiðn og slátrun, og tók ég við sem sláturhússtjóri í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi 2019.
Meira

Norðurljósin léku lausum hala á himninum

Það var heldur betur boðið upp á listsýningu í gærkvöldi og stjörnubjartur himininn var striginn. Það voru enda ófáir sem rifu upp snjallsímann og gerðu tilraunir til að mynda dýrðina; græn og rauð dansandi norðurljós.
Meira

Strákarnir mæta KR en stelpurnar Grindavík

Dregið var í VÍS bikarnum nú í hádeginu en bæði karla- og kvennalið Tindastóls voru í pottinum. Leikirnir verða spilaðir í Smáranum í Kópavogi og fara karlaleikirnir báðir fram þriðjudaginn 3. febrúar. Í fyrri leiknum mætast Keflavík og Stjarnan en í þeim seinni taka Tindastólsmenn á móti liði KR og hefst leikurinn kl. 20:00. Miðvikudaginn 4. febrúar fara kvennaleikirnar fram og í fyrri leiknum mætast Keflavík og Hamar/Þór en síðan mætast Grindavík og Tindastóll og hefst sá leikur kl. 20:00.
Meira

Vill sjá Stólana lyfta Íslandsmeistaratitli

Sverrir Pétursson býr á Sauðárkróki og hans lífsförunautur er Helga Sif og saman eiga þau fjögur afkvæmi, Töru Dögg, Emmu Karen, Úlfar Þór og Herbert.  Sverrir er smiður hjá Uppsteypu og gerði upp árið fyrir Feyki.
Meira

Byggingaverktaki sýnir Freyjugötureitnum áhuga

Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 8. janúar síðastliðinn var fjallað um breytingu á deiliskipulagi vegna Freyjugötu en Gunnar Bjarnason ehf. sækir um svæðið sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9 – eða hluta svokallaðs Freyjugötureits þar sem m.a. bílaverkstaði KS stóð áður. Feykir spurði Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra út í málið.
Meira

65 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Meira