Fréttir

Fraktsiglingar milli norðurs og suðurs í uppnámi

Eim­skip hætt­ir á næst­unni strand­sigl­ing­um til hafna á Vest­fjörðum og Norður­landi. Þetta ger­ist jafn­hliða því að starf­semi kís­il­verk­smiðju PCC á Bakka við Húsa­vík stöðvast, að minnsta kosti tíma­bundið, nú síðar í sum­ar.
Meira

Alls urðu 35 af 131 frumvarpi að lögum

Þá eru þingmenn loks komnir í sumarfrí en eftir að forseti Alþingis virkjaði kjarnorkuákvæðið sl. föstudag var samið um þinglok og var þingfundum 156. löggjafarþings því frestað í gær, þann 14. júlí. Þingið var að störfum frá 4. febrúar til 14. júlí 2026. Á síðasta degi var veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar atvinnuvegaráðherra loks samþykkt en um það hefur staðið mikill styr eins og hefur sennilega ekki farið framhjá nokkrum manni.
Meira

HÚNAVAKA : Verðlauna sviðasulta frá SAH og sinnep

Feykir plataði Héðinn Sigurðsson til að svara nokkrum laufléttum spurningum varðandi Húnavökuna en hann mætir til leiks í einu auglýstra atriða bæjarhátíðarinnar. Héðinn býr í Kringlunni/Melabraut í Reykjavík fyrir sunnan og starfar sem heimilislæknir.
Meira

Vakin er athygli á að opið er fyrir umsóknir um styrki úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar til 31. júlí

Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og lögð er sérstök áhersla á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélag fyrirtækisins, sem landshlutinn okkar sannarlega er. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári.
Meira

Það er mikill uppgangur í Golfklúbbi Skagafjarðar

Meistaramót GSS 2025 fór fram dagana 7.-12. júlí á Hlíðarendavelli. Metþátttaka var í meistaramótinu en 30% klúbbfélaga voru skráðir til leiks eða samtals 103 kylfingar. Meistaramótið er fyrir alla félagsmenn GSS, flokkar við allra hæfi. Í barna og unglingaflokkum voru 29 þátttakendur sem léku í 4 flokkum en þátttakendur í fullorðinsflokkum voru 74 sem léku í 8 flokkum.
Meira

Spænskur leikstjórnandi í kvennalið Tindastóls

Tindastóll hefur gengið frá samningi við spænska leikstjórnandann, Alejandra Quirante, fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Alejandra komi til liðsins með reynslu úr efstu deild á Spáni og er ætlað að leiða liðið á vellinum.
Meira

Forseti Íslands heimsækir Hóla

Hólahátíðin verður helgina 16.-17. ágúst. Að þessu sinni verður Hólahátíð barnanna laugardaginn 16. ágúst og mun skátafélagið Eilífsbúar sjá um dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í fögru umhverfi Hólastaðar. Farið verður í leiki og þrautir, gengið um í skóginum, söngstund í kirkjunni og grillað við Auðunarstofu. Á sunnudeginum verður að venju hátíðarmessa í Hóladómkirkju kl. 14, síðan veitingar efir messu og hátíðardagskrá í kirkjunni kl. 16:10.
Meira

Gamall refur gerði Stólunum grikk

Stólarnir fóru helst til þunnskipaðir austur á Höfn um helgina og léku við lið Sindra. Stólarnir voru fyrir leikinn í sjötta sæti en Hornfirðingar í níunda sæti. Staða liðanna breyttist ekki en þau gerðu 2-2 jafntefli þar sem gamall markarefur og fyrrum leikmaður Tindastóls jafnaði metin á lokakaflanum.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Eftir þrjá svekkjandi tapleiki í röð gerðu liðsmenn Kormáks/Hvatar góða ferð suður á Seltjarnarnes og að leik loknum var risið á heimamönnum bæði lítið og lágt. Gestirnir áttu góðan leik í fyrri hálfleik og leiddu 1-2 ú hálfleik og í síðari hálfleik var varist með kjafti og klóm og þó Gróttverjar gerðu sitt besta til að jafna þá tókst það ekki. Lokatölur 1-2 og mikilvæg þrjú stig í hús.
Meira

Gott teppi og kaffibolli best með bóklestri

Feykir plataði Maríu Rut Kristinsdóttur, þingmann Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, til að svara Bók-haldinu í miðju svokölluðu málþófi stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldsins í upphafi síðustu viku. Vonandi var þetta bara skemmtilegt uppbrot á löngum degi í þinginu. María Rut fæddist árið 1989, er alin upp á Flateyri við Önundarfjörð en er búsett í Reykjavík.
Meira