Fréttir

Ingimar er nýr sviðsstjóri hjá Húnaþingi vestra

Ingimar Ingimarsson hefur tekið við af Þorgils Magnússyni sem sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Ingimar er skrúðgarðyrkjufræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands og með BA í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst.
Meira

Grindavíkurliðið stal stigunum í Síkinu

Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar lið Tindastóls tók á móti Grindvíkingum í Bónus deild kvenna en þetta eru einmitt liðin sem mætast í undanúrslitum VÍS bikarsins í byrjun febrúar. Líkt og aðrir leikir Stólastúlkna í Síkinu var þessi æsispennandi en Grindvíkingar stálu sigrinum með þristi frá Abby Beeman tæpri sekúndu fyrir leikslok. Lokatölur 84-87.
Meira

Húnvetningar ekki á eitt sáttir með Holtavörðuheiðarlínu 3

Mbl.is segir frá því að byggðarráð Húnabyggðar fagni ákvörðun Landsnets um að fara svonefnda byggðaleið með nýja Holtavörðuheiðarlínu 3. Þessi leið hafi verið baráttumál Húnabyggðar síðustu árin. Fram kemur í fréttinni að þessi afstaða sé að skjön við bókun byggðarráðs Húnaþings vestra en þar var ákvörðun Landsnets mótmælt og tekið undir með samtökum landeigenda á svæðinu að frekar ætti að fara svonefnda heiðarleið, frá tengivirki á Holtavörðuheiði að Blöndustöð.
Meira

Árlega garðfuglahelgin um helgina

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Þetta árið fer þetta formlega fram dagana 23. – 26. janúar 2026. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Fyrsta tapið á heimavelli í ENBL deildinni

Það var vel mætt og mikil stemning í Síkinu þegar Tindastóll tók á móti króatíska félaginu Dinamo Zagreb í gærkvöldi. Tindastóll varð að sætta sig við sex stiga tap í leiknum og lokatölur urðu 104-110 fyrir þeim króatísku. Þetta var næstsíðasti leikur Tindastóls í riðlakeppni Norður-Evrópu-deildarinnar.
Meira

Lið FNV mætir liði Borgarholtsskóla í kvöld

Sextán liða úrslit Gettu betur, spruningakeppni framhaldsskólanna, hófust á mánudaginn. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpi. Í kvöld fara aðrar fjórar viðureignir fram en þá mætir m.a. lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra lið Borgarholtsskóla.
Meira

Þorleifur Feykir tók silfrið í sínum flokki á Norðurlandamótinu í MMA

„Ég er bara ungur sveitastrákur úr Skagafirði með stóra drauma að keppa í blönduðum bardagaíþróttum,“ segir Þorleifur Feykir sem er nýjasta íþróttahetja Skagfirðinga. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði og bjó lengi á sveitabænum Eyhildarholti í Hegranesinu og á Sauðárkróki þegar ég varð eldri. Sumarið 2024 flutti ég suður til að elta langþráðan draum, að keppa í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) fyrir Mjölni, enda hef ég verið stór aðdáandi íþróttarinnar og Gunnars Nelson síðan ég var lítill,“ segir Þorleifur í spjalli við Feyki.
Meira

Arsenal-sigur fullkomnar fullkominn dag á Skagaströnd

Á vef Skagastrandar er skemmtilegt uppbrot því þar hefur verið farið af stað með nýjan og skemmtilegan lið, Skagstrending vikunnar, og fyrstur í þeirri ágætu röð er Árni Ólafur Sigurðsson. „Fullkominn dagur á Skagaströnd fyrir mér byrjar á því að geta gengið minn daglega göngutúr í hvítalogninu, og ef þið vitið það ekki þá er hvítalognið hér ansi oft. Heimilið, fjölskyldan og góður matur skipta líka miklu máli,“ segir Árni Sig.
Meira

Lagning ljósleiðara á Hvammstanga 2026

Míla í samstarfi við Húnaþing vestra leggur ljósleiðara á Hvammstanga sumarið 2026. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að framkvæmdin sé styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026 em Húnaþing vestra var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda.
Meira

Beikonvafðir þorskhnakkar og heit súkkulaðisósa | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar í tbl. 30 - 2025 voru þau Óskar Már Atlason og Hafdís Arnardóttir en þau búa á Laugarbakka í Varmahlíð. Óskar og Hafdís vinna bæði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem Óskar kennir við húsasmíðabraut og Hafdís við hestabraut. Þau eiga fjögur börn, Kristófer Bjarka ('99), Hákon Helga ('02), Arndísi Kötlu ('07), Þórdísi Heklu ('14), eina tengdadóttur, Dagmar Lilju, einn tengdason, Dag Ými, nokkra hesta og einn hund.
Meira